Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 33 MINNINGAR glóðina í augum, þessum ástföður hinna hraustu og manndómsríku breiðfirðinga. Þeir þekktu hann að vísu aldrei út í hörgul, vissu aldrei nema af hugboði og grun hvers virði hann var, en hann var sá maður sem þeir vottuðu sonarlegt traust og virðingu umfram aðra menn. Ólíkari vini en þennan dula fíngerða menntamann og hina norrænu sjó- höfðingja eyjanna er erfitt að hugsa sér, en þeir vissu að falslausara hjarta sló ekki um Breiðafjörð.“ Ekki þurfti lengi að dvelja í Garðastræti og kynnast fólki séra Sigurðar til þess að skynja, hvar rætur þess lágu. Flatey á Breiða- firði var staðurinn, þar sem „öll mannaverk höfðu yfirbragð fortíð- arinnar, en náttúran svip hinnar ei- lífu fegurðar,“ eins og Laxness skrifaði og þar voru Klausturhólar, hús séra Sigurðar og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur Johnsen, sem þekkt var fyrir manngæsku og góðvild. Úr þessum jarðvegi var Sigurður Jónsson sprottinn og margt hafði hann til að bera, sem minnti á þessa forfeður hans. Þannig var hann traustur og heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita. Hann hafði mik- inn áhuga á tækni og vísindum og var fljótur að tileinka sér hvaðeina, sem til gagns er okkur nútímamönn- um. Sigurður var mikill fjölskyldu- maður og góður félagi og stuðnings- maður sinna vel gefnu og mannvænlegu barna, tengdadætra og barnabarna. Guðlaug og Sigurð- ur voru samhent í því að rækta frændsemi við ættfólk sitt. Minnti það mig á höfðingsskap og reisn þá, sem ég kynntist forðum daga á æskuheimili Sigurðar í Garðastræti. Fyrir nokkrum árum festu þau Sigurður og Guðlaug kaup á Klaust- urhólum í Flatey ásamt Oddnýju systur Sigurðar og manni hennar Jóni Sigurðssyni. Af mikilli eljusemi hafa þau og börn þeirra fært húsið til fyrra vegs, sem sæmir sögu þess. Í fornum ritum er mannkosta- mönnum lýst á þann veg, að þeir hafi verið drengir góðir. Sú lýsing hæfir minningu Sigurðar Jónssonar. Það er með hlýjum hug, sem við Ragnheiður minnumst samveru- stunda okkar og Sigurðar á liðnum árum. Blessuð sé minning hans. Bragi Hannesson. Elskulegur frændi okkar og vin- ur, Sigurður Jónsson, hefur kvatt okkur. Siggi frændi, eins og við kölluðum hann, var einkabróðir móður okkar, Oddnýjar. Samband þeirra var ein- staklega kært. Siggi stóri bróðir hugsaði alltaf vel um systur sína í æsku og þetta góða og kæra sam- band þeirra hélst alla tíð. Siggi var sérstaklega skemmti- legur frændi. Fyrstu minningarnar eru stundir í myrkraherberginu þar sem hann átti hreina töfraveröld en hann var mjög góður ljósmyndari. Við eigum margar skemmtilegar myndir í huganum af Sigga sem fá okkur til að brosa. Eins og um álft- irnar sem tóku á rás eftir þessum áhugasama ljósmyndara, sem átti fótum fjör að launa og sást á flugi með myndavélina í fanginu yfir runna í Hljómskálagarðinum. Frændi var gífurlega áhugasamur um allar nýjungar og tækni. Hann tileinkaði sér fljótt tækninýjungar eins og telex, fax, tölvur og internet. Siggi lagði sig alltaf fram við að læra sem mest og vildi fræða okkur. Yf- irleitt þegar við komum í heimsókn kallaði hann okkur inn í vinnuher- bergi til að sýna okkur eitthvað spennandi sem hann hafði uppgötv- að í tölvuheiminum. Síðustu árin höfum við átt margar stundir saman í Klausturhólum í Flatey á Breiðafirði, stundum við erfiða vinnu en alltaf skemmtilegar stundir þegar Siggi var annars veg- ar. Vonandi lánast okkur frænd- systkinum og fjölskyldum okkar að gera Klausturhóla að stað sem bind- ur okkur vináttuböndum um ókomin ár. Siggi var svo lánsamur að kynnast Guðlaugu, eftirlifandi eiginkonu sinni, sem var stærsta lán hans í líf- inu. Lauga er alveg einstök kona og samvistir við þau hjónin hafa ekki bara fært okkur gleðistundir heldur líka heilmikinn fróðleik um lífið og tilveruna. Það hafa verið forréttindi að fá að kynnast og vera samferða Sigga, Laugu og börnum þeirra í gegn um lífið. Elsku Lauga, börn og fjölskyldur. Þið hafið misst mikið, en góðu minn- ingarnar verða aldrei teknar frá ykkur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún, Ólöf, Auður, Ólafur Th., Geir Hafsteinn og fjölskyldur. Ágætur frændi minn og nágranni er kvaddur í dag. Við berum nöfn afa okkar, bræðranna Sigurðar og Bjarna, sona Jens Sigurðssonar rektors. Þeir fóru hvor á sitt landshornið til opinberrar þjónustu, Sigurður sem prestur vestur í Flatey og Bjarni sem læknir austur á Síðu, svo að ekki varð teljandi samgangur fjölskyldnanna í milli. Þó fundum við glöggt fyrir nærveru niðja séra Sig- urðar á Stykkishólmsárum minnar fjölskyldu, þar sem heimili okkar var sjálfsagður viðkomustaður ætt- menna á leið þangað. Sami skyld- leiki átti við um niðja Björns menntaskólakennara og Jóns yfir- dómara, sem gjarnan báru nöfn afa sinna, sem og Þórdísar prestfrúr á Ísafirði. Móðurnafn margra þeirra er Ólöf eftir konu Jens rektors, dótt- ur Björns Gunnlaugssonar yfir- kennara og hálfsystur Bjarna rekt- ors Jónssonar. Átti þessi frændgarður og nafnasamlag því gott með að kynnast og rækja vin- áttu með frændsemi, og kom það vel fram í kynnum okkar Sigurðar. Ættgrein Sigurðar varð sú, sem helst lagði sig eftir tæknifræði hvers konar og fellur val hans á lyfjafræði- faginu vel að því. Einnig þróaði hann með sér undraverða leikni í tölvu- tækni, sem hann nýtti jöfnum hönd- um í viðskiptum sem persónu- tengslum, en skyldmenni hans hafa dreifst víða um hnöttinn. Gerði hann þeirra ágæta grein í gagnasafni ætt- armóts á 200 ára afmæli Björns Gunnlaugssonar. Síðasta áratuginn höfum við verið húsfélagar á Þorragötu 5–9. Þar hafa mannkostir Sigurðar og Guð- laugar notið sín í prúðri og fallegri framkomu og tillitssemi í allri um- gengni, og þar höfum við Rósa notið frábærrar gestrisni þeirra, en milli kvennanna eru einnig vinavensl. Þá uppfyllti hann með prýði skyldu sína við húsfélagið sem ritari þess um þriggja ára skeið. Hann er því kært kvaddur og hans sárt saknað úr húsi hér. Tel ég mig mæla fyrir munn húsfélaganna almennt með innileg- um samúðarkveðjum til Guðlaugar og fjölskyldunnar. Bjarni Bragi Jónsson. Allar mínar minningar um móð- urbróður minn, Sigurð Jónsson, eru bjartar. Það er mikið lán í æsku að njóta góðvildar og nærveru aðstand- enda sinna. Slíkan frænda átti ég í Sigga. Ég og systkini mín vorum ávallt velkomin á heimili þeirra Laugu í Stigahlíðinni og það nýttum við okkur. Sjálf áttu þau 4 börn á svipuðum aldri og við, svo það var oft fjörugt. Þegar ég loka augunum og læt hugann reika tilbaka í Stiga- hlíðina er alltaf sól, móarnir enn órannsakað ævintýraland og gest- risnin heima fyrir höfðingjum sæm- andi. Siggi var einstaklega rausnarleg- ur. Þegar ég eltist og fluttist til Kaupmannahafnar höfðu þau hjónin alltaf samband þegar þau áttu leið um. Og þrátt fyrir stranga dagskrá, þau höfðu bæði verið hér í námi og vinnu og áttu vini hér, gáfu þau sér tíma til að hitta okkur og bjóða okk- ur út að borða. Um jól voru það líka iðulega Siggi og Lauga sem hóuðu saman systkinabörnunum. Börn þeirra voru þá líka aðeins í stuttu jólafríi frá námi erlendis, svo tíminn var oft naumur. Eitt sinn man ég að okkur var boðið í hlaðborð á nýárs- dagsmorgun. Þegar Klausturhólar, hús for- feðra okkar í Flatey sem tímabundið hafði verið tekið eignarnámi, aftur féll í okkar hendur var hafist handa við uppgerð og nauðsynlegt viðhald. Þar átti Siggi ásamt Laugu og for- eldrum mínum drýgstan þátt í fram- kvæmdum. Á hverju sumri fóru þau helgi eftir helgi og breyttu á fáein- um árum þessu hrörlega húsi í sam- verustað fjölskyldunnar. Siggi var barnslega hrifinn af allri tækni og þessum áhuga deildi ég með honum. Hann var glettinn og skemmtilegur, og gerði gjarnan grín að sjálfum sér. Þegar sjúkdómurinn var farinn að hrjá hann, gat hann samt gantast með lyfjameðferðina og hvaða áhrif hún kynni að hafa á útlit hans. Ég votta Laugu, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum, syst- ur og öðrum vandamönnum samúð mína. Ólafur Th. Jónsson. Okkur hjónin langar að minnast í örfáum orðum kærs vinar, hans Sigga. Sigurður var kvæntur náfrænku minni Guðlaugu, en við erum systra- dætur. Alltaf var mjög gott og innilegt samband á milli fjölskyldna okkar. Siggi var mjög hlýr og ljúfur mað- ur, sérstaklega hjálpsamur. Ég minnist þess hve Ásdís tengdamóðir hans, þegar hún var sín síðustu ár á Hrafnistu, dáði Sigga og það mátti helst enginn keyra hana ef hún þurfti af bæ, nema hann. Mér er í fersku minni laugardag- seftirmiðdagur í mars síðastliðinn er þau hjónin Lauga og Siggi buðu okkur til sín í kaffi. Áttum við þar yndislega og ljúfa samveru. Fannst mér þá ég skynja að þetta gæti verið síðasta stund okkar allra saman. Elsku Lauga og fjölskylda, við Ingvar vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Megi guð geyma ykk- ur og varðveita. Inga. Á menntaskólaárunum myndast sterk vináttubönd milli bekkjar- systkina. Svo var einnig um þá menntskælinga sem luku stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1945. Að loknu stúdents- prófi, og þeim uppákomum sem því fylgdu, skildu leiðir. Sum fóru til frekara náms, hér heima eða erlend- is, önnur fóru til ýmissa starfa, en böndin rofnuðu ekki. Á 10, og síðar á 5 ára fresti, hittist stúdentahópur- inn, með mökum sem urðu hluti af hópnum. Á síðustu árum hefur stúd- entahópurinn, nú fáskipaðri, en bættur upp með ekkjum þeirra sem fallið hafa frá, hist á hverju vori. Einnig hefur hópurinn farið í dags- ferðir undanfarin sumur. Að auki hafa þau úr stúdentahópnum sem búa á höfuðborgarsvæðinu hist mánaðarlega, nema yfir hásumarið. Sá úr hópnum sem mestan áhuga hafði á þessum samkomum og ferð- um og átti mikinn þátt í því að gera þær ánægjulegar var Sigurður Jónsson. Sigurður hafði frá unga aldri áhuga á ljósmyndun og nutum við bekkjarsystkini hans góðs af á síðari árum. Hann hafði tekið mikið af myndum í skólanum og í skólaferða- lögum. Sérstaklega eru dýrmætar myndir hans úr fimmtubekkjarferð- inni sem Pálmi Hannesson rektor fór með okkur út í Drangey. Þegar við byrjuðum vorsamkomur okkar tók Sigurður sig til og safnaði saman myndum frá skólaárunum, að lang- mestu leyti úr eigin safni, setti þær á geisladisk og hélt ljósmyndasýningu fyrir okkur, öllum til mikillar ánægju. Þá rifjuðust upp atvik frá skólaárunum og minningarnar skýrðust. Sigurður hélt uppteknum hætti og tók mikið af myndum á vor- samkomum okkar og ferðalögum og sýndi okkur þær árið eftir. Sam- koma okkar í ár var löngu ákveðin sunnudaginn 8. maí, en Sigurður lést þriðjudaginn 3. maí. Guðlaug, eftirlifandi eiginkona Sigurðar, vildi endilega að við héldum fast við þá ákvörðun, það hefði Sigurður viljað. Við sáum fram á að nú yrði engin sýning á myndum Sigurðar frá síð- ustu samkomu og sumarferðinni, en þá tóku Guðlaug og Ólöf, dóttir þeirra Sigurðar, sig til og settu myndirnar á geisladisk og afhentu okkur. Myndasýningin var haldin, og hún var kveðja til okkar frá Sig- urði. Sú kveðja gladdi okkur öll, en sú gleði blandaðist söknuði yfir að hafa misst góðan félaga og vin. Blessuð sé minning hans. Við samstúdentar Sigurðar og makar þeirra sendum Guðlaugu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Magnús Magnússon. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman í Vesturbæjarapóteki árið 1961. Ég var á leið til Kaupmanna- hafnar í lyfjafræðinám, en átti að leysa nokkur verkefni í apóteki hér heima og skila skýrslu um þau áður en námið hæfist. Ég hafði kviðið þessu, en um leið og ég hafði kynnst Sigurði hvarf allur kvíði og hann reyndist mér í alla staði afar vel. Þessi kynni urðu að ævilangri vin- áttu þótt oft liðu vikur og jafnvel mánuðir án þess að við hittumst. Ör- lögin réðu því svo að síðar á ævinni störfuðum við Sigurður nokkuð náið saman. Við hættum báðir störfum í apóteki, ég stofnaði lyfjainnflutn- ingsfyrirtæki en Sigurður gerðist umboðsmaður eins þekktasta lyfja- fyrirtækis Þýskalands, Hoechst. Svo nátengdur var Sigurður þessu fyrirtæki að hann var meðal kollega og lækna oftast nefndur Sigurður í Hoechst. Samskipti okkar Sigurðar urðu nánari þegar hann bað mig að sjá um dreifingu á lyfjum fyrir Hoechst og dótturfyrirtæki þess. Með þessu sýndi Sigurður mér mikla vináttu og traust sem ég verð ævarandi þakk- látur fyrir. Ég man aldrei eftir að skugga bæri á samstarf okkar. Sig- urður var alltaf sérstakur aufúsu- gestur í fyrirtæki mínu og hann hafði sérstaklega góða nærveru. Ég fann hvað það lyfti mér oft upp úr daglegu amstri að fá hann í heim- sókn, nær undantekningarlaust glaðan og reifan. Ég kynntist vel yf- irmönnum Sigurðar í Hoechst Dan- mark og fann fljótt að Sigurður naut mikils trausts og var vinsæll meðal starfsmanna fyrirtækisins. Stærsta lán Sigurðar í lífinu er án efa að hafa eignast Guðlaugu sem lífsförunaut. Guðlaug er einstök kona og saman sköpuðu þau hjónin listrænt og fagurt heimili. Gæfa þeirra var einstakt barnalán. Okkur hjónunum var oft boðið í veislur til þeirra þegar forstjórar eða fulltrúar Hoechst komu til landsins. Mikill heimsbragur var á öllu og Guðlaug og Sigurður einstakir gestgjafar. Erlendum gestum þótti mikið til koma að upplifa þessi boð og ræddu oft við mig um matinn hennar Guð- laugar og gestrisni þeirra hjóna. Á þessum kvöldum var Sigurður hrók- ur alls fagnaðar og þannig mun ég ætíð minnast hans og það er gott því það lyftir mér ætíð upp. Það gladdi mig mjög að ég fékk að verja eft- irmiðdegi með þeim hjónum skömmu áður en veikindi Sigurðar báru hann ofurliði. Þá var sami rausnarskapurinn og áður og þrátt fyrir veikindin var stutt í glettnina hjá Sigurði. Við ræddum vítt og breitt um lífið og tilgang þess og ég fór heim ríkari maður með ógleym- anlega minningu. Guð blessi minn- ingu góðs vinar og styrki Guðlaugu og börn í sorg þeirra. Guðmundur Hallgrímsson. Góður og gegn maður er horfinn á braut. Kynni okkar Sigurðar voru ekki ýkja löng – rúmlega tíu ár – eða frá því að við fluttum í nýbyggt hús við Þorragötu. Við hjónin vorum heppin að fá íbúð á sömu hæð og þau hjón, Sig- urður og Guðlaug. Hlýja og góðsemi þeirra hjóna kom strax í ljós við fyrstu kynni. Sigurður var góðum kostum bú- inn. Hann var mikið ljúfmenni, fróð- ur, skemmtilegur og einstakur gest- gjafi. Hann stóð ekki einn, átti hana Guðlaugu sína, börnin fjögur, tengdadætur og barnabörn, sem hann mat mikils. Að leiðarlokum vil ég þakka þess- um sómamanni samfylgdina og hlýjuna, er hann sýndi mér og manni mínum alla tíð. Ég kem til með að sakna nærveru hans – og veit, að ég tala einnig fyrir hönd vinkvenna okkar hér í húsinu og bið Guð að blessa hann. Áslaug Sigurðardóttir Sigurz. Okkar yndislegi sonur, bróðir og dóttursonur, HILMAR MÁR JÓNSSON, sem lést laugardaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13. Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Kristjánsson, Elsa Borg Jónsdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Elsa Borg Jósepsdóttir, Guðjón Þorsteinsson. Dóttir mín og systir okkar, SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR, síðast til heimilis á Fellsenda í Dölum, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 13. maí kl. 15.00. Bryndís Tómasdóttir, Eiríkur Eiríksson, Auðunn Eiríksson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 10. maí. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.