Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 35 MINNINGAR hans þar sem engum vörnum varð við komið. Elsku Madda, Inga, Lilja, Jón Grétar og aðrir ástvinir. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og hugga í ykkar miklu sorg, en minningin um drenginn góða mun lifa með okkur. Margrét Sigurðardóttir, Sigurbjörn Sigurðsson, Sigríður Ólöf Sigurðardóttir og fjölskyldur. Erfið tíðindi spyrja ekki um árs- tíma. Ekki heldur á þessum fallega tíma þegar daginn lengir og nóttin hörfar. Heiðar kvaddi í síðustu viku eftir harða og snarpa baráttu við krabbamein. Vinátta okkar hófst þegar Madda og Ásta urðu vinnufélagar. Hrein- skilin umræða lyfti karlaspjallinu á gott plan. Íþróttaumfjöllun að smekk sjómanna var afgreidd, Heiðar kom hreinskilinn til dyra eins og hann var klæddur. Handverk og húsbygging- ar vöktu áhuga beggja, oft tæpt á bíl- um, koníaki og vindlum eins og vera ber, lífið er skemmtilegt. Heiðar vann á sjó, útivistin stund- um löng. Hann kom færandi hendi og Madda rétti hjálparhönd við alla mögulega hluti. Að baki eru góðar stundir á heimilum beggja, sem og í fjörugum hópi „Smáraliðsins“. Það hefur oft verið glatt á hjalla í Lauga- lindinni. Svo átti líka að verða á nýj- um stað sem Madda og Heiðar ætl- uðu að flytja inn í á næstu dögum. Það var stolt í auga og öryggi í svipnum þegar Heiðar sýndi okkur teikningar af sumarbústaðnum uppi í Biskupstungum í fyrra. Við sátum með rjúkandi kaffi í gestahúsinu sem hann smíðaði fyrst. Allt um kring gróðursæll reiturinn og búið að planta alls kyns tegundum. Það var gaman að fá að leggja til plöntur sem verðskulduðu líf á rúmgóðum stað. Hver slík var metin sem gull, fékk stað og jafnvel nafn. Heiðar og Madda höfðu bæði tek- ist á við þá erfiðu raun þegar þau tóku saman að missa lífsförunaut í blóma lífsins. Þau nutu lífsins saman í þeirri vissu að ekkert er sjálfgefið. Hann brást við ótíðindunum af æðru- leysi og barðist til hinstu stundar. Við áttum góða stund saman fyrir skömmu þegar hann fékk að koma heim í pásu fyrir næstu lotu. Nú er mikið á Möddu lagt. Elsku vinkona og fjölskyldan öll; við vottum ykkur dýpstu samúð. Kveðjuna sendum við af erlendri grundu þaðan sem við náum aðeins að fylgja síðasta spölinn í huganum. Kæri vinur, takk fyrir allt. Guð blessi þig þegar þú siglir nýja leið í stafa- logni og sléttum sjó. Samúel Örn Erlingsson, Ásta B. Gunnlaugsdóttir. Það er fámennur en samheldinn hópur sem starfar í Íþróttamiðstöð- inni Smáranum í Kópavogi. Makar starfsmanna eru virkir þátttakendur þegar komið er saman utan hefð- bundins vinnutíma. Hann Heiðar hennar Möddu lét sig ekki vanta þeg- ar þannig stóð á, svo fremi sem hann var í landi. Hann var geðþekkur og ljúfur drengur, kátur á góðri stund og féll vel í hópinn. Engu að síður hafði hann sínar skoðanir á hlutunum og fylgdi þeim fram ef honum fannst þess þurfa. Heiðar og Madda voru samrýnd og samstiga, það leyndist engum. Þau lifðu lífinu lifandi, sinntu stórfjöl- skyldu sinni af kappi og hlökkuðu til þess að eldast saman. Ný íbúð beið þess að flutt væri inn og sumarhúsið tilbúið á teikniborðinu, gestahúsið þegar risið á reitnum góða austur í Biskupstungum. En fljótt skipast veður í lofti. Heið- ar kom heim fársjúkur af sjónum og síðan hefur staðið erfið barátta og miskunnarlaus. Nú er erfitt hjá Möddu. Við vottum henni og fjöl- skyldunni samúð okkar af öllu hjarta. Guð geymi góðan dreng. Starfsmenn Smárans.  Fleiri minningargreinar um Heið- ar Albertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Páll Páls og Margrét, Magnús Sig. og Charlotta; Arn- þrúður Stefánsdóttir, Kristján Sig- urður Birgisson; Sverrir Sveinsson. ✝ Vagnbjörg Jó-hannsdóttir fæddist í Vopnafirði 1. september 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Magnúsdóttir, f. í Nýjabæ á Strönd 14.5. 1903, d. 21.12. 1978 og Jóhann Þor- kelsson, f. í Engidal við Siglufjörð 27.8. 1895, lést af slysför- um 7.6. 1933. Al- systkini Vagnbjargar eru Anna, f. 1924, Magnús Þ., f. 1926, Þorkell, f. 1929, Jakob, f. 1930, Vilborg, f. 1931, d. 2000, Oddný P., f. 1932 og Jóhanna S., f. 1933. Sammæðra er Haukur Vopnfjörð Guðmundsson, f. 1939. Eiginmaður Vagnbjargar er Þórarinn Árnason, f. á Áslaugar- stöðum í Vopnafirði 24.5. 1924. Foreldrar hans voru Hólmfríður S. Jóhannsdóttir, f. í Spónsgerði í Arnarneshreppi við Eyjafjörð 20.6. 1883, d. 16. 3. 1970 og Árni Árnason, f. í Haga í Þistilfirði 8.6. 1881, d. 7.6 1968. Börn Vagnbjargar og Þórarins eru: Bertha, f. 15.3. 1945, Hólmfríður, f. 9.4. 1946, Þorbjörg Jó- hanna, f. 27.8. 1947, maki Aðalsteinn Hermannsson, f. 10.4. 1945, Þórarinn Vagn, f. 25.2. 1949, drukknaði 22.7. 1969, Rúnar, f. 27.5. 1950, maki Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriks- dóttir, f. 6.10. 1951, Magnús, f. 26.1. 1952, Eiður, f. 24.10. 1953, maki Heiður Huld Friðriksdóttir, f. 6.5. 1967, Robert, f. 7.12. 1954 og Ásdís, f. 26.5. 1956. Afkomend- ur Vagnbjargar og Þórarins eru 62. Vagnbjörg verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég kom fyrst heim til Vögnu á Laugaveginn með systur minni, mig grunaði ekki þá að 15 árum síðar yrði ég gift syni hennar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Vögnu, hún var alltaf til í að spila og syngja. Eiður settist við orgelið og spilaði gömul lög sem þér þótti vænt um, bakaðar voru vöfflur eða pönnukökur auk annarra kræsinga, krakkarnir náðu sér í litabækur og settust á gólf- ið í stofunni og borðuðu ís eða kandís. Stelpunum mínum þótt kandísinn bestur. Þau voru ófá pörin af sokkum og vettlingum sem þú prjónaðir og ég tala nú ekki um allar Tótu-dúkkurnar sem barnabörnin eiga. Eftir erfið veikindi hefurðu nú fengið hvíldina góðu og hitt hann Tóta, son þinn, aft- ur og miklir fagnaðarfundir hafa það nú verið. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Elsku Vagna mín, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér þessi ár. Ég kveð þig í hinsta sinn. Þín tengdadóttir Heiður Huld Friðriksdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þegar ég hugsa um þig elsku amma mín dettur mér þessi sálmur í hug, því þú varst alltaf svo æðrulaus, hugsaðir fyrst um fjölskylduna þína og afa og síðast um sjálfa þig. Ég man eftir þér alla tíð af því að mamma sagði mér hvað þú varst allt- af góð við mig, sendir mér pakka og kort á jólum og afmælum, sama hversu fjarlægðin var mikil á milli okkar. Þegar við hittumst sagðir þú alltaf við mig hvað ég væri fallegur og góður. Mér finnst svo gott að eiga minn- ingarnar um þig frá Laugaveginum þegar ég kom í heimsókn og frá Kjöt- búðinni á Hverfisgötunni og fá að finna þessa yndislegu hlýju frá þér sem enginn getur útskýrt og er svo sjálfsögð og óeigingjörn þegar hún er gefin. Elsku amma mín, hafðu það gott um aldur og ævi, hittumst seinna. Þinn elskandi sonarsonur, Ásgeir Br. Rúnarsson. Elsku Vagna amma. Okkur langar til að þakka þér allt það góða sem þú hefur kennt okkur í þessu lífi og fyrir að halda minningu Þórarins á lífi. Loksins hittist þið aftur og þú losnar úr þjáningum þínum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, hvíl þú í friði. Kveðja, Þórunn Ósk og Guðrún. Elsku amma mín. Þó svo að maður hafi beðið og von- að í langan tíma að þú fengir nú að fara yfir móðuna miklu og öðlast nú loks frið þá var sársaukinn mikill og söknuðurinn en meiri. Mér finnst ég hafa verið kvödd af þér einungis hálf- tíma eftir að þú fórst, þú kvaddir mig með stroku á kinn og klappi á höf- uðið, ég er sannfærð um að þannig kvaddir þú okkur öll, þinn stóra hóp. Mér er það ómetanlegt að hafa getað kvatt þig daginn áður en þú fórst og er ég fullviss um að himnaríki er rík- ara með þig innanborðs. Ég á svo margar góðar minningar um ljúfar stundir. Þú varst á þinn einstaka hátt svo dugleg við að láta okkur öllum finnast við vera sérstök í þínu stóra hjarta. Mér eru sérstaklega minnis- stæðir kjólarnir sem þú saumaðir á okkur Gunný er við vorum litlar stelpur, flestar jólagjafir voru hand- unnar, allar dúkkurnar og bangsarn- ir. Þú varst einstök hannyrðakona, hreinn listamaður. Ég veit að barna- barnabörnin hafa því miður ekki fengið að kynnast þér eins og við hin því veikindi þín hafa tekið smátt og smátt allt frá þér. Ég varðveiti öll bréfin sem þú sendir mér er ég var í Englandi og finnst mér vel við hæfi að enda þessi kveðjuorð á sömu bæn- inni sem þú endaðir öll bréfin á: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Takk fyrir allt sem þú varst mér, amma mín, sjáumst. Þín Erla Björg. Elsku Vagna. Nú er komið að leiðarlokum. Ég veit þú ert nú á góðum stað þar sem þér líður vel. Það eru margar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Þú varst alltaf svo blíð og hlýleg, sást aldrei skipta skapi. Þú hafðir einstakt lag á að gera gott úr öllu og sjá björtu hliðarnar og það jákvæða, sama hvað gekk á. Það var ómetanlegt nesti út í lífið að fá að kynnast manngæsku þinni og við- horfum til lífsins. Það var alltaf hægt að leita til þín um góð ráð og ræða allt milli himins og jarðar og margar sög- urnar sem þú sagðir frá barnæsku þinni og lífsbaráttu sem var fróðlegt og gaman að heyra. Þú misstir aldrei sjónar á markmiðum þínum og hvað ætti að vera í forgangi. Það var þessi stóri barnahópur sem þú áttir og sakna nú mömmu sinnar. Ég minnist allra stundanna á Laugaveginum, þegar ég, rétt 16 ára, kom inn í fjölskylduna þegar við Eið- ur fórum að vera saman. Hvað þú tókst vel á móti mér af þinni einstöku elsku og hvað það var alltaf gott þeg- ar þú straukst manni um kinn og faðmaðir. Þú varst sannarlega ein af þessum fáu raunverulegu hetjum sem maður kynnist á lífsleiðinni. Ég sé nú fyrir mér að þið mamma sitjið yfir kaffibolla og spjallið saman eins og þið gerðuð svo oft og svo verð- ur kannski spáð í bollann á eftir sér til gamans. Ég veit þið hittist nú á nýj- um stað og upplifið ykkar drauma sem ekki gafst ráðrúm til að láta ræt- ast hér í jarðlífinu. Og auðvitað talið þið um okkur, börnin ykkar, lítið til með okkur og fylgist með Garðari mínum sem nú er búinn að missa báð- ar ömmurnar sínar. Elsku Garðar minn, Eiður og fjöl- skylda. Þórarinn, og öll systkinin og fjölskyldur. Ég votta ykkur samúð mína og veit að Vagna treystir því að þið huggið hvert annað og styrkið. Vagna mín, takk fyrir allt og allt. Hera. VAGNBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Elsku langamma mín. Takk fyrir bleika teppið sem þú prjónaðir handa mér áður en ég fæddist. Ég mun alltaf geyma það, líka litlu Lúsý mína. Vonandi líður þér vel hjá Guði. Þín Helene Rún. HINSTA KVEÐJA Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Syðri-Bakka. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Höskuldsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, STEFÁNS BALDURSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður V. Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, HJÁLMARS S. HELGASONAR, Holtagerði 84, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd vandamanna. Kristbjörg Pétursdóttir, Þórir Hjálmarsson, Magni Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.