Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ egar David Trimble var kjörinn leiðtogi Sam- bandsflokks Ulsters (UUP) fyrir tíu árum átti flokkurinn tíu af átján fulltrúum Norður-Írlands á breska þinginu. Keppinautur UUP um fylgi mótmælenda/sambandssinna á N- Írlandi, Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP), hafði að- eins tvo. Eftir bresku þingkosning- arnar sl. fimmtudag á UUP hins vegar aðeins einn þingmann í Westminster en DUP níu. Alger umskipti hafa sem sé orð- ið, spyrja verður hvort ekki megi draga þá ályktun að Trimble hafi verið hörmulegur forystumaður fyrir flokk sinn. Engum blöðum er um það að fletta að þetta eru alveg hreint ótrúleg umskipti. Í stuttu máli sagt hefur gamli valdaflokkurinn verið þurrkaður út – en UUP stýrði Norður-Írlandi frá því eftir að það fékk fullveldi 1920 (um leið og Ír- land) og allt fram til 1972, þegar bresk stjórnvöld tóku aftur að stjórna héraðinu beint frá London í kjölfar þess að púðurtunnan, sem samskipti mótmælenda og ka- þólikka voru, sprakk. Þrátt fyrir tímamótin sem urðu 1972 voru áhrif UUP alls ekki fyrir bí, flokkurinn var áfram sá stærsti; DUP fékk aldrei nándar nærri eins mikið fylgi, enda um fanatíska afturhaldsmenn að ræða sem ekk- ert vildu gefa eftir, hvergi koma til móts við réttmætar kröfur kaþ- ólikka um breytingar. En í bresku kosningum nú fékk DUP heil 33,7%, UUP hins vegar aðeins 17,7%. Afhroð það sem flokkur Trimbl- es hefur mátt þola skýrist ekki af því að nýr og ferskur leiðtogi fari fyrir DUP; þar ræður enn ríkjum klerkurinn óbilgjarni, Ian Paisley, sem nálgast áttrætt. Hlýtur David Trimble þá ekki að hafa verið vondur leiðtogi skv. öllum venjulegum mælikvörðum? Hvernig fara menn að því að ganga að flokki sínum dauðum, líkt og Trimble virðist hafa gert? Hér skal því haldið fram að skýringin á þessum umskiptum sé ekki sú að David Trimble skorti mannkosti og forystuhæfileika. Þvert á móti. Hið gagnstæða er raunin; ég tel að Trimbles verði minnst fyrir ákvörðun sem hann tók á páskum 1998 og hélt sig síðan við, þrátt fyrir að nokkuð hafi skort upp á að aðrir sýndu sömu heilindi. Ég held að hans verði minnst fyrir framsýni, fyrir að taka hag hinna mörgu (allra íbúa Norður- Írlands) fram yfir hag hinna fáu (flokksins UUP). David Trimble reyndist sannur leiðtogi manna. Trimble er semsé sá maður sem ákvað fyrir hönd sambandssinna á páskum 1998 að skrifa upp á frið- arsamkomulag á Norður-Írlandi sem binda átti enda á áratuga löng átök kaþólikka og mótmælenda. Trimble var ekki frekar en aðrir mótmælendur neitt yfir sig hrifinn af ýmsum ákvæðum sam- komulagsins: samkomulagið fól nefnilega í sér, svo dæmi séu tekin, að fyrrverandi foringjar í Írska lýðveldishernum (IRA) – sem til langs tíma voru þekktustu hryðju- verkasamtök í hinum vestræna heimi – myndu taka sæti í heima- stjórn við hlið hans; mönnum sem framið höfðu ódæðisverk fyrir hönd IRA (og annarra öfgahópa, líka öfgamanna úr röðum mótmæl- enda) yrði sleppt úr haldi. En Trimble ákvað að semja, hann vissi sem var að án samninga er fælu í sér sáttargjörð við öfl sem hann og fleiri höfðu ímugust á (þ.e.a.s. IRA) yrði ekki bundinn endi á átökin á N-Írlandi; án samn- inga fengju íbúar N-Írlands ekki frið, og um leið tækifæri til að bæta hag sinn og barna sinna í efna- hagslegum skilningi (vargöldin stóð auðvitað efnahag héraðsins fyrir þrifum). Og ákvörðun Trimbles hefur reynst happadrjúg, friður hefur í meginatriðum haldið og efnahagur N-Írlands blómstrað síðustu ár. En hnökrarnir á framkvæmd samkomulagsins hafa vakið reiði margra sambandssinna og þeir hafa nú kosið að refsa arkitekt þess, David Trimble, grimmilega. Þetta er skammsýni af hálfu mótmælenda á Norður-Írlandi. Staðreyndin er að vísu sú að stuðningur við samkomulagið var alltaf naumur meðal mótmælenda. Æ fleiri úr þeirra röðum töldu sig hafa gefið of mikið eftir gagnvart þjóðernissinnum og eftir því sem dróst að IRA legði niður vopn, líkt og þó var samið um, tóku margir að snúast gegn þeim manni er skrifaði upp á þetta sumpartinn gallaða samkomulag. Og nú er David Trimble fallinn út af breska þinginu, búinn að segja af sér sem leiðtogi flokks sem raunar hefur nánast verið þurrkaður út. Róttækari aðilar, Paisley og fanatíkerarnir í DUP, er alltaf voru mótfallnir frið- arsamkomulaginu, hafa verið vald- ir til áhrifa. Skilaboðin eru þessi: enga frekari eftirgjöf. Við vitum ekki hvort Trimble hefði tekið sömu ákvörðun 1998 og hann gerði hefði hann séð fyrir ör- lög UUP og þann skammarlega ósigur sem hann persónulega hef- ur nú mátt þola. En hvaða máli skiptir eiginlega einn stjórn- málaflokkur andspænis þeim gjör- breytingum sem orðið hafa á norð- ur-írsku samfélagi? Var ekki þess virði fyrir David Trimble að fórna þeirri yf- irburðastöðu, sem UUP hafði í stjórnmálum héraðsins, fyrir frið? David Trimble misfórst að vísu það meginhlutverk leiðtoga að fara fyrir hjörð manna þannig að hún fylgdi honum eftir, en heltist ekki úr lestinni (sem er auðvitað lyk- ilatriði fyrir góðan leiðtoga). En Trimble hefur skilað hjörð sinni nægilega langt fram á veg til að ekki verði aftur snúið, áfram verð- ur byggt á þeim grunni sem frið- arsamkomulagið var, ófriður skell- ur ekki aftur á í sömu mynd. Til mikils hefur því verið unnið. Við það getur David Trimble huggað sig. Í þágu friðar En Trimble ákvað að semja, hann vissi sem var að án samninga er fælu í sér sáttargjörð við öfl sem hann og fleiri höfðu ímugust á (þ.e.a.s. IRA) yrði ekki bundinn endi á átökin á N-Írlandi [...] VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is UM ÁRABIL hefur sá vafasami áróður dunið á okkur Íslendingum að eftir að við gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu hefðu u.þ.b. 80% af löggjöf Evrópusam- bandsins verið innleidd í íslensk lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hefur þessum áróðri einkum verið haldið á lofti af hálfu þeirra sem vilja að Ísland gerist aðili að Evrópu- sambandinu. Hafa þeir bent á, máli sínu til stuðnings, að ótækt sé að Íslendingar hafi ekkert um ákvarð- anatökuna í Brussel að segja þrátt fyrir að þurfa að beygja sig undir 80% þeirra laga- reglna sem þar eru samþykktar. Þingmenn Samfylkingarinnar Þessar fullyrðingar hafa einkum komið frá þingmönnum úr röðum Samfylkingarinnar og helstu sér- fræðinga þeirra í Evrópumálum. Í því sambandi er rétt að rifja upp að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur flokksins, sagði í grein hér í Morgunblaðinu hinn 7. desember 2001: „Nú verða Íslendingar að lögleiða um 90% af löggjöf ESB án þess að hafa áhrif á ákvarðanaferli ESB.“ Í janúar árið 2002 var þing- maðurinn öllu hógværari í sama blaði er hann sagði: „Nú flæða reglur og tilskipanir frá ESB vegna EES-samningsins yfir ís- lenskt samfélag án þess að Íslend- ingar hafi neitt um það að segja. Ísland þarf að taka í raun við meirihluta af þeim lögum sem ESB setur eða um 80%.“ Björgvin G. Sigurðsson, annar þingmaður Sam- fylkingarinnar, var sammála koll- ega sínum Ágústi Ólafi í grein sem birtist í Morgunblaðinu 18. janúar 2002, en þar sagði Björgvin: „Kjarni málsins er sá að við fulla aðild myndum við endurheimta að hluta það fullveldi og stjórn á eigin málum sem glataðist við gerð samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Síðan þá höfum við tekið við 80% af löggjöf okkar frá ESB án þess að hafa neitt um þá lagasetningu að segja.“ Katrín Júl- íusdóttir, enn einn þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á Alþingi 11. nóvember 2004 að Ís- lendingar væru einhvers konar aukaaðilar að Evrópusambandinu „því við tökum við um 70–80% af öllum lagagerðum Evrópusam- bandsins“. Við hvað styðjast fullyrðingarnar? Aldrei hefur verið upplýst við hvað þess- ar fullyrðingar þing- manna Samfylking- arinnar styðjast um að svo mikill meirihluti löggjafar Evrópusam- bandsins sé lögfestur á Íslandi. Þó má ætla að þingmennirnir hafi leitað til Eiríks Berg- manns Einarssonar, helsta sérfræðings flokksins í Evrópumálum, sem jafnframt var ritstjóri Evrópu- úttektar Samfylkingarinnar, sem út kom árið 2001, og er nú vara- þingmaður flokksins. Eiríkur Bergmann hefur haldið uppi sama áróðri og þingmennirnir þrír. Til að mynda sagði hann í grein sem birtist í DV 15. nóvember árið 2001: „EES samningurinn felur í raun í sér aukaaðild að innri mark- aði ESB. Þar með skuldbindur Ís- land sig til að taka yfir ríflega 80% af allri löggjöf ESB án þess að hafa nokkur áhrif á mótun þeirra.“ Sannleikur málsins Aldrei áður hefur raunverulega reynt á sannleiksgildi þessara full- yrðinga, þar til nú, en í ljós hefur komið að fullyrðingar þeirra eru al- rangar. Þeir hafa verið teknir í ból- inu. Málflutningur þeirra á síðustu árum líkist meira pólitísku áróð- ursbragði frekar en að geta talist málefnalegt innlegg í stjórnmála- umræðuna hér á landi. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum barst mér á dögunum svar frá Davíð Oddssyni utanrík- isráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram á Alþingi um þetta mál. Með fyrirspurninni óskaði ég eftir upplýsingum um þrennt; í fyrsta lagi hversu mörg lagafyrirmæli Evrópusambandið hefði samþykkt og gefið út á árunum 1994–2004, eða frá því Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Í öðru lagi hversu mörg þessara lagafyr- irmæla hefðu verið tekin upp í EES-samninginn og innleidd í ís- lenskan rétt, og í þriðja lagi hversu oft Alþingi hefði þurft að breyta lögum við innleiðingu þeirra. Í svari utanríkisráðherra, sem byggt er á upplýsingum frá skrif- stofu EFTA í Brussel, kemur fram að á þessu tímabili samþykkti Evr- ópusambandið alls 38.936 gerðir, þ.e. tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Á sama tímabili voru 2.527 þeirra teknar inn í EES- samninginn, eða um 6,5% af heild- arfjölda gerðanna, en ekki um 80% eins og haldið hefur verið fram um árabil! Og það sem vekur ekki síð- ur athygli er að í 101 skipti hefur innleiðing þessara gerða kallað á lagabreytingu af hálfu Alþingis, eða í innan við 0,1% tilvika. Þessar upplýsingar segja sína sögu um áðurnefndar fullyrðingar þingmanna Samfylkingarinnar á liðnum árum og til þeirra hlýtur að verða litið við mat á trúverðugleika þeirra í umræðum um Evrópumál á komandi árum. Teknir í bólinu Sigurður Kári Kristjánsson fjallar um íslensk lög og Evr- ópusambandið ’… þessu tímabili sam-þykkti Evrópusam- bandið alls 38.936 gerð- ir, þ.e. tilskipanir, reglugerðir og ákvarð- anir. Á sama tímabili voru 2.527 þeirra teknar inn í EES-samninginn, eða um 6,5% af heild- arfjölda gerðanna …‘ Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. AÐ FÁ 9 krónur fyrir hverja 1 krónu þætti góður arður af hvaða fjárfestingu sem er. Samkvæmt hag- fræðilegum útreikn- ingum í Svíþjóð fást níu krónur fyrir hverja eina, sem lögð er til starfsendurhæf- ingar einstaklinga, sem búa við skerta starfsorku, andlega eða líkamlega, vegna slysa eða veikinda. Fá ráð eru betri til að ná fram sparnaði í ís- lenskri heilbrigð- isþjónustu en að auka til muna hverskonar endurhæfingu. Kostnaður Tryggingastofnunar rík- isins og lífeyrissjóða vegna ör- orkubóta var á síðasta ári 18 milj- arðar króna; TR greiddi 13 miljarða og lífeyrissjóðirnir 5 milj- arða. Umsóknum einstaklinga til Tryggingastofnunar ríkisins um fullar örorkubætur hefur fjölgað um 50 af hundraði frá árinu 2003. Á síðasta ári bárust stofnuninni 1.600 umsóknir um örorkubætur. 200 þeirra fóru fyrir endurhæfing- arteymi TR. 1.300 umsóknir voru hins vegar afgreiddar, án þess að tilboð um endurhæfingu fylgdu. Um 7% umsóknanna var hafnað. Fram að þessu hafa öryrkjar verið hlutfallslega færri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Það sting- ur hins vegar í augu hér á landi hve ungu fólki hefur fjölgað í hópi öryrkja. Það er einnig eftirtekt- arvert, að einstaklingar með geð- raskanir eru 37% allra öryrkja á Íslandi. Einstaklingur, sem fær örorkubætur alla sína áætluðu starfs- ævi, fær greiddar 32 til 50 milljónir króna. Einhver kann staldra við þessar tölur og finnast vel í lagt. Engu að síður er það stað- reynd, að örorkubætur nægja trauðla til fram- færis og eru eins og stjúpmóðursneið úr hendi þessarar auðugu þjóðar. Það eru ekki ýkjur að fullyrða, að fjölgun einstaklinga á örorkubót- um megi að hluta rekja til þess hve endurhæfingarkostir eru fáir og rýrir. Það er freistandi lausn og stundarfriður heilbrigðisstarfsfólks og annarra, er fást við þennan málaflokk, að vísa sjúkum ein- staklingum á bótakerfið. Í þeirra sjónmáli eru úrræðin fá og lítil. Varla er það ofarlega á óskalista margra að hverfa inn í ör- orkubótakerfið. Margir eiga ekki annan kost. Þó getur stór hópur náð bata með réttri meðferð, horfið til starfa á ný og orðið hæfari til allrar sjálfsbjargar. Líklega er þó vandinn mestur að ná til þeirra, sem eru að veikjast, beina þeim til réttra greiningar- og meðferð- araðila og tryggja eftirfylgni. Fyrir nokkru var stofnað félagið Hugarafl, sem hefur það meg- inhlutverk að stuðla að starfsend- urhæfingu fólks, sem af ýmsum ástæðum hefur glatað hlutverki sínu í samfélaginu; vegna sjúkdóma og atvinnumissis. Félagið hefur náð verulegum árangri. Nú stendur fyr- ir dyrum að opna starfsendurhæf- ingarstöð, sem nefnist Hlutverka- setur. Stofnkostnaður- og rekstrarkostnaður á fyrsta ári er svipaður og örorkubætur tveggja einstaklinga mestan hluta áætl- aðrar starfsævi. Takist þessari starfsendurhæf- ingarstöð að bæta líf nokkurra ein- staklinga á ári hverju, koma í veg fyrir að þeir hverfi inn í ör- orkubótakerfið og stuðla að end- urkomu þeirra á vinnumarkað, þá næst fram mikill augljós sparnaður. En málið snýst ekki bara um sparnað, heldur einnig um aukin lífsgæði fjölda fólks. Níu krónur fyrir hverja eina Árni Gunnarsson skrifar um nýja starfsendurhæfingarstöð og lífsgæði fólks ’Það eru ekki ýkjur aðfullyrða, að fjölgun ein- staklinga á örorkubót- um megi að hluta rekja til þess hve endurhæf- ingarkostir eru fáir og rýrir.‘ Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.