Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Í DAG er öld liðin frá fæðingu móðurbróður míns Sveins Benediktssonar útgerðar- manns. Það er margt sem knýr á mig að minnast hans nú. Við Benedikt sonur hans erum jafnaldra. Einungis 24 dagar skilja á milli okkar og við höfum alltaf verið nánir. Það voru rúm húsakynni á Laugavegi 18 og veitti ekki af, því að leikvöllur okkar var hafið út af Siglufirði og Norðurlandi, og þar dreifð- um við síldarskipunum, papp- írsskipum úr Morgunblaðinu og Vísi, um þvert og endilangt gólfið. Helga veiddi best. Þorbjörg ljósmóðir og Einar Benediktsson Sveinn var elstur sjö barna þeirra Benedikts Sveinssonar þingforseta og skjalavarðar og Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey. Síðan voru Pétur bankastjóri, Bjarni forsætis- ráðherra, Kristjana húsfreyja, Ragnhildur lést skömmu eftir stúdentspróf, Guðrún húsfreyja og Ólöf menntaskólakenn- ari, sem er ein á lífi þeirra systkina. Heimili þeirra stóð á Skólavörðustíg 11, þar sem Sparisjóður Reykjavíkur er nú. Það var tví- lyft timburhús, sem þau keyptu af Ólafíu Jó- hannsdóttur, fósturdóttur Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður. Húsinu fylgdi gamli steinbærinn hennar Þorbjargar og bjó yfir mikilli sögu. Þar gisti oft Benedikt bróðir hennar, þegar hann sat á þingi, og þar dó hann 2. ágúst 1899. Og þar bjó um hríð Einar sonur hans á yngri árum sínum. Mikill og fallegur garður var neðan við húsin og náði að Grettisgötunni, en meðfram henni lá kartöflugarðurinn hennar ömmu minnar á sokkabandsárum mínum. Mikil vinátta hafði verið milli fólksins í Engey og Þorbjargar og Ólafíu, sem þar hafði verið heimiliskennari í tvö ár og minnt- ust þær Engeyjarsystur Ólafíu ávallt með hlýju og virðingu. Benedikt afi minn kynnt- ist drengur nafna sínum Benedikt sýslu- manni og Einari syni hans norður á Húsavík, þar sem hið unga skáld gekk á eintal við föð- ur hans og bar undir hann ljóðin sín. Hafði Sveinn við orð, að ef til vill hefðu þessi tengsl orðið til þess að foreldrar hans kynntust og giftust. Og vafalaust er, að sá andi, sem það- an er runninn, mótaði lífsskoðanir Sveins þegar í æsku og eru lykillinn að því að skilja skapgerð hans og ævistarf. Sveinn kvað föður sinn hafa metið Einar Benediktsson meir en nokkurn mann annan sem þjóðskáld en þó einkum vegna hugsjóna hans og stefnu í þjóðmálum. Sveinn var sama sinnis og mátti ekki heyra á Einar hall- að. Hann brást hart við, þegar bók Halldórs Laxness, Í túninu heima, kom út haustið 1976, en þar er vegið að Einari með ósmekk- legum hætti. Bauð Sveinn heim til sín nokkr- um vinum sínum, þ.á m. dóttur skáldsins Svölu Benediktsson, til að minnast þess. Þar töluðu Björn Sigfússon háskólabókavörður, Jóhann Friðriksson frá Efri-Hólum og Jör- undur Brynjólfsson alþingismaður, sem þá var 92 eða 93 ára, og er mér ræða hans enn minnisstæð, krafturinn og kynngin. „Brunnu honum þá augu í höfði,“ eins og Benedikt afi minn sagði um Guðmund skáld á Sandi. Foreldrar Benedikts voru Kristjana Sig- urðardóttir ljósmóðir og Sveinn Magnússon gestgjafi og söðlasmiður á Húsavík. Það var gestkvæmt hjá þeim hjónum. Þangað lágu leiðir héraðsbúa, þangað komu Benedikt Sveinsson og Einar í Nesi, Gautlandamenn og Sigurður í Ystafelli, Jakob Hálfdánarson og Þórður Guðjohnsen, Þórleifur á Skinna- stað og Guðmundur á Sandi, Jóhann Sig- urjónsson og Einar Benediktsson, svo að margt hefur borið á góma og margvíslegra áhrifa gætt á heimilinu. Sjálfstæðisbarátta og Íslendingasögur Benedikt afi minn var einn af forystu- mönnum Landvarnarflokksins og sat í fyrstu stjórn hans. Hann varð ritstjóri Ing- ólfs 1905 og sagði þá um stefnu blaðsins: „Markmið Ingólfs er það í stuttu máli, að Ís- land sé fyrir Íslendinga og hér búi frjálsir menn í frjálsu landi.“ Þessari stefnu fylgdi hann einarðlega alla tíð og var fremstur í flokki þeirra, sem lengst og djarfast sóttu fram í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hann var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn gamla 1908 fyrir Norður-Þingeyinga og sat á þingi til 1931. Guðrún stóð sterk og ótrauð við hlið manns síns. Hún bjó um Ingólf í póst og hafði þá drengina sína oft á hnjánum. Hún saumaði bláhvíta fána fyrir Landvarn- armenn svo hundruðum skipti, meðal annars hvítbláinn mikla sem Benedikt bar á Þjóðfund- inum á Þingvöllum árið 1907. Benedikt sá um útgáfu á flest- um Íslendingasagnanna fyrir Sigurð Kristjánsson og las oft kafla úr þeim og Heimskringlu fyrir börn sín og kenndi þeim að skilja og meta Eddurnar báðar. Sveinn hafði einu sinni orð á því við mig, að Ólafs saga helga væri mesta bók, sem skrifuð hefði verið á íslenska tungu. Víkur hann að því í viðtali, sem Styrmir Gunnarsson átti við hann sjötugan, segir, að Heims- kringla sé snilldarverk, en sé þó ekki jafnalmennt lesin sem skyldi, hvorki hér heima né erlendis. Og bætir svo við: „Lýsing sú, sem Snorri gaf í Heimskringlu af stjórnarfari og viðbrögðum einstaklinga sýnir yfirburða skilning hans á viðhorfum manna hvers til annars. Kemur þá í ljós, að þeir, sem voru fjandmenn, urðu vinir og öf- ugt. Söm hefur raunin orðið á í viðskiptum stórþjóðanna á vorum tímum. Til skilnings- auka á mannlífið þyrftu allir, sem skilja vilja lífsbaráttuna, að lesa þetta snilldarverk. Þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð.“ Engeyjarsystur Foreldrar Guðrúnar voru Ragnhildur Ólafsdóttir frá Lundum í Stafholtstungum og Pétur bóndi og skipasmiður Kristinsson í Engey Magnússonar. Heimilið var annálað fyrir rausn og myndarskap. Systur hennar voru Ragnhildur, gift Halldóri Kr. Þor- steinssyni útgerðarmanni í Háteigi, Maren, gift Baldri Sveinssyni blaðamanni bróður Benedikts og Ólafía. Þær misstu föður sinn ungar og giftist Ragnhildur fimm árum síðar Bjarna Magnússyni, sem hafði 8 ára farið í fóstur út í Engey. Hann var skipstjóri á Engey og fleiri þilskipum. Dóttir þeirra var Kristín, gift Helga Tómassyni yfirlækni. Ég man Bjarna vel og kallaði hann alltaf „afa minn afa“ til aðgreiningar frá öðrum öfum mínum. Þær Engeyjarsystur voru skapríkar kon- ur en raungóðar, hispurslausar í tali með sinn persónulega húmor og höfðu sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Vináttan og kynnin við Þorbjörgu Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur höfðu mikil áhrif á þær systur. Guðrún og Ragnhildur skipuðu sér fremst í fylkingu þeirra, sem börðust fyrir réttind- um kvenna, strax og þær höfðu aldur til. Há- skólamálið brann þá á íslenskum konum, réttur til náms og menntunar, kjörgengi og kosningaréttur. Guðrún var einn af stofn- endum Hins íslenska kvenfélags 15 ára göm- ul og í fyrstu stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands 1907. Þá og síðar vakti hún máls á því að bæta hag og rétt óskilgetinna barna og mæðra. Sveinn hafði oft orð á því, að mjög gest- kvæmt hefði verið á heimili foreldra sinna á uppvaxtarárum sínum. Umræðuefnið var fyrst og síðast sjálfstæðisbarátta þjóðarinn- ar og ýmis framfaramál, sem miðuðu að því að lyfta þjóðinni úr margra alda fátækt og áþján. Þeir sem komu voru nær eingöngu Landvarnar- og sjálfstæðismenn og meðal þeirra helstu stjórnmálaskörungar þjóðar- innar á þeim tíma, skáld og menntamenn. Og svo kom síldin Sumarið 1923 skipti sköpum fyrir Svein Benediktsson. Þá fór hann norður á síld og vann á Bakka, söltunarstöð Óskars Hall- dórssonar. Þar vann hann fjögur sumur, fyrst við bryggjusmíði og síldarsöltun, en síðan tók Óskar hann inn á skrifstofuna, þó að hann maldaði í móinn. Af samvinnu þeirra er sú skemmtilega saga, að eitthvert kvöldið hafi Sveinn áttað sig á, að ekki væri hægt að læsa peningaskápnum og hvíslaði þessum ótíðindum að Óskari sem hvíslaði á móti: „Það er allt í lagi, en segðu bara engum frá því!“ Peningaskápur þessi var mikil völund- arsmíð, sem Óskari þótti vænt um. Hann hafði misst hann þrívegis í þrengingum sín- um en ávallt tekist að fá hann keyptan á ný. Sveinn lauk ekki háskólaprófi, þótt hann innritaðist í lögfræði, því að athafnalífið átti hug hans allan. „Þú ert svo duglegur, Sveinki minn!“ hafði Ragnhildur amma hans sagt við hann strákling og reyndust orð að sönnu. Sumarið 1927, þegar Sveinn var 22 ára, varð hann umboðsmaður sunnlenskra útgerðarmanna, sem sendu báta sína norður á síld, og urðu þeir nær 20 fyrsta sumarið. Hann vann sér brátt traust fyrir kjark og dugnað, en afkoma útgerðarinnar gat oltið á því, hvernig tókst að leysa úr hinum ólíkustu vandamálum. Þessi störf hafði Sveinn á höndum í 22 ár, en þá hafði hann í öðru að snúast. Hann var byrjaður að salta síld á Raufarhöfn. Vorið 1927 kynntust þeir Loftur Bjarna- son og Sveinn á Siglufirði og varð úr því ævi- löng vinátta og náið samstarf. Mér er nær að halda að um mörg ár hafi ekki liði svo dagur að þeir hittust ekki eða töluðu saman. Eðl- iskostirnir voru hinir sömu, og svo var dugn- aðurinn, áhuginn og eljan. Þeir unnu í ára- tugi saman í samtökum útgerðarmanna og frá 1950 var Sveinn í stjórn Hvals h.f. og for- maður stjórnarinnar eftir andlát Lofts árið 1974. Hér er ekki rúm til að gera ævistarfi Sveins þau skil, sem verðugt er. Hann var einn af svipmestu athafnamönnum sinnar samtíðar. Þannig voru umsvif hans í síld- veiðum og útgerð um nær hálfrar aldar skeið svo mikil, að hægt er að rekja þróun þeirra í gegnum ævisögu hans. Hann átti sæti í fyrstu stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins árið 1930 og síðan nær óslitið í 43 ár, þar af stjórnarformaður í 33 ár, þang- að til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Auðvitað stóð oft styr um síldarverksmiðj- urnar á þessum árum, rekstur þeirra varðaði marga og hagsmunir voru ríkir og ólíkir. Það var ekki hvað síst tekist á um það, hvar nýjar verksmiðjur skyldu rísa. Það átti sérstak- lega við um verksmiðjuna á Raufarhöfn, en fyrir harðfylgi tókst að ná tækjum og bygg- ingarefni til landsins, áður en heimsstyrj- öldin skall á. Verksmiðjan sannaði gildi sitt strax fyrsta árið 1940, þar sem aldrei höfðu sést aðrar eins síldargöngur út af Norðaust- urlandi og þá. Árið áður hafði síldarleit úr lofti hafist að nýju, sem Sveinn hafði yfirum- sjón með. Hann hafði þá strax orð á, að Raufarhöfn væri framtíðarstaður í síldinni og bjó sig undir að hefja þar síldarsöltun eft- ir styrjaldarlokin. Þorsteinn Gíslason skip- stjóri sagði um Svein látinn, að hann hefði verið afbragðs stjórnandi og forspár, – „var oft eins og hann sæi langt fram í tímann. Hvernig hann varði S.R. má eflaust þakka að ennþá heldur fyrirtækið velli í öllu því öldu- róti, sem skollið hefur yfir þennan atvinnu- rekstur.“ Sumarið 1947 hóf Sveinn síldarsöltun á Raufarhöfn í félagi við Vilhjálm Jónsson frá Seyðisfirði. Hafsilfur var stofnað 1950 og varð árið eftir stærsta söltunarstöð landsins. Sveinn færði síðan út kvíarnar og byggði söltunarstöðina Hafölduna á Seyðisfirði á árunum 1960 og 1961, en fór nú brátt að þreytast á því að vera langdvölum að heiman og seldi fyrst Hafsilfur 1962 og síðan Haf- ölduna 1964. Miklum sögum fór af Sveini og síldinni. Menn trúðu því, að hann hefði sjötta skiln- ingarvitið, enda færi hann nær um hvar fyrsta síldin myndi finnast og hvenær hún hyrfi. Á bak við þetta lá auðvitað, að Sveinn unni sér ekki hvíldar á meðan á vertíðinni stóð, og hafði yfirburða þekkingu á öllu, sem að síld og síldveiðum laut. Og hann gerði vel við starfsfólk sitt, svo að einstakt er. Líka löngu síðar, eftir að það hafði hætt að vinna hjá honum, ef það hafði unnið hans traust. Af öðrum málum Eftir að Halldór Kr. Þorsteinsson á Há- teigi keypti togarann Max Pemberton árið 1928 hóf Sveinn að vinna hjá honum með öðrum störfum. Halldór var einn af braut- ryðjendum íslenskrar togaraútgerðar. Hann sá um smíði og var fyrsti skipstjórinn á Jóni forseta, mikill aflamaður og virtur af öllum, sem hann þekktu. Það hefur sagt mér vél- stjóri á Max Pemberton á kreppuárunum að í Englandi hafi allar dyr opnast um leið og nafn Halldórs var nefnt. Samstarf þeirra átti eftir að verða langt og gott og náin vinátta og traust þeirra á milli. Sveinn tók við stjórnarformennsku í Sjóvátryggingarfélagi Íslands, þegar Halldór hætti fyrir aldurs sakir. Sveinn beitti sér fyrir smíði nýsköpunar- togaranna og var annar af fyrstu fram- kvæmdastjórum Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, vafalaust vegna reynslu sinnar af útgerð Max Pembertons. Síðan var hann lengi stjórnarformaður Bæjarútgerðarinnar og komst Guðmundur Vigfússon borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins svo að orði um hann lát- inn, að rekstrarform Bæjarútgerðarinnar væri annað en honum hefði verið mest að skapi, en „Sveinn gegndi formennskunni í útgerðarráði af dugnaði og skörungsskap og reyndi að þoka hagsmunamálum Bæjarút- gerðarinnar áfram eins og kostur var og ekki alltaf við hagstæðar aðstæður“. Sveinn var með allra hæstu mönnum og bar sig vel. Hann hafði sterka rödd, var nef- kveðinn og kvað fast að. Hann var glæsi- legur á velli og eftir honum tekið, hvar sem hann fór. Hann var skapríkur og lét ekki yfir sig ganga, en hlýr og drengur góður. Átti til að vera stríðinn. Hann hafði þann ávana eins og fleiri í ættinni, að hann hélt vinstri hend- inni niðri, þegar hann gekk, en lyfti upp hægri öxlinni og sveiflaði handleggnum ótt og títt. Björn Sigfússon háskólabókavörður sagði, að þetta hefði hann fengið í arf eftir langafa sinn Sigurð Kristjánsson Jónssonar á Illugastöðum. Sveinn átti fágætt bókasafn og las og not- aði bækur sínar, enda var hann allra manna fróðastur, sérstaklega um fornar bókmennt- ir okkar, sögu og pólitík. Hann var ættfróður og bjó yfir mikilli þekkingu á þjóðlegum fróðleik. Hann hafði sterkar skoðanir í stjórnmálum, var maður frjálsræðis og vest- Sveinn Benediktsson útgerðarmaður Fjölskyldan á Skólavörðustíg 11A (f.v.): Sveinn f. 1905, Ólöf f. 1919, Ragnhildur f. 1913, Benedikt Sveinsson, Bjarni f. 1908, Guðrún f. 1919, Guðrún Pétursdóttir, Kristjana f. 1910 og Pétur f. 1906. Ljósm. Kaldal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.