Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Málefni tengd peningum verða hrútnum ofarlega í huga á næst- unni. Hann veltir því alvarlega fyrir sér að kaupa eða selja ótilgreinda hluti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Um þessar mundir eru þrjár plán- etur í nautsmerki, það er sól (grunneðli), Merkúr (hugsun) og Venus (samskipti) og nautseðlið því meiri áhrifavaldur en ella. Nautið sjálft er heppnara en endranær. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er í eðli sínum athafna- samur og forvitinn. Það þýðir að honum hættir til þess að hafa marga bolta á lofti í einu og dreifa sér of víða. Þessa dagana á hann hreinlega að hvíla sig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samræður við vini munu gegna þýð- ingarmeira hlutverki en endranær í lífi krabbans á næstu vikum. Honum liggur sitthvað á hjarta. Láttu flakka. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er rétti tíminn fyrir ljónið að ræða við stjórnendur, foreldra, yf- irboðara eða hvern þann sem hjálp- ar því að koma sér áleiðis í lífinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan finnur til sívaxandi þarfar fyrir að leggjast í ferðalög og víkka sjóndeildarhringinn á einhvern hátt. Farðu eitthvað eða sestu aftur á skólabekk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rannsóknarhæfileikar vogarinnar fara batnandi á næstunni. Vogin býr bæði yfir þeirri þolinmæði og stað- festu sem þarf til þess að ná settu marki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Merkúr (hugsun) er andspænis sporðdrekanum þessa dagana. Á meðan svo er gefst honum tækifæri til þess að taka þátt í þýðing- armiklum og árangursríkum við- ræðum við þá sem máli skipta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Geta bogmannsins til þess að vinna úr upplýsingum og smáatriðum og gegna rútínu er mikil þessa dagana. Kláraðu verkefni sem þú hefur sleg- ið á frest upp á síðkastið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sköpunarkraftur steingeitarinnar er mikill þessa dagana. Hún er létt í lund, ærslafull og til í að lyfta sér upp. Samvera með börnum er gef- andi fyrir hana núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn kemst mikið áleiðis á heimilinu á næstunni. Kannski gerir hann við eitthvað sem hefur bilað eða lappar upp á stirt samband. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn mun að líkindum lesa, skrifa, læra eða ferðast meira á næstunni en hann er vanur. Hraðinn í hans daglega lífi er að aukast. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert hæfileikarík og glettin manneskja og mikið fyrir græskulaust gaman. Þú nýtur þess að hrekja viðteknar venjur og hleypa loftinu af hrokagikkjum. Leiðtoga- hæfileikar þínir koma ósjálfrátt en þú sækist ekki eftir því að stjórna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 brynna músum, 4 mastur, 7 nýslegna heyið, 8 bárum, 9 ham- ingjusöm, 11 kvendýr, 13 at, 14 svali, 15 klína, 17 ágeng, 20 skelfing, 22 drekkur með tungunni, 23 óskar eftir, 24 sér eftir, 25 hinn. Lóðrétt | 1 borguðu, 2 ófullkomið, 3 beitu, 4 köld, 5 fiskur, 6 vesælar, 10 heiðarleg, 12 keyra, 13 gyðja, 15 talaði, 16 málm- ur, 18 auðugan, 19 söng- flokkar, 20 grunar, 21 blása kalt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 páskavika, 8 glæta, 9 kekki, 10 nón, 11 teigs, 13 apann, 15 hlass, 18 elfur, 21 tóm, 22 rugga, 23 jafnt, 24 hrakyrðir. Lóðrétt | 2 ámæli, 3 krans, 4 vakna, 5 kikna, 6 ógát, 7 kinn, 12 gæs, 14 pól, 15 horf, 16 angur, 17 stakk, 18 emjar, 19 fífli, 20 rita.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Borgarleikhúsið | Fabúla (Margrét Kristín Sigurðardóttir) mun bæði frumflytja nýtt efni og flytja efni af plötunum Cut my Strings og Kossafar á ilinni, kl. 21–22.30. Myndgerðir tónleikar. Nánar á www.itn.is/̃ fabula. Digraneskirkja | Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju kl. 20. Fjölbreytt og alþjóðleg efnisskrá. Tónlist frá Íslandi, Afríku, Ameríku, Rússlandi og Englandi. Einsöngvari er Örn Árnason og stjórnandi Bragi Þór Valsson. Fella- og Hólakirkja | Karlakór Kjalnesinga verður með tónleika kl. 20.30, miðar seldir við innganginn. Félag íslenskra hljómlistarmanna | Í kvöld kl. 20 verða tónleikar í sal FÍH í Rauðagerði 27. Tilefnið er útskrift saxófónleikarans Steinars Sigurðarsonar af jazzbraut. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Snorri Sigurð- arson á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó, Róbert Þórhallsson á bassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommur. Salurinn | Hátíðartónleikar 12. og 13. maí kl. 20. Kristinn Sigmundson og Jónas Ingi- mundarson flytja nýja efnisskrá sem þeir flytja á tónleikaferð um Norðurlöndin. Ís- lensk lög frá ýmsum tímum, söngvar eftir Schubert og glæstar aríur. Sunnusalur Hótel Sögu | Síðasta sam- verustund Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands kl. 18.15. Árni Heimir Ingólfsson mun ræða um 9. sinfóníu Mahlers með hjálp hljómtækja og píanósins. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. en boðið er upp á súpu og kaffi. Sjá nánar www.sinfonia.is. Ömmukaffi | Nýstofnað tríó, ALFS, spilar kl. 21. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýn- ingin er sú þriðja í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borgarbókasafni. Sjá vefsíðu http://www.artotek.is Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor- steins Eggertssonar. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gallery Terpentine | Í dag kl 17 opnar sýn- ing á verkum Húberts Nóa. Á sýningunni eru verk unnin á þessu og síðasta ári. Hú- bert Nói nálgast viðfangsefni sín með mis- munandi mælitækjum og niðurstaða þess- ara mælinga í bland við hans persónulegu upplifun (mælingu) forma verkin. Sýningin nefnist Survey sem þýðir hér „rannsókn/ mæling á yfirborði jarðar og stendur til 12 júní. Sjá nánar: www.hubertnoi.com Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám, fyr- irlestrar, bíó o.fl. Sjá www.gerduberg.is. Hrafnista, Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Mílanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýn- ir olíumyndir á striga. Listasafn Reykjanesbæjar | Martin Smida, þýsk/tékkneskur listamaður, sýnir – 365 fiskar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á verkum Dieter Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Dieter Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Marel, Garðabæ | Útskriftarnemendur á listnámsbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði sýna verk sín. Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi sýnir „Ólgur“. Opið alla daga frá 11–18. Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er sýning á svart/hvítum ljósmyndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í gallerí Klaustri. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir er með sýningu á raku-brenndum leirverkum. ReykjavíkurAkademían | Skyndikynni. Fram koma: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Björk Guðnadóttir, Brynja Sif Björnsdóttir, Camila Sposati, Caroline Achaintre, Hrafn- kell Sigurðsson, Johannes Maier, Karlotta Blöndal, Kristján Guðmundsson, Kristín Rögnvaldsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Marta María Jónsdóttir og leynigestur. www.aka- demia.is. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ric- cione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið frá kl. 10–17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðl- unarsýning um ævi skáldsins og umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggva- dóttir, leirlistakona, sýnir verk sín í gall- eríinu Undir stiganum, ráðhúsi Þorláks- hafnar, í maí. Verk Rannveigar eru unnin úr steinleir og eru flestir listmunirnir ætlaðir sem nytjahlutir. Sýningin er sölusýning. Íslenska bútasaumsfélagið | Sýningin „Áskorun 2005“ í Geysishúsi. Öll teppin eru ný. Sýningin er opin til 22. maí. Mannfagnaður Hestamiðstöð Suðurlands | Stóðhesta- sýning fer fram á Gaddstaðaflötum dagana 9.–12. maí með yfirlitssýningu föstudaginn 13. maí. Fundir Kvenfélag Kópavogs | Vorferð Kvenfélags Kópavogs verður farin 18. maí að Veitinga- húsinu Hafinu bláa. Brottför frá Hamraborg 10, kl. 18. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 14. maí í síma 554-3299 (Svana ) eða 554- 1726 (Þórhalla). Al-Anon | Al-Anon fjölskyldudeildirnar halda fund alla daga vikunnar. Skrifstofa Al- Anon er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16. Nánari upplýs- ingar á www.al-anon.is. GSA á Íslandi | GSA matarfíkn – fundir öll fimmtudagskvöld kl. 20.30, Tjarnargata 20. Nánar á www.gsa.is. Hafnarfjarðarbær | Hafnarfjarðarbær heldur opinn fund um skólastefnu Hafn- arfjarðarbæjar í Víðistaðaskóla kl. 19.30– 22. Hallgrímskirkja | Aðalfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður kl. 20. Venjuleg að- alfundarstörf, upplestur. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur og kaffi kl. 16, heima hjá Sveinbjörgu Arnmunds- dóttur, Skógarseli 43, 2. hæð. Síðasti fund- ur vetrarins, allar konur velkomnar. CCU-samtökin | Aðalfundur CCU- samtakanna verður kl. 20 í dag, að Grand hóteli, Sigtúni. Að loknum aðalfundi verður fyrirlestur um verkjalyfjameðferð og er fyr- irlesari Anna Gyða Gunnlaugsdóttir. Anna Gyða starfar sem sérfræðingur í verkja- meðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og er lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ. Námskeið Ljósheimar – andleg miðstöð | Námskeiðið „Stattu sterk/ur“ verður haldið í Ljós- heimum, Brautarholti 8, kl. 20–23. Verð er 8.000 kr. Nánar á www.ljosheimar.is. Útivist Stafganga í Laugardal | Stafganga kl. 17.30–18.30, gengið frá Laugardalslaug- inni, tímar fyrir byrjendur og lengara komna. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Dd7 5. f4 Re7 6. Bd3 b6 7. Rf3 Ba6 8. Bxa6 Rxa6 9. Dd3 Bxc3+ 10. bxc3 Da4 11. 0-0 c5 12. Be3 Hc8 13. Hf2 h5 14. Rg5 Rf5 15. He1 cxd4 16. Bxd4 Rb8 17. Hff1 Hc4 18. Dh3 Hh6 19. Rf3 Dxc2 20. Hf2 Da4 21. Rd2 Hc7 22. Rb3 Rc6 23. Hd2 Ra5 24. Rxa5 Dxa5 25. Hed1 Hc4 26. Dd3 Da3 Það kemur fyrir að þó að annar kepp- enda í skák hafi frá upphafi yfirspilað andstæðinginn geti ein taktísk yfirsjón kostað hann vinninginn. Einnig getur það gerst að yfirsjónin hefur það ein- göngu í för með sér að taflið jafnast eða verður óljósara. Þegar það síðarnefnda á sér stað getur sá sem hefur haft yf- irhöndina farið úr jafnvægi og glutrað skákinni fljótt niður í tap. Þessi skák er dæmi um slíkt en hún var tefld á skák- móti öðlinga sem Taflfélag Reykjavíkur stóð að fyrir nokkru. Bjarni Sæmunds- son (1805), hvítt, hafði átt undir högg að sækja gegn frönsku vörn Hauks Berg- manns (2010) en með næsta leik sínum tókst honum að snúa taflinu við. 27. Bxb6! Ekki má þiggja biskupinn þar sem eftir 27... axb6 28. Dxc4! dxc4 mátar hvítur með 29. Hd8+ Ke7 30. H1d7#. 27...Da4 óskynsamlegur leikur þar sem nú verður kóngsstaða svarts ótrygg. Svartur hefði staðið örlítið betur eftir 27... Dxc3 28. Dxc3 Hxc3 29. Bxa7. Sjálf- sagt hefur Haukur komist í uppnám eft- ir að hafa yfirsést biskupsfórnina svo að honum reyndist örðugt að finna bestu vörnina í framhaldinu. 28. Bd4 Hg6 29. Hb1 Kd7 30. Hb7+ Hc7 31. Hdb2 Hg4 32. H2b4 Dc6 33. Hxc7+ Kxc7 34. Bxa7 g5 35. Hb5 Kd7 36. Hb6 Dc5+ 37. Kh1 Da5 38. Ha6 og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valin. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. stjórna heimilum á faglegan máta.“ Sýningin stendur út desember 2005. Sama dag verður Kaffistofan opnuð fyrir sumarið, með sýningu Stefáns Rafns myndlistarmanns. Stefán málar myndir í teiknimyndastíl. Hann verður með vinnu- stofu sína í Kaffistofunni í sumar fyrir gesti og gangandi til að skoða. Sama dag opnar einnig myndlistarkonan Edda María Guðbjörnsdóttir sýningu á verkum sínum í sal Listasafns Borgarness, 2. hæð, kl. 17. Fyrrverandi nemendur og kennarar Húsmæðraskólans á Varmalandi eru sér- staklega boðnir velkomnir á opnunina kl. 18 í sýningarsal Byggða- og nátt- úrugripasafns á 1. hæð. Á morgun, föstudaginn 13. maí, hefst sumarstarf Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi. Sýningin sem hefur yf- irskriftina „Húsmæðraskólinn á Varma- landi 1946–1986 – Í nærmynd Safna- húss“. Meirihluti muna á sýningunni er í eigu Byggðasafns Borgarfjarðar. Aðalhugmyndasmiður sýningarinnar er Snjólaug Guðmundsdóttir, vefnaðarkenn- ari, Brúarlandi á Mýrum. Á myndinni hér að ofan er Húsmæðra- skólinn á Varmalandi og í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum sýningarinnar segir um skólann: „Hann var einn af bet- ur búnum húsmæðraskólum Íslands og útskrifaði konur vel undirbúnar fyrir hlutverk sitt í daglega lífinu við að Sumarstarf hefst í Safnahúsi Borgarfjarðar Ljósmynd/Guðrún Birna Í UMFJÖLLUN um tónleika Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld í blaðinu í gær var þar sagt að hljómsveitin hefði ekki áður flutt verkið sem er á efnis- skrá kvöldsins, 9. sinfóníu Mahlers. Hins vegar hefði Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflutt verkið hérlendis árið 1989. Hið rétta er að Sinfóníu- hljómsveit Íslands flutti verkið undir stjórn Petris Sakaris árið 1997. Sin- fóníuhljómsveit æskunnar flutti hins vegar 6. sinfóníu Mahlers á tónleikum sínum árið 1989. LEIÐRÉTT Flutti verkið áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.