Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Her-mannsson fædd- ist í Keflavík 24 jan- úar 1953. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Hermann Helgason, verkstjóri frá Keflavík, f. 11.7. 1929, og Áslaug Hulda Ólafsdóttir, húsmóðir frá Stóra Knarranesi á Vatns- leysuströnd, f. 7.7. 1930. Systkini Helga eru: Elín Halldóra, f. 9.3. 1954, Pétur, f. 14.3. 1957, d. 17.2. 1982, Margrét, f. 4.1. 1960, Ólafur, f. 16.6. 1961, Már, f. 28.4. 1965, Hermann, f. 13.11. 1968. Samfeðra er Óliver Úlfar, f. 5.1. 1947. Hinn 28. desember 1974 kvænt- ist Helgi Valdísi Þórarinsdóttur, sjúkraliða, f. 20.4. 1953, dóttur Þórarins Brynjars Þórðarsonar, rennismiðs frá Keflavík, f. 2.10. 1929, og Jóhönnu Valtýsdóttur, húsmóður frá Vestmannaeyjum, f. 17.6. 1930. Synir Helga og Valdís- ar eru: 1) Hermann, rekstrar- stjóri, f. 10.7. 1975, maki hans er Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir, hár- snyrtir, f. 6.11. 1973. Börn þeirra eru Thelma Hrund, f. 4.12. 1997, og Helgi Bergmann, f. 16.3. 2002. 2) Jóhann Þór, flugvirki, f. 1.3. 1979, maki hans er Særún Rósa Ást- þórsdóttir, kennari, f. 8.11. 1979, börn þeirra eru Ástþór Helgi, f. 30.12. 2003, og Valdimar Steinn, f. 3.5. 2005. 3) Pétur Örn, húsasmiður, f. 7.10. 1982, maki hans er Hrafnhildur Gunnarsdótt- ir, nemi, f. 15.3. 1984. Fyrir átti Helgi Jón Halldór, lögreglumann, f. 26.9. 1972, maki hans er Soffía Axelsdóttir, þjónustufulltrúi, f. 29.1. 1972. Börn þeirra eru Ásta Sóllilja, f. 8.2. 1997, og Birgitta Rós, f. 29.6. 2003. Helgi ólst upp í Keflavík og bjó þar. Hann lauk prófi frá Skip- stjóra- og stýrimannaskólanum í Reykjavík 1977 og stundaði sjó- mennsku eftir það, lengst af á Erni KE 13. Útför Helga verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Takk fyrir vin- skapinn og samfylgdina í gegnum líf- ið, nú ertu laus þinna þjáninga og kominn til ættingja og vina sem þú hefur þurft að kveðja. Þú kenndir mér á lífið og þó þú hafir kannski ekki verið mikið heima varstu alltaf til staðar þegar þurfti á að halda. Þú varst alltaf miðjan, krafturinn og gleðin í öllum samkvæmum, smáum sem stórum. Ef ég mun einhvern tíma komast með tærnar þar sem þú hafðir hælana þá verð ég sáttur. Þinn sonur Jóhann Þór. Elsku Helgi minn, mig langar að þakka þér fyrir svo margt. Barátta þín, bjartsýni og gleði hafa fært mér aukinn styrk og kennt mér að meta lífið. Síðustu daga hafa myndir af þér birst í huga mér og í hverri þeirra ert þú hrókur alls fagnaðar, að dansa og syngja eins og þér einum var lagið. Ég er þakklát fyrir allar þær frá- bæru minningar sem ég á um þig og ég hlakka til að deila þeim með strák- unum mínum sem fá því miður ekki að kynnast þér betur í þessu lífi. Það er skrýtið þetta líf og stundum óskilj- anlegt. Við tókum á móti nýju lífi og kvöddum þig næstum á sama tíma. Það er mér styrkur að hugsa til þess að þú hafir fengið að hitta litla Valdi- mar Stein og að hann hafi fengið að kúra hjá þér eins og þér fannst svo gott. Ég veit að þú fylgist með okkur öllum og sérstaklega afabörnunum þínum. Það er sárt að sjá á eftir þér en það gleður mig að vita að þér líður betur núna og þú getur loksins hvílst. Þín tengdadóttir Særún Rósa. Mig langar að minnast Helga bróður míns í nokkrum orðum. „Þetta er hjá Hótel Keflavík, góðan daginn …“ Svona byrjaði eitt af síð- ustu símtölunum sem ég átti við Helga bróður. Mér finnst það lýsa Helga vel. Hann var hlédrægur og það fylgdi honum einhver innri ró, en það var ávallt stutt í sprellið og grín- ið. Hann sýndi mikið baráttuþrek í veikindum sínum og það var ekki spurning að hann myndi hrista þetta af sér eins og allt annað. Brátt varð ljóst að hér var við ofurefli að etja. Það voru okkur sár vonbrigði að hann gat ekki komið í fermingu hennar Lóu, hans var sárt saknað þar og hugir okkar voru hjá honum. Fyrst eftir að ég fékk fréttirnar um að Helgi væri látinn flugu í gegn- um huga mér minningar, úr æsku þegar Helgi kom úr siglingu, hlaðinn gjöfum handa okkur systkinunum eða hann leyfði okkur yngstu bræðr- unum að vera inni í herberginu sínu að hlusta á græjurnar. Þar hlustuð- um við á Cat Stevens o.fl. og hefur þessi tónlist ávallt fylgt manni síðan. Minningarnar þegar Helgi var að stofna fjölskyldu með henni Valdísi sinni og fjörkálfarnir drengirnir þeirra, minningar úr jólaboðunum eða þegar fjölskyldan kom saman. Og nú í seinni tíð fjölskyldumótin á Gaddstöðum. Svona flugu minning- arnar um hugann samhengislaust og maður gerir sér grein fyrir því að skarð Helga verður seint fyllt. Fyrir þessar minningar verður að þakka en þær eru svo sannarlega mér og minni fjölskyldu mikill fjársjóður. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mestu birtu en brenna líka hraðast og fyrir en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Valdís, Hermann, Jóhann, Pétur, Jón Halldór og fjölskyldur, megi Guð fylgja ykkur, styrkja og vera með ykkur á þessum erfiðum tímum. Már og fjölskylda. Það var vorið 1973 sem ég tók við skipstjórn á Erni KE 13, sem ég hafði nýfest kaup á í félagi við bróður minn. Meðal þeirra ungu manna sem réðust til mín þá var sá öndvegispilt- ur sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Þetta var upphafið af góðu og nánu samstarfi sem stóð yfir í rúma þrjá áratugi. Samstarf sem aldrei féll skuggi á. Ég réð til mín ungan dreng sem reyndist mér ávallt vel til sjós og fékk í kaupbæti vináttu hans. Fyrir það er mun ég vera ætíð þakklátur. Sem stýrimaður og skipstjóri störfuðum við saman í brúnni til árs- ins 1986 en þá fór ég í land. Eftir það gegndi hann öllum yfirmannastöðum hjá útgerð minni Sólbakka og gerði til dauðadags. Það skipti litlu á hvaða veiðarfæri var gert út á, alltaf var hægt að treysta á að Helgi sinnti störfum sín- um af metnaði og stolti. Ég tel það mína gæfu að hafa fengið að starfa með mönnum eins og Helga minn skipstjóra- og útgerðarferil. Helgi var góður og traustur yfir- maður. Hann var einkar skemmti- legur og ætíð léttur í lund. Helgi hafði einstakt lag á að sjá björtu hlið- arnar á öllu og það er ekki lítill kost- ur að hafa þegar menn eru að sækja sjó við Íslandsstrendur. Það var gott að hafa mann eins og Helga um borð. Með þrautseigjuna að vopni vann hann gott starf auk þess sem að hann hélt áhöfninni saman í þau skipti sem illa gekk með góðu skopskyni og hæfileikanum til þess að benda út- skýra fyrir áhöfninni að á endanum kæmi stóra kastið. Helgi var ekki einungis farsæll til sjós því hann átti miklu láni að fagna í einkalífinu. Hann kvæntist sóma- konunni Valdísi Þórarinsdóttur og átti með henni þrjá syni, Hermann, Jóhann og Pétur Örn, sem allir bera uppeldi foreldranna gott vitni. Á skilnaðarstundu leita margar minningar á hugann. Þegar stórt er höggvið verður engu að síður fátt um orð. Eftir stendur minningin um góð- an og sannan dreng sem lýsti leið þeirra sem hann þekktu og með hon- um störfuðu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með sárum söknuði kveðjum við fjölskyldan Helga en vináttubönd fjölskyldnanna standa traust sem fyrr að honum gengnum. Fyrir hönd fjölskyldunnar minnar og áhafnar- innar á Erni KE 14 vottum við Val- dísi, Hermanni, Jóhanni og Pétri Erni og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Örn Erlingsson og fjölskylda. Fráfall Helga kveikir upp margar minningar í huga mínum. Leiðir okk- ar lágu oft saman og voru samflétt- aðar af áralöngum kynnum fjöl- skyldna okkar. Ég man eftir honum þegar ég var krakki að leika mér um borð í Ern- inum. Fiskiskip var spennandi heim- ur fyrir ungan dreng og hann hafði alltaf tíma til að útskýra undrin um borð fyrir mér. Ég minnist einnig Helga sem pabba Hemma, vinar míns. Hann fylgdist með okkur sposkur á svip læðast út í sumarnótt- ina á Suðurnesjum, með þann ein- beitta brotavilja sem oft vill ein- kenna unga menn. Einhvern veginn grunar mig að hann hafi stundum hlegið að hálfvitalegum uppátækjum okkar þegar honum barst vitneskja um þau síðar til eyrna. Ekki get ég gleymt hörkutólinu á dekkinu sem var alltaf að hræða úr mér líftóruna þegar ég var að taka mín fyrstu skref á sjónum. Hann vissi að þessi ungi maður var beinlín- is hættulegur sjálfum sér og um- hverfi sínu. Hann fann sig knúinn til að taka að sér hlutverk uppalandans þarna um borð til að forða honum frá allra hættulegustu slysunum. Það reyndist að sjálfsögðu örðugt verk- efni þar sem mér tókst að reka mig á flestar þær hættur sem leynast um borð í loðnuskipi. Hápunktinum á slysaferli mínum um borð á Erni KE var náð þegar ég rann til við þrif við lok vertíðar og lenti með andlitið beint ofan í klórfötu og hlaut af því talsverðan bruna. Helgi hafði við það tækifæri orð á því að framtíð mín á menntaveginum hlyti að felast í for- varnarkennslu við skipstjóra- og stýrimannaskólann. Það kann að vera að sjómennskuferill minn hljómi vafasamur miðað við ofan- greinda frásögn. Hann var það ekki. Ég lærði ákaflega margt sem hefur nýst mér alla tíð síðan. Það mikil- vægasta sem ég lærði var að vinna og að bera virðingu fyrir vinnunni. Það lærði ég af Helga. Ég minnist Helga í margvíslegu ljósi en fyrst og fremst minnist ég hans sem góðs vinar. Góðs vinar sem ég gat ávallt rætt við um allt á milli himins og jarðar. Hann þekkti mig út frá öllum hliðum og það gerði það að verkum að mér þótti gott að tala við hann, auk þess sem innsæi hans og umfram allt beinskeytt kímnigáfa hans gerði það að verkum að maður tapaði sér aldrei í einhverjum andlegum loftfimleik- um – en stundum hættir ungum mönnum til þess. Hann sá til þess að maður væri staddur á jörðinni. Hon- um var gefin sú gáfa að halda sig við aðalatriðin og koma þeim til skila á einfaldan máta. Eitt sinn vorum við um borð á Erninum – þetta var um miðjan febrúar og við vorum að renna í skottið á loðnugöngunni – og höllum okkur báðir að rekkvirkinu. Ég kem auga á skip og segi við Helga: „Spáðu í það, einu sinni var pabbi minn skipstjóri á þessum bát og pabbi þinn var kokkur um borð. Og nú erum við hér staddir, ég háseti og þú stýrimaður.“ Helgi varð þögull stundarkorn og svaraði svo glettinn að bragði: „Einmitt, þetta kallar maður framfarir!“ Ekki gat ég verið ósammála því. Ég kem til með að sakna Helga. Hann var góður maður sem skildi mikið eftir sig. Ég votta fjölskyld- unni samúð mína. Örn Arnarson. Við viljum á þessum sorgardegi senda vinkonu okkar Valdísi og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og minnast vinar okkar Helga í fáeinum orðum. Helgi var lífsglaður og atorkusam- ur maður. Hann var duglegur stýri- maður sem vann af krafti og var far- sæll í störfum sínum. Hann var mikill fjölskyldumaður, lifði hamingjusömu lífi með Valdísi sinni, sonum og ört stækkandi fjölskyldu. Hann naut sín vel í góðra vina hópi og það var gott að vera í návist hans. Eftir 30 ára vinskap er margs að minnast og viljum við þakka allar góðu samverustundirnar í gegnum árin. Hugur okkar er hjá öllum ást- vinum hans sem hafa misst svo mikið og biðjum við Guð um að styrkja þau á erfiðum tímum. Halldóra, Sigurgísli og synir. HELGI HERMANNSSON  Fleiri minningargreinar um Helga Hermannsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Björn Kristinsson. Matador vörubíladekk Frábær dekk á frábæru verði. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Matador sumardekk 225/45 R 17 W MP 41. 4 dekk + undirsetning kr. 59.000. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Fellihýsi Palomino Colt '99. Til sölu Pal- omino Colt ´99. Fylgihl: Sólarsella, fortjald m. dúk, skyggni, svefn- tjöld, ferðasalerni, grjótgrind, gas- ofn í fortjald o.fl. Verð. 700.000. Upplýsingar í síma 696 3306. Húsbílar Til sölu Knaus húsbíll. Ekinn 26 þ. km, árg. 2002, m. sólarrafhlöðu, sólhlíf, sjónvarpi, ísskáp, klósetti, sturtu. Með 6 bílbelti, svefnpláss f. 4 fullorðna. Upplýsingar í síma 581 3494 og 698 5255. Rauður Nissan Patrol árg. 1994 til sölu. Ek. 213 þús. km. Upptekin vél. Upplýsingar í síma 894 1162. Suzuki Grand Vitara 2004 5 d. sjálfsk., álfelgur. Ek. 18 þ. km. Fjarst. samlæsingar. Verð 2.490 þús. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í s. 690 2577. Hjólbarðar Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 VW árg. '02. Ek. 49 þús. km. Passat 1,8 Turbo. Grænsanserað- ur, sjálfskiptur frúarbíll. Þjónustu- bók. 17" lowprofile sumardekk (álfelgur), 15" vetrardekk á álfelg- um. Fjarst. samlæs., geislasp. Litað gler. Verð 1.950 þús. Uppl. í síma 897 4906. Veiði Seltjörn á Reykjanesi - urriði og bleikja. Hálfsdagsveiðileyfi á 1.950 kr. - Sumarkort á aðeins 9.990 kr. Opið alla daga frá 10-21. Frekari upplýsingar í síma 822 5300 og á www.seltjorn.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.