Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 15 FRÉTTIR                                 !  " # $ " %&&' "((() ) ' *+    ,  , -   -    )      .   -        /       0    !   /                  /  -   0'     ! 123456 ) -78    % 0  ) 19:37;4*3 0')  -1<35=>??87: 099@ABBC>7D52EC93+1   ''  % FG G G GF GHG  -) H0-  0  #    /0   -(-  I        / 0'  -- ,       KLJ      .    .   /   . - , , ,  ,  ))))      %    %    %  (F   , K      %     VIÐEYJARSTOFA verður opin um hvítasunnuhelgina og mun Múla- kaffi sjá um veitingasölu sam- kvæmt samkomulagi við Árbæj- arsafn og verða ferðir frá Miðbakka og Sundahöfn. Enn hafa þó ekki tekist samningar um var- anlegan veitingarekstur í eyjunni. Eins og kunnugt er bauð enginn í veitingarekstur í eyjunni í útboði sem fór fram í mars sl. Guðný Gerður Gunnarsdóttur borgarminjavörður segir að ekki þurfi að bjóða reksturinn aftur út þar sem verkefnið sé ekki útboðs- skylt. Engu að síður hafi verið ákveðið að bjóða reksturinn út til að gefa áhugasömum aðilum kost á að bjóða í verkefnið. Þar sem eng- inn hafi boðið í reksturinn hafi ver- ið rætt við Múlakaffi um að fyr- irtækið taki að sér reksturinn en samningar um það hafi ekki tekist. Í útboðinu var gert ráð fyrir að samið yrði um reksturinn til 41⁄2 árs og hægt væri að framlengja samn- inginn tvisvar um eitt ár í senn. Ferðir út í Viðey um hvítasunnu- helgina, laugardag, sunnudag og mánudag, verða sem hér segir: Frá Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 13 og 14. Frá Viðey til Reykjavík- urhafnar kl. 14.30 og 15.30. Frá Sundahöfn kl. 13, 14, 15, 16 og 17. Frá Viðey til Sundahafnar kl. 14.15, 15.15, 16.15 og 18.15. Reglubundn- ar áætlunarferðir hefjast á þriðju- deginum en samkvæmt annarri áætlun. Veitingar í Viðey um helgina VATNSTANKARNIR við Stýri- mannaskólann hafa fengið nýtt hlutverk en þar opnar Finnbogi Pétursson sýningu á laugardag. Finnbogi segist vinna með eld, súr- efni, vatn og jörð, en sýningin er í tveimur vatnstönkum. Verkin eru hljóðverk en að sögn Finnboga hef- ur staðið til lengi að setja upp sýn- ingu í tönkunum. „Ég skoðaði tank- ana fyrst fyrir nokkrum árum og það hefur staðið til þennan tíma að ég myndi vinna þarna,“ segir Finn- bogi og bætir við að verkið hefði aldrei gengið upp ef ekki væri fyrir styrktaraðilana; Burðarás og Orku- veituna. Finnbogi segir að annar tank- urinn sé fullur af vatni en hinum megin hefur hann komið upp fjög- urra metra langri eldlínu. Hann notar síðan hljóðin úr náttúrunni til að skapa hljóðverkið. „Það er dálít- ið skemmtilegt að fara inn í tank- ana. Þetta eru ferskvatnstankar sem ekki hafa verið lagðir af op- inberlega en hafa ekki verið í notk- un síðan 1985,“ segir Finnbogi og bætir við að tönkunum hafi verið haldið mjög vel við. Sýningin verður opnuð kl. 16 á laugardag og stendur til 5. júní. Eftir þann tíma verður hún opin samkvæmt samkomulagi. Morgunblaðið/Sverrir Finnbogi Pétursson hefur sett upp listasýningu í vatnstönkunum við Há- teigsveg. Sýningin verður opnuð nk. laugardag og stendur til 5. júní. Vatnstankar fá nýtt og listrænna hlutverk VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um kvikmyndafræðinám við Háskóla Íslands vill Guðni Elísson, dósent við hugvísindadeild, taka fram að hann hefur aldrei verið andvígur því að íslenskir kvik- myndagerðarmenn beini augum að Hollywood enda sé það hvorki ávís- un á góðar né vondar myndir. Guðni segir því að um misskilning sé að ræða í frétt Morgunblaðsins í gær þar sem haft er eftir honum að íslenskar kvikmyndir séu heldur mótaðar af Hollywood. Að hans mati er íslensk kvik- myndalist ennþá mótuð af evrópsk- um viðmiðum og af sjálfstæðri, bandarískri kvikmyndalist fremur en af Hollywood enda þurfi gríð- arlegt fjármagn til að framleiða mynd í alvöru Hollywood-stíl. „Ég er aftur á móti á þeirri skoðun (og hér liggur misskilningurinn) að í kvikmyndaneyslu Íslendinga sé Hollywood full einráð og að sá stíll sem þar ríki megi ekki vera eina mælistikan sem íslenskir kvik- myndahúsagestir og sjónvarps- áhorfendur tileinka sér þegar meta á gæði mynda. Það segir sig sjálft að ef þau viðmið sem ríkja í Holly- wood-myndum fá ein að ráða einangrast íslenskur almenning- ur jafnvel frá kvikmyndagerð sam- landa sinna sem verður annarleg og framandi,“ segir í athugasemd frá Guðna þar sem jafnframt kem- ur fram að með markvissu kvik- myndafræðinámi sé hægt að kynna fyrir nemendum gríðarlega fjöl- breytni alþjóðlegrar kvikmynda- listar í þeirri von að sú kennsla skili sér smám saman út í sam- félagið. „Námi í kvikmyndafræðum við hugvísindadeild Háskóla Íslands er ætlað að opna augu nemenda fyrir margbreytileika fjölþjóðlegrar kvikmyndagerðar um leið og við sinnum rækilega ýmsu sem kemur frá Hollywood, bæði því besta sem og kvikmyndum sem fyrst og fremst hafa afþreyingargildi,“ bendir Guðni á og bætir við að ís- lensk kvikmyndagerð skipi jafn- framt mikilvægan sess í náminu. Hollywood full- einráð í kvik- myndaneyslu en ekki í kvik- myndagerð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.