Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 19 MINNSTAÐUR KÓPAVOGUR fékk skemmtilega afmælisgjöf frá yngstu bæjarbúunum í gær þegar vel á annað þúsund barna frá 16 leikskólum gekk í skrúðgöngu inn í Smáralind og yfir í Vetr- argarðinn. Börnin voru öll með höfuðklúta í mismunandi litum eftir leikskólum og að sögn Hansínu Ástu Björgvinsdóttur, bæj- arstjóra Kópavogs, voru allir viðstaddir sér- lega heillaðir af framkomu barnanna. Börnin sungu nokkur lög en það er sennilega ekki á hverjum degi sem svona mörg ung börn syngja saman í kór. „Við erum með gesti úr vinabæjunum okk- ar í Svíþjóð, Danmörku, Álandseyjum og Færeyjum. Fólkið var svo hrifið að sjá þetta og sagðist aldrei myndu gleyma þessum at- burði,“ segir Hansína. Í tilefni af afmælinu samþykkti bæjarstjórn á hátíðarfundi tillögu um byggingu æskulýðs- og tómstundahúss og miðstöðvar fyrir kynn- ingarstarf Kópavogsbæjar. Hansína segir að húsið sé einkum ætlað starfsemi fyrir ung- menni, sextán ára og eldri. „Unga fólkið mun móta þetta að miklu leyti en ég geri ráð fyrir að þetta verði mikið listatengt,“ segir Hans- ína en ungmenningarhúsið á að rísa gegnt Gerðarsafni. Hansína segir að framtíð Kópavogs sé björt. „Þetta er afskaplega skemmtilegur bær og hann er svo geysilega vel staðsettur,“ segir Hansína. Yngstu Kópavogsbúarnir sungu í kór á afmælisdaginn Morgunblaðið/Eyþór Fjölmennur kór Börnin báru höfuðklúta í mismunandi litum eftir leikskólum. Æskulýðs- og tóm- stundahús verður byggt gegnt Gerðarsafni HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Austurland | Í gær úthlutaði Menningarráð Austurlands 20,6 milljónum króna til menn- ingarstarfs á Austurlandi. Er þetta í fimmta sinn sem út- hlutað er styrkjum skv. sam- starfssamningi menntamála- ráðuneytis, samgönguráðu- neytis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningar- mál. Austurland er eini fjórð- ungurinn með slíkan samning við ríkið, en tilgangur hans er að efla menningarstarf á Aust- urlandi og beina stuðningi rík- is og sveitarfélaga í fjórðungn- um við slíkt starf í einn farveg. Hæsti styrkurinn í ár var 1,6 milljónir króna en sá lægsti 100 þúsund krónur. Alls bárust ráðinu styrkbeiðnir til 95 verkefna. Umsækjendur kostnaðarmátu verkefnin í heild sinni á um 173 milljónir króna. Alls var sótt um styrki að upphæð tæplega 47 milljónir. 51 styrkur var veittur samtals að upphæð kr. 20,6 milljónir króna- .Hæsta styrkinn, 1,6 milljónir króna, hlaut Vopnafjarðarhreppur í menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi, skáldakvöld, myndlistarsýning Tolla o.fl. Safnastofnun Fjarðabyggðar fékk 1,2 milljónir til sýning- arhalds í Hafnarhúsinu í Neskaupstað o.fl. 1,1 milljón er veitt til 10 ára afmælis listahá- tíðarinnar Á Seyði á Seyðisfirði, annað eins til LungA, listahátíðar ungs fólks á Austur- landi og Norskra daga. Þórbergssetur fékk milljón króna, sem og Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórn- andi Listahátíðar í Reykjavík, opnaði við sama tækifæri vefinn www.timirymi.is, sem fjallar um samtímamyndlist og er hann til- einkaður myndlistarþætti Listahátíðar 2005. Að þeirri hátíð lokinni mun hann taka við hlutverki menningarvefjar fyrir Austurland. „Það sem gerir okkur auðvelt fyrir þegar við erum í samstarfi við þennan landshluta er hið mikla og faglega starf sem hér hefur verið unnið,“ sagði Þórunn m.a. í ávarpi. Timirymi.is er hannaður af Ölmu Árnadótt- ur og unninn af Galdri á Hornafirði. Menningarráð fékk 95 umsóknir um styrki Rúmum 20 milljón- um úthlutað til menningarverkefna Úthlutað til menningar Signý Ormarsdóttir, menningar- fulltrúi Austurlands, afhendir Sigríði Dóru Sverrisdóttur, formanni menningarnefndar Vopnafjarðar, og Magnúsi Má Þorvaldssyni hæsta styrk ársins. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Stækkun á hóteli | Fosshótel á Reyðarfirði hyggst stækka hótelbygginguna um 30 her- bergi með nýrri tveggja hæða byggingu til vesturs frá núverandi byggingu. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að auka megi við hótelið um 30 herbergi þar til viðbótar. Byggja þarf nýju álmuna á lóð milli hótels- ins og heilsugæslubyggingar, enda er lóð hót- elsins sjálfs of knöpp fyrir viðbyggingu. Tutt- ugu herbergi eru á Fosshóteli á Reyðarfirði. Tafir við sjúkrahús | Framkvæmdir við stækkun og endurbygginu Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað tefjast í það minnsta fram á sumar. Boðum í verkið, sem var áætl- að að kostaði um 180 milljónir króna, hefur öllum verið hafnað af Framkvæmdasýslu rík- isins, en lægsta tilboð sem barst nam 247 milljónum króna. Þetta er í annað skipti sem verkið er boðið út. Er Framkvæmdasýslan í viðræðum við verktaka um hvernig lækka megi verkkostnað og mun miðað við að kostnaður geti orðið um 220 milljónir króna þegar upp er staðið. Verði endurnýjuð tilboð þar í námunda er líklegt að semja megi um verkið í mánuðinum og hefjast handa fljót- lega eftir það. Neskaupstaður | Unga kynslóðin tekur þátt í að móta kaffihúsamenninguna eins og aðrir. Þessir ungu drengir, Jón Björn Birkisson (t.h.) og Guðmundur Hafsteinsson, voru nið- ursokknir í spilamennsku á kaffihúsinu Nesbæ í Neskaupstað þegar fréttaritara bar að. Spilið sem þeir spiluðu heitir „Júgíó“ eða Yu-Gi-Oh! Inn á milli gæddu þeir sér á mat og drykk sem kaffihúsið hefur upp á að bjóða. „Við erum ekki búin að spila hér oft – kannski bara einu sinni?“ sagði Jón Björn sem varla gaf sér tíma til að líta upp úr spilamennskunni. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Júgíó á kaffihúsinu Laugarneshverfi | Pólitískur vilji er fyrir því að selja lóð Strætó bs. við Kirkjusand og finna Strætó nýjan stað annars staðar í borgarland- inu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri. Líklegt er að af flutningum geti orðið á þessu ári, þó enn sé ekki búið að ákveða fyrir víst hvert fyrirtækið flytjist. „Það er ekki búið að taka formlega ákvörðun um þetta, en það hefur staðið til lengi að flytja Strætó og í framhaldi af því selja lóðina,“ segir Steinunn. Hún segir að einkum sé áhugi fyrir því að koma Strætó fyrir á lóð í Höfðahverfi, á milli Breiðhöfða og Þórðarhöfða, en á þeirri lóð hefur Vélamiðstöðin verið með aðstöðu. „Það er auðvitað verið að skoðað aðra staði líka, en þetta er staður sem hentar Strætó að mörgu leyti vel.“ Ef allt gengur að óskum segir Steinunn Val- dís vel hugsanlegt að Strætó flytji í ár, og í fram- haldinu verði lóðin seld. Hún segist sjá þar mikla möguleika, trúlega skrifstofuhúsnæði næst Sæbraut, en íbúðahús nær Laugarnesvegi. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að umræða um þetta sé ekki ný af nál- inni. „Við höfum um langt skeið bent á þessa lóð [í Höfðahverfinu], sem gæti verið ákjósanlegur kostur fyrir okkur.“ Vilji fyrir því að selja lóð Strætó bs. við Kirkjusand Fundinn nýr staður í borginni ♦♦♦ Djúpivogur | Leikfélag Djúpavogs frumsýndi nýlega leikverkið Með veröldina í vasanum eftir Hallgrím Oddson. Þetta er þriðja verkið sem leikfélagið setur upp síðan það var stofn- að árið 2002. Höfundur leikstýrði og samdi tónlistina í samvinnu við Svavar Sigurðsson, skólastjóra Tónskóla Djúpavogs. Leikritið gerist í fjölbýlishúsi í Reykjavík og fjallar um nokkrar konur sem eiga það eitt sameig- inlegt að búa í sama húsi. Þær eru ólíkar en þegar óvæntur atburður á sér stað þurfa þær að leysa málið í sameiningu. Uppfærslan þótti vel heppnuð, leikendur stóðu sig vel og tónlistin féll vel inn í verkið. Stefnt er að því að setja sýninguna upp á fleiri stöðum á Austurlandi á næstu vikum. Með veröldina í vasanum Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Dramadrottningar á sviði F.v. Helga Björk Arnardóttir, Snædís Ósk Guðjónsdóttir, Sæ- rún Jónsdóttir, Silvia Hromádko og Hallveig Ingimarsdóttir. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.