Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF Ólíkt því sem margur heldurþá hafa unglingar mjöggaman af samvistum viðeldra fólk. Þetta hefur í það minnsta sannast í Gerðubergi þar sem krakkar úr tólf ára bekkjum þriggja grunnskóla í Breiðholti koma saman í hverjum mánuði yfir vetrartímann til að spila félagsvist við eldri borgara. Spilamennskan er hluti af verkefni sem heitir Kynslóð- ir saman í Breiðholti en að því standa Félagsstarf Gerðubergs og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Skól- arnir sem taka þátt í þessu samstarfi eru Fellaskóli, Hólabrekkuskóli og Seljaskóli, en Ártúnsskóli hefur einnig verið með í verkefninu undan- farið en þátttaka þess skóla er bund- in einstökum atburðum. Guðrún Jónsdóttir forstöðukona félags- starfsins í Gerðubergi segir verk- efnið hafa staðið undanfarin fimm ár og gefið mjög góða raun. „Þetta er frábær leið til að brúa kynslóðabilið því börn hafa í dag alltof lítil kynni af þeim þroska og þeirri visku sem árin hafa fært eldri borgurum.“ Styrkir gildismat og dómgreind Unglingarnir koma á skólatíma í Gerðuberg til að spila og er það hluti af námi þeirra í lífsleikni. Þau hlakka alltaf mikið til og sleppa jafn- vel öðru skipulegu tómstundastarfi fyrir þessar samverustundir. „Kenn- arar þessara krakka segja að það sé mjög gaman að heyra þau í skólan- um segja frá samtölum sínum við spilaborðið og hvers þau verða vísari um líf þeirra sem eldri eru. Ég veit dæmi um dreng sem stóð höllum fæti félagslega en blómstraði í þessu samstarfi og þetta breytti miklu í hans lífi. Gamla fólkið hefur sérlega gaman að því að spila við unga fólkið og það gefur þeim lífsfyllingu að finna til nytsemdar og félagsskapar. Þarna er gullið tækifæri fyrir krakk- ana til að fræðast af hinum eldri og þau styrkja eigið gildismat og dóm- greind með því að tengja gamla reynslu við nýja,“ segir Guðrún og bætir við að þessir sömu krakkar taki einnig þátt í sameiginlegri fræðsluferð um borgina sem og í menningardögum á vorin með dansi, upplestri og öðru. Kurteis og skemmtileg Krakkarnir sem sátu þetta sinnið við spilaborðin voru einbeitt og létu engan komast upp með að svindla eða svíkja lit. Keppnisskapið var þó nokkuð enda veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna. Aðspurð sögðust þau hafa mjög gaman af því að spila félagsvist og þetta hefði orð- ið til þess að þau væru líka með spilakvöld í skólanum hjá sér. „Það er rosalega gaman að spila við gamla fólkið og við erum reyndar sum orð- in miklu betri en þau og mölum þau stundum,“ segja þau hress með sína frammistöðu. Ein þeirra eldri kvenna sem var að spila við krakkana sagði að mörg þeirra hafi ekki kunnað að spila þeg- ar þau byrjuðu. „En þau eru svaka- lega fljót að læra og taka miklum framförum og nú eru þau orðin mjög flink og það er virkilega gaman að spila við þau. Þau eru kurteis og skemmtileg og okkur líður vel með þeim.“ Það var óspart sprellað á báða bóga við þetta borð.  FÉLAGSSTARF | Kynslóðir spila saman í Breiðholti Ungur nemur, gamall temur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Golli Krakkarnir þiggja aðstoð hinna eldri þegar greiða þarf úr ýmiskonar vandamálum sem koma stundum upp í spilamennskunni. ÁFENGI hefur löngum verið tal- ið hafa mikil áhrif á samskipti kynjanna, hömlur geta minnkað og kynhvöt aukist. Á vefnum for- skning.no er haft eftir vísinda- tímaritinu Nature að hugsunin um áfengi geti jafnvel haft sömu áhrif. Könnun á 82 karlkyns há- skólanemum leiddi í ljós að tal um áfengi jók áhuga þeirra á hinu kyninu. Ronald Friedman og sam- starfsmenn hans við Háskólann í Missouri lögðu spurningalista fyrir karlana um viðhorf þeirra til áfengis og áhrifa þess á kyn- hvötina. Mánuði síðar tóku þeir þátt í tilraun þar sem þeir sátu fyrir framan tölvuskjái þar sem orð og bókstafir flögruðu yfir. Hugtökin voru ýmist orð yfir áfengi eins og bjór, viskí og martini eða annað eins og smoothie, espresso og ís. Orðin runnu hratt hjá svo meðvitundin náði ekki að vinna úr þeim en undirmeðvitundin gerði það, samkvæmt vísindamönnunum. Mennirnir áttu síðan að skoða myndir af konum og segja til um hversu aðlaðandi þær væru. Þeim sem voru þeirrar skoðunar að áfengi yki kynhvötina, fannst konurnar fallegri eftir að hafa séð orðin og drógu vísindamenn- irnir þær ályktanir að væntingar gætu haft áhrif á upplifunina. Þeir kalla á frekari rannsóknir á því hvar hugsunin endar og efna- skiptin taka við. Áfengi og kynhvöt  KÖNNUN Garðtraktorar 12,5 HP - 17 HP Sláttubreidd 76 cm - 107 cm REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 - thor.is GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN Garðsláttuvélar Enskur eðalgripur 3ja hraða, 5 HP 56 cm sláttubreidd 88 L grasjafnari Garðsláttuvél Þýskur gæðingur 2ja hraða, 5,5 HP Allgjör draumur í slætti Garðsláttuvélar Þær mest seldu 3,5 HP - 6 HP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.