Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 17 ERLENT Landbúna›arháskóli Íslands starfar á svi›i hagn‡trar náttúrufræ›i. Megin vi›fangsefni hans er n‡ting og verndun náttúruau›linda á landi. Umsóknarfrestur um nám vi› LBHÍ er til 10. júní firjár námsbrautir til BS prófs Búvísindi Áhersla á undirstö›ugreinar í efnafræ›i, jar›vegsfræ›i og líffræ›i og sérhæf›ar greinar nytjajurta- og búfjárgreina auk rekstrar- og tæknigreina. Námi› gefur gó›an grundvöll fyrir rá›gjafastörf, kennslu og rannsóknir auk búrekstrar. Náttúru- og umhverfisfræ›i Vi›fangsefni› er náttúra Íslands, áhrif mannsins á hana og náttúruvernd. Námi› felur í sér mikinn sveigjanleika í vali, en hefur fló sameiginlegan grunn. fia› n‡tist vel fyrir margvísleg störf a› umhverfismálum, landn‡tingu, landgræ›slu og skógrækt. Umhverfisskipulag Námsgreinum á svi›um náttúruvísinda, skipulags, tækni og hönnunar er hér flétta› saman og megináhersla er lög› á samspil náttúru, manns og forma. Námi› gefur gó›a undirstö›u til fekara náms í landslagsarkitektúr, skipulagsfræ›i, umhverfisfræ›i og tengdum greinum. Almenn inntökuskilyr›i - fia› sama gildir um allar námsbrautirnar a› umsækjandi flarf a› hafa loki› stúdentsprófi e›a ö›ru jafngildu framhaldsskólaprófi. Námi› tekur a› lágmarki flrjú ár til BS prófs (90 einingar). A›sta›a til náms A›setur háskólanáms LBHÍ er á Hvanneyri í Borgarfir›i. fiar hefur á undanförnum árum risi› myndarlegt háskólaflorp, me› nemendagör›um flar sem í eru bæ›i einstaklingsherbergi og fjölskylduíbú›ir. Leikskóli, grunnskóli og verslun eru á sta›num. Landbúna›arháskóli Íslands A›alstö›var: Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland Sími: 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Lj ós m yn d : A u› ur Sv ei ns d ót tir – H ön nu n: N æ st EFTIR meira en 3.300 ár getum við aftur horfst í augu við Tutankamon, einn frægasta konung Forn-Egypta. Er ástæðan sú, að vís- indamenn hafa endurgert andlit hans, gert af því líkan, sem sýnir nokkuð nákvæmlega hvernig hann leit út í lifanda lífi. Þrír hópar vísindamanna, franskur, egypsk- ur og bandarískur, unnu að þessu verki, hver í sínu lagi, og var útkoman nokkurn veginn sú sama hjá þeim öllum. Franski og egypski hóp- urinn vissu af hverjum hauskúpan var en sá bandaríski ekki að því er fram kemur á frétta- vef BBC, breska ríkisútvarpsins. Líkanið af höfði Tutankamons sýnir ungan mann með dálítið bústnar kinnar og ávala höku. Minnir það verulega á grímuna, sem var á höfði múmíunnar þegar hún fannst árið 1922 og einnig á aðrar fornar myndir af konung- inum unga. Líklega ekki myrtur Zahi Hawass, yfirmaður fornleifarannsókna í Egyptalandi, segir, að andlitið minni mjög á forna og fræga mynd af Tutankamon sem barni en á henni er hann sýndur sem sólarguð- inn í krónu lótusblóms. Segir hann, að nið- urstaða allra hópanna hafi að mestu verið sam- hljóða en þó munað dálitlu á nefi og eyrum. Út frá andlitinu álykta vísindamennirnir, að Tutankamon hafi verið grannvaxinn og telja ólíklegt, að hann hafi verið myrtur eins og áð- ur var talið en hann var 19 ára er hann lést 1352 f.Kr. Nú er talið sennilegra, að fótbrot og afleiðingar þess hafi leitt hann til dauða. Endurvakti hann fjölgyðistrúna? Lítið er vitað um tíu ára valdaferil Tutan- kamons en hann tók við af Akhenaten, sem kastaði gömlu guðunum fyrir róða og reyndi að koma á eingyðistrú í Egyptalandi. Kenn- ingin um, að Tutankamon hefði verið myrtur studdist meðal annars við getgátur um, að honum hefði verið banað í hefndarskyni fyrir að koma aftur á fjölgyðistrú. Augliti til auglitis við Tutankamon AP Til vinstri er endurgerð mynd út frá höfuðbeinum Tutankamons en sú til hægri er ævaforn egypsk höfuðmynd af honum. Vísindamönnunum hefur augljóslega tekist vel upp.  Meira á mbl.is/ítarefni Genf. AFP. | Áætlað er að rúmlega 12,3 milljónum manna hafi verið þröngvað til nauðungarvinnu í heim- inum samkvæmt skýrslu sem Al- þjóðavinnumálastofnunin (ILO) birti í gær. Talið er að árlegur hagnaður þeirra, sem hirða arðinn af nauðung- arvinnunni, nemi 32 milljörðum doll- ara, sem samsvarar 2.000 milljörðum króna. Alþjóðavinnumálastofnunin segir að nauðungarvinna, sem lýst hefur verið sem „þrælahaldi nútímans“, sé algengust í fátækum löndum Asíu en eigi sér stað í „nær öllum löndum og í hvers konar hagkerfum“. Um 56% þeirra sem eru í nauð- ungarvinnu eru konur eða börn. Áætlað er að 40–50% þeirra séu und- ir átján ára aldri. Um fimmtungur þeirra sem þröngvað er til nauðungarvinnu, eða minnst 2,4 milljónir manna, eru fórn- arlömb mansals, að sögn Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar. Margar kvennanna og stúlknanna hafa verið hnepptar í kynlífsánauð. Stofnunin rakti nauðungarvinnu meðal annars til hnattvæðingar og hvatti til alþjóðlegs átaks gegn vandamálinu. „Til að tryggja sann- gjarna hnattvæðingu og mannsæm- andi vinnu fyrir alla þarf að uppræta nauðungarvinnu,“ sagði Juan So- mavia, framkvæmdastjóri Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar. Samkvæmt skilgreiningu ILO merkir hugtakið „nauðungar- eða skylduvinna“ alla vinnu eða þjónustu sem krafist er af fólki með hótun um einhvers konar refsingu og fólkið hefur ekki gefið sig sjálfviljugt fram til þess að inna af hendi. ILO segir að stærsta vandamálið í tengslum við nauðungarvinnu í Asíu felist í því að fátækt fólk lendi í skuldagildru, neyðist til að vinna fyr- ir lánardrottna sína til að endur- greiða lán. Milljónir manna í nauðungarvinnu 4   "   !  %  ! )  & &   !    %&   .,5*  )  !  & %( &   &  !6   &  !    ) " "                               ! .,6*$$6$$$    "   ! ,6#7$6$$$ #      $%&    '   (    1& 8 *-$6$$$ 2' ' 8 ,.$6$$$  9  !  6 :6#:$6$$$ )6  9 !  6 .6*,$6$$$ /;  6 9 2; ,-$6$$$  ! --$6$$$ < (  )    &   !" # # $#%# &'( )# (#!  ('(**(  +,&# $#%# &##,##  # #%#   $( # '#%# - = ,6$$$    -> 6, $$ $) *+ %% ,% *% %% )% *, +- $* )+ ) -, $ )* +. % )/ % $* )- % ,0 *$ %% ,% *% %% -+ *% %%   ! 123 Meira á mbl.is/ítarefni París. AFP. | Einfaldar ráðleggingar um næringu, sem veittar eru for- eldrum barna í fátækum löndum, geta valdið því að tíðni vanþrifa eða vaxtarkyrkings hjá börnunum snarminnki. Gerð var samanburð- artilraun í Perú með þátttöku 380 mæðra og fékk helmingurinn ráð um rétta næringu ungbarna en hinn ekki og kom í ljós að fáfræði reyndist valda miklu um vanþrifin. Mæðrunum var kennt að láta smábörn fá, auk brjóstamjólk- urinnar, grænmetis- eða korn- stöppu í hvert mál og lögð áhersla á einfalt og auðskilið orðalag. Einnig þyrftu þau að fá öðru hverju egg, fisk eða kjúklingalifur til að tryggja þeim prótín og önnur grundvallarfæðuefni. Tíðni van- þrifa hjá börnum mæðra, sem fengu þessi ráð, var aðeins um þriðjungur þess sem hún var meðal hinna sem engin ráð fengu. Sagt var frá þessu í tímaritinu Lancet og bent á að vannæring væri talin eiga sök á allt að helmingi allra dauðs- falla meðal barna í heiminum. Fáfræði veldur vanþrifum barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.