Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Byggð á metsölubók Clive Cussler 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Ó.H.T Rás 2 Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (ThePianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.45 - 8 - 10.15 The Jacket kl. 5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 8 og 10.30 Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14 Napoleon Dynamite kl. 8 Vera Drake kl. 10 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. Algjör bíósmellur bæði í USA og á Bretlandi. l j í ll i í l i  S.V. MBL Kvikmyndir.is  DV  Rómantísk gamanmynd með debra messinger úr will og grace þáttunum Heilagasta trúarhátíð þeirrasem tilbiðja kvikmynda-listina hófst í gær með til- heyrandi helgiathöfnum í Cannes í Frakklandi; sýningu á opn- unarmyndinni, kynningu á dóm- nefnd og almennu fjölmiðlafári og stjörnufans. Reyndar var glansinn yfir opn- uninni í ár ekki nándar nærri því eins mikill og oft áður, sem skrif- ast aðallega á það að opn- unarmyndin, franska myndin Læmingi (Lemming), reyndist ekki eins aðgengileg og stjörnum prýdd og opnunarmyndir síðustu ára. Þar er nefnilega á ferð myrk- ur sálfræðitryllir með gráglettn- um undirtóni eftir Dominik Moll, sem gat sér gott orð um heim all- an fyrir síðustu mynd sína Harry, un ami qui vous veut du bien, sem segja má að hafi slegið í gegn eft- ir að hafa verið frumsýnd á Cannes-hátíðinni árið 2000. Talað er um að með Lemming hafi verið ansi djarflega valið; því myndin er ekki einasta býsna þungmelt held- ur skortir hana eiginlegar alþjóð- legar stórstjörnur kvikmyndanna. Reyndar eru aðalleikararnir fjór- ar stórstjörnur í heimalandinu og vel kunnir meðal þeirra sem að- hyllast það sem stundum er kallað listrænar kvikmyndir.    Charlotte Rampling er þeirrakunnust en líkt og Andre Dussolier þá á hún að baki langan og farsælan feril. Charlotte Gainsbourg er orðin kunnari fyrir annað og meira en að vera bara dóttir Serge Gainsbourg og Jane Birkin því hún hefur leikið í á þriðja tug kvikmynda og leikur m.a. í væntanlegum myndum eftir Michel Gondry og Todd Haynes. Þá er Laurent Lucas einn af eft- irsóttustu leikurum Frakka um þessar myndir og er líklega kunn- astur fyrir að hafa leikið aðal- hlutverk í Harry, un ami qui vous veut du bien. Hér er á ferð margslungin, dul- arfull og um margt spennandi mynd sem á hraða snigilsins tekur ótrúlega margar ófyrirsjáanlegar og óræðnar beygjur. Myndin segir frá ungum efnilegum verkfræð- ingi sem allt virðist ganga í hag- inn. Hann á unga fallega eig- inkonu sem styður við bakið á honum, þau eiga nýtt hús í góðu rólegu hverfi, allt gengur að ósk- um í vinnunni og hann virðist í sérstöku uppáhaldi hjá yfirmanni sínum. Svo miklu að yfirmaðurinn býður sér og eiginkonunni í mat til hjónanna ungu. Við borðhaldið sýður upp úr milli yfirmannsins og eiginkonu hans og þau hrökkl- ast á brott, hinum ungu hjónum til mikillar undrunar. Sama dag stíflast vaskurinn og ungi verk- fræðingurinn finnur þar í píp- unum lítið nagdýr sem við nánari grennslan reynist vera læmingi, dýr sem hvergi er að finna annars staðar en norðarlega í Skandinav- íu. Þar með er hafin stjórnlaus og ófyrirsjáanleg atburðarás sem á eftir að hafa veruleg áhrif á líf hins unga verkfræðings sem taldi sig hafa allt á hreinu. „Það heillaði mig að gera mynd um mann í fullkomnu jafnvægi, mann með fulla stjórn á lífi sínu, að hann heldur, sem síðan missir algjörlega fótanna án þess að hann hafi hugmynd um hvers vegna. Að steypa manni rök- hyggjunnar inn í fullkomlega órökrétta atburðarás,“ sagði leik- stjórinn Moll við blaðamenn að lokinni blaðamannasýningunni í gærmorgun. Viðtökur blaða- manna við myndinni voru álíka óræðnar og myndin sjálf, ómögu- legt að sjá hversu vel þessi um margt áhugaverða mynd féll al- mennt í kramið. En svo mikið er víst að hún mun ekki draga eins mikla athygli að hátíðinni sjálfri og m.a. Moulin Rouge gerði 2001. Þessar tvær myndir eiga það reyndar sameiginlegt að vera í hópi fárra opnunarmynda sem einnig eru með í keppni um Gull- Mekka kvikmyndalistarinnar ’Það er nefnilega þann-ig að þótt sú göfuga hugsun eigi að vera við lýði að þjóðernið eigi ekki að skipta máli þeg- ar kvikmyndalistin er annars vegar þá virkar kvikmyndahátíð stund- um eins og íþróttakapp- mót – og getur hátíðin í Cannes þá vart verið minna en Ólympíu- leikarnir.‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson skrifar frá Cannes Ljósmynd/Halldór Kolbeins Mexíkóska leikkonan Salma Hayek. Þúsundir ljósmyndara vaka yfir hverju skrefi stærstu stjarnanna. Charlotte Rampling, einn aðalleikarinn í Lemming, en sú mynd var opn- unarmynd hátíðarinnar.  Bashing (Japan). Eftir Masahiro Kobayashi.  Battle in the Sky (Mexíkó). Eftir Carlos Reygadas.  The Best of our Times (Taívan–Japan). Eftir Hou Hsiao–Hsien.  Broken Flowers (Frakkland–Bandaríkin). Eftir Jim Jarmusch.  Cache (Frakkland–Austurríki–Þýskaland–Ítalía). Eftir Michael Haneke.  Conte de Cinema (Suður Kórea). Eftir Hong Sang–soo.  Don’t Come Knockin’ (Þýskaland–Frakkland). Eftir Wim Wenders.  Election (Hong Kong). Eftir Johnny To.  L’Enfant (Belgía). Eftir Jean–Pierre Dardenne og Luc Dardenne.  Free Zone (Ísrael–Belgía). Eftir Amos Gitai.  A History of Violence (Bandaríkin–Kanada). Eftir David Cronenberg.  Keuk Jang Jeon (Tale of cinema) (Suður Kórea). Eftir Hong Sangsoo.  Kilometre Zero (Írak). Eftir Hiner Saleem.  Last Days (Bandaríkin). Eftir Gus Van Sant.  Lemming (Frakkland). Eftir Dominik Moll.  Manderlay (Danmörk–Svíþjóð–Holland). Eftir Lars Von Trier.  Peindre ou Faire L’Amour (Frakkland). Eftir Arnaud Larrieu og Jean–Marie Larrieu.  Quando Sei Nato Non Puoi Piu Nasconderti (Ítalía). Eftir Marco Tullio Giordana.  Shanghai Dreams (Kína). Eftir Wang Xiaoshuai.  Sin City (Bandaríkin). Eftir Frank Miller og –Robert Rodriguez.  The Three Burials of Melquiades Estrada (Bandaríkin). Eftir Tommy Lee Jones.  Where the Truth Lies (Kanada). Eftir Atom Egoyan. Aðalkeppnin í Cannes 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.