Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 41 DAGBÓK ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræðinga er í dag, 12. maí, á afmælisdegi Florence Nightingale. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er með fund í tilefni dagsins en yfirskrift hans er: Fölsuð lyf geta valdið örkumli og dauða. Ásta Möller, varaformaður Al- þjóðasambands hjúkrunarfræðinga, segir að um- ræðuefnið sé valið með það í huga að vekja athygli á því að eitt af hverjum tíu lyfjum sem seld eru í heiminum eru talin vera föls- uð. „Lyfin hafa ekki þá virkni sem þau eiga að hafa samkvæmt frumframleiðanda,“ segir Ásta um lyfin. „Jafnvel er talið að allt upp í 25% af lyfjum sem eru í umferð í vanþróuðu löndunum séu fölsuð lyf.“ En hvaða afleiðingar getur þetta haft fyrir þá einstaklinga sem taka inn fölsuð lyf? „Þetta skiptir miklu máli og það hefur áhrif á heilsu fólks að taka inn röng lyf. Rannsóknir hafa sýnt það að 50–60% af þessum fölsuðu lyfjum hafa engin virk efni. Það getur líka verið að lyfin hafi of lítið af virkum efnum eða röng virk efni eða þetta eru óhrein efni og jafnvel verið skaðleg,“ svarar Ásta. Hún segir enn frekar að þetta geti verið sérstaklega slæmt þegar viðfangsefnið er til dæmis sýkingar og getur valdið lyfjaónæmi, lengdu sjúkdómsferli og jafnvel dauða. Vandamálið er að sögn Ástu helst þar sem að- gengi að lyfjum er erfitt, þar sem fólk hefur minna á milli handanna og eftirliti með lyfjum er ábótavant. Sala á fölsuðum lyfjum er vaxandi vandamál í vestrænum ríkjum þar sem int- ernetið hefur mikil áhrif. Kaup og sala lyfja á Net- inu er alltaf að aukast og gylliboð berast notendum Netsins nánast daglega. Ásta varar við þessum boðum: „Mesta hættan er í gegnum þessar kaupleiðir. Fólk hefur enga tryggingu fyrir því að þetta séu virk lyf en mest er um að hormónar, sterar og rislyf séu keypt gegnum Netið og er hættulegast gagn- vart Vesturlöndum.“ Besta ráðið til að sporna við þessari þróun, að mati Ástu, er að vekja athygli á vandamálinu og upplýsa almenning um hætturnar við að kaupa lyf á þennan hátt. „Hér heima erum við með mjög virkt eftirlitskerfi,“ segir Ásta og heldur áfram: „Helsta hættan fyrir okkur eru kaup á Netinu og kaup á lyfjum í lausasölu utan viðurkenndra lyfjabúða og erlendis, en á Íslandi teljum við okkur vera nokkuð örugg. Eftirlit er gott og í apótekum er vel menntað fólk og strangar kröfur eru gerðar til lyfjainnflytjenda.“ Fundir um fölsun lyfja fara fram í dag í mörgum löndum fyrir tilstuðlan Alþjóðasambands hjúkr- unarfræðinga. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20 í kvöld á Grand hóteli. Aðgangur er ókeypis. Fundur | Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fölsuð lyf geta valdið dauða  Ásta Möller er fædd í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976. Hún er með B.Sc.-próf í hjúkr- unarfræði og stundar meistaranám í opin- berri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ásta hefur verið stunda- kennari við HÍ og HA frá 1981. Hún sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1999–2003 og hefur verið varaþingmaður í Reykjavík norður frá 2003. Ásta er varaformaður alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga. Hún er gift Hauki Þór Haukssyni og er þriggja barna móðir. 60 ÁRA afmæli. Sigurður Björg-vinsson, vélfræðingur, Skarði, Gnúpverja- og Skeiðahreppi, verður sextugur 12. maí. Sigurður tekur á móti vinum og velunnurum á heimili sínu í Skarði laugardaginn 25. júní næstkomandi. Allir vinir og sam- ferðamenn velkomnir og hefst veislan kl. 16. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Misheppnaðar myndasögur FYRIR nokkru var myndasögum Moggans breytt. Ég veit ekki hver átti hugmyndina að því, en t.d. dýra- glensi var hent út, sem var frábær sería og Ferdinand. Hann var þó settur inn aftur eftir mótmæli. Í staðinn fáum við einhverjar risaeðlu- sögur, sem eru svo sem ágætar en það hefur viljað brenna við að sama myndasyrpan kemur aftur og það er ekki nógu gott. Síðan er það Litli Svalur sem er alger hörmung og Mogginn ætti að sjá sóma sinn í að taka út. Húmorinn þar gengur nefni- lega fyrst og fremst út á það að kíkja á fáklætt kvenfólk og fleira í þeim dúr. Er þetta eitthvað til að bjóða upp á? Mér finnst þetta vera alger- lega úr takti við húmor árið 2005 og móðgun við a.m.k. helming þjóð- arinnar. Myndasöguunnandi. Góðar greinar ÉG LAS góða grein eftir Hafstein Engilbertsson í Morgunblaðinu hinn 7. maí sl. Ég hvet foreldra til þess að lesa þessa grein. Á dögunum las ég líka góða grein eftir Árna Helgason. Greinarnar sem Elísabet Jökuls- dóttir skrifar í Moggann eru mjög skemmtilegar. Takk fyrir. Ein þakklát. Netauglýsingar ÉG ER mjög hissa á hversu margar auglýsingar eru á vef mbl.is. Ég hugsa að það séu hátt í 11 auglýs- ingar á forsíðunni. Væri fínt ef þær væru ekki allar blikkandi í sífellu en þær eru það því miður. Í dag kíkti ég á forsíðuna til að lesa helstu fréttir, kemur þá ekki fljúgandi yfir skjáinn einhver flugvél og einhver risaaug- lýsing frá ónefndri hjálparstofnun. Mér finnst varla hægt að lesa fréttir þarna lengur. Visir.is er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér en ég mun að öll- um líkindum frekar skoða þann vef þar sem auglýsingar eru ekki nærri því eins áberandi. Einnig vil ég benda á bréf hingað frá manni sem var hissa á þjónustuveri Símans. Ég hef lent oft í miklum erfiðleikum með internetþjónustuna hjá þeim og því nokkuð oft þurft að hringja inn, aldrei verið númer minna en 15. Bið oft upp í fjörutíu mínútur. Síðan er manni gefið samband eitthvert ann- að og þá er önnur eins röð. Netverji. Stærri draumaráðningabók ÉG VIL taka undir með konunni sem fyrir dálitlu spurði hvort Stein- unn Eyjólfsdóttir gæti ekki skrifað stærri og viðameiri draumaráðn- ingabók. En það kom út lítil drauma- ráðningabók eftir hana 1988. Ásta Jónsdóttir. Rauðhólar/Elliðavatn ÞAÐ vekur furðu mína að það skuli ekki löngu búið að malbika þennan stutta vegarspotta að vatninu. Stundum er vegurinn eins og mal- artroðningur. Kippið þessu í liðinn, borgaryfirvöld. Ingi Stein. Leiðinlegt umtal MÉR finnst leiðinlegt að hlusta á að við öryrkjar séum alltaf að reyna að svindla á kerfinu. Það er kannski skiljanlegt að fólk haldi þetta, vegna þess að við megum ekkert vinna, þá skerðast bætur okkar. En það er enginn öryrki sér til gamans. Laufey Elsa Sóleyjardóttir. Góðir Evróvisjón-þættir MIG langar að vekja athygli á hversu feiknavel norrænu sjón- varpsþættirnir um Evróvisjónlögin í komandi keppni eru þýddir, ég veit ekki hver þýðir þá en sá á heiður skilinn fyrir vel unnið verk og ríkan orðaforða á íslensku. Gaman væri ef fleiri slíkir fyndust. Þessir þættir eru mjög skemmti- legir og því er fengur að því hve vel tekst til um þýðinguna. Kristín. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fagmennska í fyrirrúmi Góð slemma. Norður ♠G93 ♥Á873 ♦ÁDG4 ♣K6 Vestur Austur ♠KD1064 ♠875 ♥6 ♥DG4 ♦10753 ♦92 ♣G74 ♣D10952 Suður ♠Á2 ♥K10952 ♦K86 ♣Á83 Suður spilar sex hjörtu og fær út spaðakóng. Hvernig er best að spila? Slemman er nánast skotheld með öðru útspili, því þá vinnst tími til að henda spaða heima í fjórða tígulinn. Með spaða út þarf trompið að skila sér eða sá með tromplengdina að fylgja minnst þrisvar í tígul. En legan er óhagstæð – austur á DGx í trompi og aðeins tvílit í tígli. Hann getur því stungið í þriðja tígulinn og tryggt vörninni slag á spaða. Þetta er sem sagt eitt af þeim mörgu spilum sem er dæmt til að tapast með bestu vörn. En sagnhafi getur gert sitt besta til að fyrirbyggja bestu vörn með því að tímasetja tígulíferðina nákvæmt. Hann spilar þannig: Drepur spaða- kóng með ás, tekur hjartaás og kóng, spilar svo smáum tígli að blindum og „svínar“ drottningunni. Tekur tígulás og spilar fjarkanum eins og hann hyggist trompa tígul næst. Hver veit – kannski sefur austur á verðinum og hendir í slaginn. Þá fær suður slaginn á tígulkóng, fer inn í borð á laufkóng og hendir spaðatvisti niður í tíg- ulgosa. Auðvitað ætti austur ekki að láta blekkjast, en það kostar ekkert að leggja stöðuna á hann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Með vor í sinni ogsöng í hjarta fagnar Þuríður Baxter, söngkona og skrifstofustjóri hjá STEF, 60 ára afmæli sínu í dag, 12. maí. FÖSTUDAGINN 13. maí verður aukasýning í Austurbæ á gam- anleikritinu Vodkakúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í leikstjórn Gunnars Inga Gunn- steinssonar. Gamanleikararnir Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon leika öll hlut- verkin í verkinu. Vodkakúrinn sem er í leikfeð stoppar þennan eina dag í Reykjavík en búið er að sýna m.a. á Akureyri, í Keflavík, á Sauðárkróki, í Bolung- arvík, á Eskifirði, í Vestmanneyjum, Borgarfirði og Akranesi og eru næstu sýningar á Selfossi 20. maí og Höfn 27. og 28. maí en þá verður leikritið sent í afvötnun. Aukasýning í Austurbæ Landbúna›arháskóli Íslands A›alstö›var: Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland Sími: (+354) 433 5000 • Fax: 433 5001 Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Hefur flú áhuga á: • náttúrufræ›i? • umhverfismálum? • náttúruvernd? • n‡tingu náttúruau›linda? N‡r valkostur í háskólanámi: Náttúru- og umhverfisfræ›i Nám í náttúru- og umhverfisfræ›i vi› LBHÍ er flverfaglegt og gefur brei›an bakgrunn fyrir fjölflætt störf e›a framhaldsnám. fiar er fengist vi› allar helstu greinar náttúrfræ›i, náttúruvernd, landn‡tingu og uppl‡singatækni auk skógræktar og landgræ›slu. www.lbhi.is Landbúna›arháskóli Íslands n‡tur sérstö›u vegna sta›setningar, nálæg›ar vi› náttúruna og fjölbreytts námsvals. Lj ó sm yn d : Ó la fu r A rn al d s – H ö nn un : N æ st

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.