Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES MIKLAR væntingar standa til þess að álþynnuverksmiðja verði reist á Akureyri en fyrstu niðurstaðna er að vænta um mitt þetta ár. Þetta kom fram í máli Vals Knútssonar, formanns stjórnar Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar, AFE, á aðal- fundi félagsins í Hrísey í gær. Hann sagði að mikill kraftur hefði verið settur í stóriðjutengd verkefni, þá einkum verkefni sem snúa að kynn- ingu og undirbúningi áðurnefndrar álþynnuverksmiðju, svo og áfram- haldandi kynningu á Dysnesi sem hentugri lóð fyrir stóriðju. Fram kom í máli Vals, að eftir að Japanir hefðu hætt við áform sín um byggingu álþynnuverksmiðju í bæn- um, hefði AFE sent gögn til allra fyrirtækja sem stunda samskonar framleiðslu og óskað eftir tækifæri til að kynna Akureyri sem ákjósan- legan stað til reksturs. Ítalskt fyr- irtæki sýndi strax mikinn áhuga á frekari skoðun mála og fór þar með af stað verkefni er miðaði að því að byggð yrði álþynnuverksmiðja á Ak- ureyri. Mynduð var verkefnisstjórn þeirra íslensku aðila sem að málinu koma, AFE og Akureyrarbæjar, ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti og í samvinnu við Landsvirkj- un. Nú í ársbyrjun var ljóst að Ítal- irnir höfðu mikinn áhuga og að sögn Vals er verkefnið í góðum farvegi. Þá kom fram í máli Vals að fjöl- margir aðilar hefðu heimsótt Eyja- fjörð og skoðað aðstæður á Dysnesi, „og er alveg ljóst að mikill áhugi er fyrir hendi hjá fjárfestum að byggja upp álver á Íslandi. Fullyrða má að ekki er spurning um hvort byggt verður nýtt álver á Íslandi heldur einungis hvenær og ekki síst hvar slíkt ver yrði staðsett.“ Enn engin sátt um hvar væntanlegt álver eigi að rísa Valur gerði svokallaðar deilur Eyfirðinga og Húsvíkinga um það hvort álver á Norðurlandi eigi að rísa við Húsavík eða á Dysnesi að umtalsefni. Einnig hafi Skagfirðing- ar blandast í þá umræðu. „Hafa ýmsir haft uppi stóryrði um málin en ljóst má vera að slíkt er ekki til bóta sem kynning á Norðurlandi til uppbyggingar og reksturs iðjuvers.“ Valur sagði að AFE hefði frá haust- mánuðum 2004 reynt að ná fram sáttum í málinu og lagt fram þá til- lögu að Norðlendingar sameinuðust um kynningu á Norðurlandi sem ákjósanlegum stað til byggingar og reksturs álvers. Tillaga AFE geng- ur út á það að aðilar myndu fyr- irfram samþykkja að sameinast um þann kost sem hagkvæmastur yrði metinn og leggja það í hendur fjár- festa að ákveða hvar framkvæmt yrði. Þannig yrðu mestar líkur á að Norðurland yrði fyrir valinu. „Skemmst er frá því að segja að þessar hugmyndir fengu strax góð- ar undirtektir hjá stjórnvöldum en slíkt hið sama er ekki að segja um nágranna okkar hér fyrir austan. Í dag situr málið fast í sama farinu, þ.e. að keppst er um að ná athygli fjárfesta með yfirlýsingum, á köflum stóryrtum, og hægt miðar. Á sama tíma hafa íslensk orkufyr- irtæki hafið undirbúning og fram- kvæmdir við stórfellda orkuvinnslu á Suðvesturlandi og er full ástæða til að líta til þess að sá landshluti verði metinn hagkvæmastur til byggingar næsta álvers á Íslandi, a.m.k. á meðan ekki næst samstaða um markaðssetningu Norðurlands til þessara hluta,“ sagði Valur. Verkefni AFE á síðasta ári voru af ýmsum toga en stærsta einstaka verkefnið er framkvæmd Vaxtar- samnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Gerður var verksamningur milli verkefnisstjórnar og AFE um að fé- lagið tæki að sér umsjón með fram- kvæmd hans. Eiginleg verkefna- vinna við vaxtarsamninginn hófst á haustmánuðum og var komin í full- an gang í árslok, með undirbúningi að stofnun fjögurra klasa, matvæ- laklasa, mennta- og rannsóknark- lasa, heilbrigðisklasa og ferðaþjón- ustuklasa. Valur sagði að margir hefðu mjög miklar væntingar til verkefnisins og að miklir peningar hefðu verið lagðir fram svo hrinda mætti því í framkvæmd. Valur sagði árangurinn af verk- efninu í höndum heimamanna, engra annarra. Af því réðist árang- urinn. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Miklar væntingar um að byggð verði ál- þynnuverksmiðja Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Keflavík | „Ég sé fram á að hafa nóg fyrir stafni þó ég sé hættur að vinna,“ sagði Eyjólfur Ey- steinsson í samtali við blaðamann, en hann lét af störfum sem verslunarstjóri hjá Vínbúð ÁTVR í Keflavík í maíbyrjun. „Ég er bæði í stjórn Dvalar- heimilis aldraðra og Kaupfélags Suðurnesja og nú hef ég meiri tíma fyrir fjölskylduna en áður, en þær samverustundir gleðja okkur hjónin mjög.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opnaði útibúi í Keflavík árið 1967 og öll þau ár sem verslun hef- ur verið starfrækt í bæjarfélaginu hefur Eyjólfur komið þar nærri, fyrst sem trúnaðarmaður, síðan verslunarstjóri. „Á upphafsárunum var ekkert tölvukerfi eins og nú er, þannig að trúnaðarmenn- irnir þurftu að fara einu sinni í mánuði og telja birgðirnar, ásamt því að hafa eftirlit með bókhald- inu,“ sagði Eyjólfur. Hann hóf síðan störf sem verslunarstjóri í Heiðrúnu í Reykjavík á 56 ára af- mælisdaginn sinn, 8. apríl 1991, en síðar það ár tók hann við stjórn verslunarinnar í Keflavík, sem nú heitir Vínbúðin í Keflavík. Í kjölfarið fékk Eyj- ólfur þann virðulega titil ríkisstjóri og er gjarnan kallaður það enn. Kyrrsettur í Keflavík Fram að þessum tíma hafði Eyjólfur unnið við ýmis störf, svo sem við flugumsjón, bókhald, tryggingamál, framkvæmdastjórn og endur- skoðun en þeir eru kannski færri sem vita að Eyj- ólfur stundaði um tíma sjóinn. „Eftir að ég lauk gagnfræðaprófi langaði mig að taka mér frí frá námi svo ég skellti mér á sjóinn. Ég réð mig til skipadeildar SÍS árið 1952, sem messagutti og lauk sjómennskunni með því að taka farmanna- próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Það var árið 1957. Það heyrist fljótlega á máli Eyjólfs að minning- arnar frá þessum árum eru sérstaklega ljúfar. Blaðamaður er ekki lengi að fá skýringuna á því. „Ég var svo lánsamur að hafa verið kyrrsettur hér í Keflavík veturinn 1954, ásamt áhöfninni á Arnar- fellinu. Skipið sá um að flytja sementið í flug- brautirnar á Keflavíkurflugvelli og eitt sinn þegar skipið var í höfn í Keflavík gerði vonskuveður og val né þjónustu heldur þvert á móti. Ef ríkið held- ur sínu skatthlutfalli, sem er milli 70 og 80% af söluverði, er ljóst að einkaaðilar þurfa að hækka söluverðið töluvert, til að fá eitthvað í sinn vasa, því álagning ÁTVR er einungis 8 til 10%. Það myndi ekki nægja einkaaðila.“ Eyjólfur tekur skýrt fram að hann segi þetta ekki af því að hann sé afturhaldssinni og heldur ekki vegna þess að hann sé bindindismaður. Gangandi fjölskylda Við vendum okkar kvæði í kross og förum að tala um aðra framtíð, framtíð Eyjólfs á þessum tímamótum. Auk þess að vera sestur í helgan stein fagnaði hann nýlega 70 ára afmæli. Hann segist hins vegar ekki sestur í helgan stein, þótt hann sé hættur í aðalstarfi sínu og þurfi ekki að kvíða verkefnisskorti. „Ég var nýlega kosinn í stjórn Dvalarheimilis aldraðra og sit auk þess í stjórn Kaupfélags Suð- urnesja. Í báðum þessum félögum hefur margt verið að gerast og á eftir að gerast, þannig að verkefnin eru næg. Ég hef líka lengi verið virkur í Samfylkingunni og nú einnig Þjóðarhreyfingunni um aukið lýðræði og tók bæði þátt í því að berjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu og óbeinni stríðsþátt- töku Íslands. Þá er ég einnig í stjórn Heimssýnar, sem er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þannig að þú sérð það að ég er ekki verkefnalaus. Annars hlakka ég mest til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni en það eru þær stundir sem okkur Þorbjörgu líkar best, bæði með okkar eigin fjölskyldu og svo stórfjölskyldunum. Við systkinin og fjölskyldur þeirra höfum t.d. gengið saman um nágrenni Reykjavíkur og Reykjanesskagann á hverju sumri í 25 ár og fyrsta gangan þetta sum- arið er um hvítasunnuhelgina. Eysteinn Jónsson, faðir okkar, byrjaði á þessu, en hann var mikill útivistarmaður og fór reglulega með okkur systk- inin í göngu víðsvegar um landið. Við systkinin höfum haldið uppteknum hætti í aldarfjórðung og sameinum því bæði hreyfingu og reglulegar sam- verustundir,“ sagði Eyjólfur sem er farinn að hlakka til fyrstu ferðar sumarsins, en um hvíta- sunnuhelgina ætlar fjölskyldan að ganga þriðjung af Reykjavegi, frá Vatnsskarði að Stóru Sandvík. skipstjórinn kyrrsetti áhöfnina. Við vorum nú svo sem ekkert að sækjast eftir skemmtun þetta kvöld, enda á varðbergi ef veður lægði, en ákváðum að skella okkur í Krossinn. Þar var ég svo lánsamur að hitta stúlku nokkra, Þorbjörgu Pálsdóttur, sem síðar varð konan mín,“ rifjaði Eyjólfur upp með blik í augum. Þau hjónin hafa nú verið trúlofuð í 50 ár og eiga gullbrúðkaups- afmæli eftir tvö ár. Eyjólfur hefur upplifað ýmsar breytingar í áfengisútsölu á Íslandi á þeim langa tíma sem hann hefur tengst útibúinu. Nú þegar ýmsar hug- myndir eru um einkavæðingu áfengissölunnar og auknar kröfur um sölu léttvína í matvöruverslun- um hefur Eyjólfur þetta um málið að segja. „Ég tel einkavæðingu vera skref afturábak. Auk þess eru þessar hugmyndir ekki bara í ósamræmi við stefnu í heilbrigðismálum heldur hlýtur þeim, sem vilja koma léttvíni í verslanir, að vera ljóst að það myndi auka neysluna og það er í andstöðu við þá aðhaldsstefnu sem við höfum fylgt í þessum mál- um. Þessar breytingar munu hvorki auka vöruúr- Eyjólfur Eysteinsson hefur látið af starfi ríkisstjóra í Keflavík Þarf ekki að kvíða verkefnaskorti Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ríkisstjóri hættir Eitt af síðustu verkum Eyjólfs Eysteinssonar sem ríkisstjóra var að færa útibú- ið í miðbæ Keflavíkur nær umferðinni. Keflavíkurflugvöllur | Ársfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykkti á ársfundi sínum harðorð mótmæli vegna þeirra aðferða sem starfs- mannahald varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli hefur beitt við upp- sagnir slökkviliðsmanna. „Líkur eru á að við val á þeim einstaklingum sem sagt var upp störfum 1. mars sl. hafi verið not- aðar ógeðfelldar aðferðir sem ekki ættu að þekkjast í nútímaþjóð- félagi. Það að hafa lent í slysi eða orðið fórnarlamb vinnusjúkdóma ætti undir engum kringumstæðum að leiða til refsingar í formi upp- sagna á störfum manna,“ segir í ályktun. Með öllu sé ólíðandi að slökkviliðsmenn með mikla reynslu og eru löggiltir fagmenn sé sagt upp á meðan starfsmenn án löggild- ingar halda vinnunni. LSS lýsir sig reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að starfs- menn slökkviliðsins geti orðið ís- lenskir slökkviliðsmenn og vísað til umræðna um aukna þátttöku ís- lenska ríkisins í rekstri Keflavíkur- flugvallar og sagt að það liggi í augum uppi að slökkviliðið verði undir stjórn og á ábyrgð Íslend- inga.    Slökkviliðið verði undir íslenskri stjórn Farandsýning | „Ímynd barna í bandarískum samtímabókmenntum fyrir börn og unglinga“ er heiti á far- andsýningu sem nú stendur yfir á Bókasafni Reykjanesbæjar. Bæk- urnar á sýningunni er valdar með það í huga að þær sýni ímynd amer- ískra barna í öllum sínum fjölbreyti- leika, en úrvalið spannar 25 ár. Sýn- ingin er í boði Landsbókasafns – Háskólabókasafns en bækurnar hundrað á sýningunni eru gjöf frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Sýningin stendur til 28. maí nk. BYKO mun opna nýja verslun á Ak- ureyri næsta vor, árið 2006. Hún verður um 5.500 fermetrar að stærð, staðsett við Óðinsnes 2, í Krossanes- haga norðan Hörgárbrautar, nyrst í Glerárhverfi á móts við Sjöfn. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær, það var Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sem fenginn var til þess verkefnis. Þá hefur verið samið við fyrirtækið Malar um efnis- tökuna og jarðvinnu á svæðinu og hefjast menn þegar handa. Byko rekur nú verslun í um 2.200 fermetra húsnæði í verslunarmið- stöðinni Glerártorgi og mun gera það eitthvað áfram. Þá hefur félagið einnig verið með timbursölu sína á Furuvöllum, en með tilkomu nýja verslunarhúsnæðisins flyst starf- semin undir eitt og sama þakið. Nýja verslunin mun bæta mjög aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu, rými eykst til muna og þá verður boðið upp á meira vöruúrval en nú er. Timbursalan verður byggð upp sem eins konar hraðbraut, „drive through“, þar sem hægt verð- ur að aka bílum í gegn um leið og vörurnar eru teknar. Slíkar hrað- brautir eru nú í verslunum Byko í Breidd og á Selfossi og hafa gefið góða raun. Smáragarður, sem er fasteigna- félag Norvik-samstæðunnar, sér um byggingu hússins, en Byko er hluti af þeirri samstæðu. Nú rekur Byko átta byggingavöruverslanir ásamt timbursölum, leigumörkuðum og lagnadeildum. Alls starfa um 2.000 manns hjá Norvik-samstæðunni. Morgunblaðið/Kristján Vanur maður Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýrri BYKO-verslun á Akureyri í gær. Hann notaðist við vélskóflu og leysti verkið vel úr hendi, enda vanur maður á ferð. Á meðal viðstaddra voru Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, og Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ og verðandi forstjóri fyrirtækisins. Byko reisir 5.500 m² verslunarhúsnæði Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.