Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Boltinn rúllar á morgun ÚR VERINU Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund hafa veitt Ástralan- um Steve Beverly sérstaka við- urkenningu fyrir hönnun á veið- arfæri, sem dregur úr meðafla af skjaldbökum og eykur afla af þeim tegundum sem sótt er í. Veiðar- færið er lína, sem byggist á nem- um frá íslenzka fyrirtækinu Stjörnu-Odda. Um er að ræða línu sem notuð er til veiða á túnfiski og sverðfiski. Með því að setja nema, sem mæla hitastig og dýpt á línuna er hægt að stjórna því hve djúpt hún ligg- ur. Skjaldbökur kafa yfirleitt ekki niður fyrir hundrað metra dýpi og því er línan látin liggja neðan við það mark með aðstoð dýptarnem- anna. Skiptir miklu máli Á þessu dýpi er hins vegar mik- ið um túnfisk og sverðfisk og til- raunir sýndu að afli þessara teg- unda jókst en miklu minna af skjaldbökum drapst við veiðarnar, en þær drukkna þegar þær bíta á önglana og geta ekki losað sig af þeim. „Fyrir Stjörnu-Odda og starfs- menn félagsins skiptir svona við- urkenning mjög miklu máli, þar sem þær vörur sem við þróum og framleiðum skuli koma að þetta góðum notum,“ segir Sigmar Guð- björnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. „Hagsmunir sjó- manna og umhverfisunnenda fara fullkomlega saman, þar sem hægt er að koma í veg fyrir veiði á skjaldbökum í útrýmingarhættu og um leið auka veiðina á þeirri teg- und sem stefnt er að því að veiða. Það er örugglega frekar sjaldgæft að þessir tvennir hagsmunir skuli fara svona algerlega saman, og á Steve Beverly mikið hrós fyrir að hafa þróað þessa veiðiaðferð með hjálp Stjörnu-Odda búnaðar. Stjörnu-Oddi er alþjóðlegt fyr- irtæki og við erum að vinna að verkefnum um allan heim, verk- efnið sem um ræðir var fram- kvæmt í Ástralíu. Það er svolítið sérstakt en um leið spennandi, að Íslendingar skuli eiga svona mik- inn þátt í að hjálpa skjaldbökum í útrýmingarhættu, skjaldbökum sem ekki þrífast hér á norður- slóðum, dýrum sem allir bera mikla virðingu fyrir. Fyrir markaðssetningu á Stjörnu-Odda vörum skiptir það miklu máli að geta sýnt fram á af- gerandi niðurstöður eins og í þessu tilfelli, sem gefur sóknarfæri fyrir vörur okkar til nýs hóps vís- indamanna sem eru að vinna að öðruvísi verkefnum en hingað til. Þetta sýnir einnig að Stjörnu- Oddi er á réttri braut og er okkur mikill hvati að heyra af þessari rannsókn, viðurkenningunni og vit- andi af hinum ýmsu spennandi verkefnum sem eru unnin um allan heim. Það er okkur líka mikill hvati að fylgjast með þeim verk- efnum sem eru unnin á Íslandi um nytjastofna í sjónum og laxfiska, þetta er bara byrjunin,“ segir Sig- mar. Hægt er að sjá meira á heima- síðu Stjörnu-Odda (star-oddi.com). Ástrali hlýtur viðurkenn- ingu fyrir veiðarfæri Stjörnu-Oddi á þátt í að vernda skjaldbökur í útrýmingarhættu HANN Stefán Hjörleifs- son á Sunnufelli HF 58 setti í væna stórlúðu er hann var að hand- færaveiðum út af Deild síðastliðinn þriðjudag. Lúðan sem hafði húkk- ast á færið var ekkert á því að láta Stefán yf- irbuga sig en það tók á annan tíma að ná henni inn fyrir, en þá hafði skepnan í þrígang beitt afli sínu og synt niður á botn. Þegar aðeins var af henni dregið gat Stefán náð að blóðga hana við borðstokkinn og komið bandi í gegnum tálkn og kjaft og eftir það var eft- irleikurinn auðveldari, en það þarf svo sannarlega að taka á honum stóra sínum til að ná 70 kílóa stórlúðu inn á dekk. Auk lúðunnar var Stefán með um eitt tonn af þorski í þessari veiðiferð.Ljósmynd/Gunnar Hallsson Á annan tíma að berjast við stórlúðuna BARNAHÚS að íslenskri fyrirmynd verður opnað í Lynkoping í Svíþjóð 26. september og er það fyrsta barna- húsið sem opnað er í Evrópu utan Ís- lands. Þetta var upplýst á ráðherra- fundi á vettvangi Eystrasaltsráðsins í Ósló nú í vikunni. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að heim- sókn Sylvíu Svíadrottningar til Ís- lands í september 2004 hafi ekki síst orðið til þess að hleypa lífi í ákvörðun Svía í þessu sambandi. Eins og kunn- ugt er óskaði Svíadrottning sérstak- lega eftir því að heimsækja Barnahús þegar hún var hér á ferð í haust. Sylvía drottning er stofnandi sjóðsins World Childhood Foundation sem hefur að markmiði að fjármagna vel- ferðarþjónustu fyrir börn um víða veröld. „Þetta verður fyrsta barnahúsið sem verður sett á laggirnar í Evrópu utan Íslands,“ segir Bragi. „Ekki nóg með það heldur hefur sænski dóms- málaráðherrann beint þeim tilmæl- um til sveitarfélaga í Svíþjóð að leita leiða til að koma slíku módeli upp sem víðast. Mér er kunnugt um að í Stokkhólmi sé nú byrjað að undirbúa málið.“ Á vef norska blaðsins dagsavis- en.no 10. maí er sagt frá því að Stór- þingið hafi fjallað um og sent frum- varp þingmanna Vinstri sósíalista um að koma á fót barnahúsi til norska dómsmálaráðuneytisins. Má þess geta að norski dómsmálaráðherrann hefur heimsótt Barnahús. Í grein blaðsins er litið til Barnahúss og þá þjónustu sem börnum sem þolendum í kynferðisafbrotamálum er veitt þar. Íslendingar ekki lengur þiggjendur Bragi Guðbrandsson segir að barnaverndarsamtökin Redd Barnet í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafi farið þess á leit við stjórnvöld að kom- ið yrði á fót barnahúsum og ekki skyldi neinn undra þótt þau færu að líta dagsins ljós í Noregi og Dan- mörku. „Mér finnst þetta sérstaklega ánægjulegt, því í íslenskri velferðar- sögu hafa Íslendingar alltaf verið þiggjendur og sótt fyrirmyndir í nor- ræna velferðarmódelið. Í þessu tilviki hafa hlutirnir hins vegar snúist við. Á undanförnum árum hefur verið straumur af fagfólki, embættismönn- um og ráðherrum til Barnahúss. Bæði mér og forstjóra Barnahúss hefur oft verið boðið til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur til að kynna starfsemi Barnahúss. Á vettvangi Eystrasaltsráðsins í barnasamstarfi undir heitinu Children at Risk hefur starfsemin ennfremur vakið gríðar- lega athygli.“ Svíar opna barnahús í september í Lynkoping Sænskt barnahús fyrsta sinnar tegundar í Evrópu utan Íslands ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, stóð sig best í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á þriðjudagskvöld, að mati félaga í JCI sem fylgdust með umræðum á þingpöllunum. Ræðumenn voru dæmdir eftir formúlu, byggðri á dómgæslureglum sem notaðar eru við keppni hjá JC. Dregnir voru saman kostir og gallar hvers ræðumanns fyrir sig og að lokum var fundið út frá þessum punktum hver teldist besti ræðu- maður kvöldsins. Ekki var byggt á því hvaða stjórnmálaskoðanir ræðu- menn höfðu, enda er JC hreyfing sem gefur sig út fyrir að vera hlut- laus, þegar kemur að pólitík. „Sigurvegari kvöldsins var Össur Skarphéðinsson. Hann sýndi fram á það að á alþingi finnast góðir ræðu- menn og sýndi hann ýmsa góða takta í ræðupúltinu. Hann hlaut í verðlaun bikar. Í öðru sæti kom maðurinn sem var neðstur í fyrra, Sigurjón Þórðarson, en hann sat námskeið í ræðu- mennsku fyrr á þessu ári og hefur sýnt miklar framfarir síðan. Hann sýndi líflega ræðumennsku og hafði góða kímni að leiðarljósi. Í þriðja sætinu varð svo Ögmund- ur Jónasson. Hann þótti best undir- búinn af þeim ræðumönnum sem stigu í pontu og greinilegt að um vanan ræðumann var að ræða. Í fjórða sæti kom fyrsti stjórn- arliðinn, Dagný Jónsdóttir. Hún sýndi yfirlætislausan ræðustíl en kom þó máli sínu vel til skila,“ segir í tilkynningu frá JCI. Össur stóð sig best, að mati JCI Ljósmynd/Bernharð Bernharðsson Ingimundur K. Guðmundsson, heimsmeistari í mælsku árið 2001, afhenti Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, verðlaunin.  sérblað um Landsbankadeildina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.