Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓEIRÐIR Í ARGENTÍNU TIL átaka kom milli lögreglu og yfir þúsund mótmælenda á götum Mar del Plata í Argentínu í fyrrinótt eftir að leiðtogafundur Ameríkuríkja hófst í borginni. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu bensínsprengjum, kveiktu elda í banka og nálægum verslunum og brutu rúður um 600 metra frá hót- eli þar sem fundurinn fór fram. Réttargeðdeild stækki Vonir standa til að Réttargeðdeild- in á Sogni verði að minnsta kosti tvö- földuð eftir að Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað að skipa starfshóp til að huga að uppbyggingu á Sogni. Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, segir ljóst að ef af stækkun verði þurfi að fjölga starfsfólki verulega. „Óviðunandi ástand“ Stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hef- ur síðastliðin sex ár sótt um fjárveit- ingu frá menntamálaráðuneytinu til að koma upp öryggisrannsókn- arstofu til að greina smitsjúkdóma í dýrum – en án árangurs. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir þetta vera „algerlega óviðunandi ástand“. Sakfellingum fjölgaði ekki Fjöldi þeirra mála sem eru til með- ferðar í opinbera kerfinu og varða grun um kynferðisbrot gegn börnum hefur nær tvöfaldast undanfarin tíu ár. Á þessum tíma hefur þó sakfell- ingum í slíkum málum ekki fjölgað. Þetta kemur fram í samantekt á veg- um Barnaverndarstofu. Írak verði endurgreitt Endurskoðunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að Bandaríkin endurgreiði Írak allt að 208 milljónir dollara, sem samsvarar 12,5 milljörðum kr., vegna samninga við dótturfyrirtæki Halliburton. Ágóði af sölu íraskrar olíu var not- aður til að greiða fyrir þjónustu fyr- irtækisins sem setti upp alltof hátt verð fyrir þjónustuna eða innti hana illa af hendi, að sögn nefndarinnar. Óeirðir í París magnast Kveikt var í nær 900 bílum í óeirð- um í Frakklandi í fyrrinótt, níundu nóttina í röð, og lögreglan handtók yfir 250 manns. Tjónið var mest í út- hverfum Parísar en óeirðirnar hafa breiðst út til nokkurra annarra borga. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 56 Fréttaskýring 8 Myndasögur 62 Hugsað upphátt 27 Dagbók 62/65 Menning 34, 66/67 Víkverji 62 Sjónspegill 34 Staður og stund 64 Forystugrein 38 Leikhús 66 Reykjavíkurbréf 38/39 Bíó 70/73 Umræðan 40/56 Sjónvarp 74 Bréf 54/56 Staksteinar 75 Minningar 58/59 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍSLANDSMÓTIÐ í málmsuðu fór fram í Borgaskóla í gærdag. Voru 23 keppendur skráðir til leiks og var keppt í sex aðferðum við málmsuðu, bæði í svörtu stáli og ryðfríu. Að sögn Jóns Þórs Sigurðssonar, formanns Málmsuðufélags Íslands, er gefin einkunn fyr- ir tíma annars vegar og svo hversu góðar suðurnar eru hins vegar. Eru suðurnar þá meðal annars sendar í röntgenmyndun svo hægt sé að greina hvort gallar leynist inni í þeim. Ísaga er aðalstyrktaraðili keppninnar í ár. Morgunblaðið/Kristinn Einar Ingvarsson prófdómari fylgist með einum keppendanna, Daða Granz, á Íslandsmeistaramótinu í málmsuðu. Keppa um meistaratitil í málmsuðu TILLAGA liggur nú fyrir Alþingi um að hefja almenna leit að ristilkrabba- meini meðal einkennalausra einstak- linga en landlæknir lagði á síðasta ári til við heilbrigðisráðherra að hafin yrði leit að þessu krabbameini í ald- urshópnum 55–70 ára. Þetta kemur fram í grein eftir Kristján Sigurðs- son, sem er doktor í krabbameins- lækningum og lýðheilsu og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, í Morgunblaðinu í dag. Skipuleg leit að krabbameini áður en einkenni koma fram hefur borið árangur eins og komið hefur fram með brjóstakrabbamein og rann- sóknir staðfesta að ristilkrabbamein uppfyllir skilyrði slíkrar almennrar leitar. Við upphaf skipulegrar leitar að leghálskrabbameini hér á landi 1964 var sjúkdómurinn annað til þriðja al- gengasta krabbameinið meðal kvenna en er nú níunda algengasta meinið. Fullsannað þykir að þessi að- ferð hafi leitt til um 70% lækkunar á fjölda nýrra tilfella og fjölda þeirra er deyja af völdum sjúkdómsins hér á landi. Ristilkrabbamein er nú þriðja al- gengasta krabbameinið hjá báðum kynjum. Fjórar erlendar slembivals- rannsóknir, þar sem greining blóðs í hægðum leiðir til tilvísunar í ristil- speglun, hafa staðfest yfir 16% mark- tæka lækkun á dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Almenn leit verði hafin að ristilkrabbameini  Staða | 14 BÍLL lenti út af Reykjanesbraut, norðan við Grænás, á öðrum tím- anum í fyrrinótt. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík kvaðst ökumaður bifreiðarinnar hafa sofnað undir stýri og vaknað er hann var kominn yfir á mölina á vegaröxlinni, á öfug- um vegarhelmingi. Ökumaðurinn sagðist hafa reynt að koma bílnum upp á veginn aftur, en bifreiðin snerist og rann út af veginum og stöðvaðist á stóru grjóti. Vinstri hlið og undirvagn skemmd- ust mikið. Bíllinn var fluttur burt með kranabíl en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki. Sofnaði undir stýri ÍSLENSKUR plötumarkaður hefur í mörg ár skipst í tvo hluta; jóla- markaðinn sem stendur þrjá síð- ustu mánuði ársins og svo hina níu mánuðina sem eftir eru. Eftir því sem nær dregur jólum fer keppnin um hylli plötukaupenda að harðna og þá skiptir öllu að vera sýnilegur og söluvænlegur. Sena, 12 Tónar, Smekkleysa og fleiri fyrirtæki hafa undirbúið útgáfuna sem nú fer í hönd í marga mánuði. Í listapistli Morgunblaðsins í dag veltir Hös- kuldur Ólafsson fyrir sér mismun- andi áherslum plötufyrirtækjanna og hlut þeirra á markaðnum. | 68 Hver sigrar um jólin? FÆRSLA Sæbrautar til norðurs meðfram Kleppsvegi fer í útboð síðari hluta nóvember, en áformað er að gera Kleppsveg- inn tvíbreiðan á kafla og færa strætisvagnaleið til vesturs inn á hann. Þá verður reistur sér- stakur hljóðveggur til að bæta hljóðvist í íbúðarhúsum við Kleppsveg. Alls er gert ráð fyrir að Sæ- brautin fjarlægist íbúðarhús við Kleppsveg um 10–15 metra, en við það minnkar hávaði frá um- ferð á neðstu hæðum umtals- vert. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við færslu Sæbrautar hefjist strax á næsta ári og ljúki á komandi hausti. Sæbrautin verður færð TIL stimpinga kom við veitingahús á Akureyri í fyrrinótt og hafði lög- reglan afskipti af nokkrum mönn- um. Ekki munu þó verða eftirmál af því. Þá voru tveir teknir fyrir ölv- unarakstur á Akureyri aðfaranótt laugardags skv. upplýsingum lög- reglu. Stimpingar á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.