Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áætlaður kostnaðurvið að koma uppviðunandi rann- sóknaaðstöðu til að greina smitsjúkdóma í dýrum, öryggisrannsóknarstofu, er á bilinu 90 til 130 millj- ónir króna. Stjórn Til- raunastöðvar Háskóla Ís- lands í meinafræði að Keldum hefur síðastliðin sex ár beðið um fjárveit- ingu til að koma upp slíkri öryggisrannsóknarstofu, en án árangurs. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilrauna- stöðvar HÍ í meinafræði, sagði að sótt hefði verið um fjárveitingu til menntamálaráðuneytis sem færi með málefni Keldna mörg und- anfarin ár, m.a. til að bæta örygg- isstaðla. „Við höfum bent á að þörf sé á hækkun á framlagi til okkar vegna aukinnar þarfar og til að koma á nútímalegri að- stöðu,“ sagði Sigurður. Öryggis- rannsóknarstofur eru flokkaðar eftir svonefndum P-stöðlum og er sá hæsti P-4. „Við slögum upp í P-2,“ sagði Sigurður, en horft væri til þess að ná P-3 aðstöðu á Tilraunastöðinni. Hann sagði um- fang þjónustu stöðugt að aukast, m.a. grunnrannsóknir á smitefn- um. Lögð er áhersla á að vinna með ný smitefni, ný aðferðarfræði væri viðhöfð og það gæfi tilefni til víðtækari rannsókna en áður. „Þess vegna er þörf á að húsnæð- ið uppfylli allar nútímakröfur,“ sagði Sigurður. Hann nefndi einn- ig að um 200 hræ af fuglum væru tekin til rannsókna á ári hjá stöð- inni. „Spá um að farfuglar muni bera fuglaflensuveiruna hingað til lands strax næsta vor hristi upp í mönnum,“ sagði Sigurður. Viðbragðsáætlun væri til stað- ar og hún væri í stöðugri endur- skoðun, enda nýjar upplýsingar sífellt að berast. Hann sagði mik- ilvægt að skoða íslenska fugla, bæði villta og alifugla, til að kort- leggja hvaða veirur væru í gangi núna, svo það myndi ekki trufla matið þegar og ef fuglaflensa bærist til landsins. Áætlanir um slíka kortlagningu væru til staðar en hægt gengi að fá fjármuni til að hrinda þeim í framkvæmd. Eggert Gunnarsson, yfirmaður sýkla-, sníkjudýra- og meina- fræðideildar Tilraunastöðvar HÍ að Keldum, sagði stofnunina ekki búa við þau skilyrði nú að þar væri hægt að vinna með hættuleg smitefni á borð við fuglaflensu- veiruna. Reglur banni að unnið sé með inflúensuveirur úr dýrum og mönnum undir sama þaki, enda blasi þá við hættan á að veiran geti breyst í farsótt í mönnum. Hann nefndi fleiri sjúkdóma, eins og gin- og klaufaveiki og miltisbrand. „Það þarf að gæta fyllsta öryggis þegar menn fara að vinna með þetta, það er alveg viðbúið að þessi veira berist hing- að með farfuglum næsta vor og þá þarf að gera allt til að hindra að hún breiðist út og komist í ali- fuglastofninn sem hér er,“ sagði Eggert. Eggert nefndi að fyrir fjórum árum hafi sú ákvörðun verið tekin að flytja starfsemi Keldna í Vatnsmýrina og byggja þar upp nýja aðstöðu. Nú væri gert ráð fyrir uppbyggingu stofnunarinn- ar í tengslum við aðra rannsókn- arstarfsemi á vegum heilbrigðis- vísindadeilda. Það væri álitlegur kostur, en myndi eflaust ekki koma til framkvæmda fyrr en eft- ir um áratug. Á meðan væri stofn- unin vart til stórræðnanna, hún byggi við framkvæmdasvelti og væri nánast í gíslingu. Sú vá sem fyrir dyrum stæði nú ætti fremur að hvetja menn til að styrkja stofnunina, en að setja hana í far- veg hnignunar. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði að beiðni frá stjórn Keldna, þar sem hann á sæti, hefði legið fyrir lengi um að komið verði upp svokallaðri P-3 aðstöðu, til að hægt verði að stunda rann- sóknarvinnu við hættulega dýra- smitsjúkdóma. „Þetta hefur verið í fjárlagabeiðni Keldna undanfar- in ár en ekki hefur verið orðið við henni af hálfu menntamálaráðu- neytisins. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og er búið að vera það lengi og mér er ekki kunnugt að það hafi verið tekið neitt betur í þessa beiðni nú en áður.“ Halldór sagði að tilhugsunin við að fá þessa fuglaflensu yfir okkur, eins og hún er nú, sé nógu slæm og geti gert hér mikinn usla bæði á alifuglum og villtum fuglum. Því sé það mjög brýnt að eitthvað sé gert í þessu máli, burtséð frá hugsanlegum seinni tíma vanda- málum sem gætu orðið ef hún breytist yfir í mannasjúkdóm. Halldór sagði að áfram yrði fylgst vel með því sem er að ger- ast úti í heimi og staðan metin eft- ir þörfum. „Það eru að fara í gang á næstunni rannsóknir á öndum og gæsum sem eru í vetrarstöðv- um á Bretlandi og ef í ljós kemur að þessa veiru er að finna í fugl- unum, verðum við að reikna með að hún muni berast til Íslands. Og þá stöndum við illa að vígi ef við höfum ekki aðstöðu til að vinna með slíka hluti. Þá er ég að tala um aðstöðu til að taka á móti hugsanlega sýktum fuglum, að- stöðu til krufninga og til að greina.“ Fréttaskýring | Aðstaða til að greina smit- sjúkdóma í dýrum talin óviðunandi Skortur er á fjárveitingu Mikilvægt að skoða íslenska fugla, til að kortleggja hvaða veirur eru í gangi Gæsir gætu borið veiruna hingað til lands. Gagnrýni á flutning dýralækna til Selfoss  Í umræðunni um að bæta þurfi aðstöðu til rannsókna á dýra- sjúkdómum hefur komið fram gagnrýni á flutning dýralækna til Selfoss og að huga ætti frekar að staðsetningu þeirrar starf- semi í Vatnsmýrinni í námunda við Keldur og aðrar heilbrigðis- vísindagreinar. Hefur m.a. verið bent á að með því að aðskilja þessa þætti sé viðbúið að tengsl milli aðila minnki, þar sem leiðir verða lengri. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur og Kristján Kristjánsson FJÓRIR íslenskir kafarar luku á dögunum kenn- aranámi í köfun, og er þetta í fyrsta skipti sem nám af því tagi fer fram hér á landi. Fór hópurinn m.a. ásamt leiðbeinanda í Þingvallavatn þar sem æft var hvernig kenna á byrjendum í köfun grunnatriðin í vatninu. Þau Helgi Hafsteinsson, Guðmundur Steinar Zebitz, Birna Björnsdóttir og Páll Sævar Sveinsson verða því fyrst til að útskrifast sem köfunarkennarar hér á landi frá upphafi, en þau munu þreyta próf hjá erlendum prófdómara seinnipart nóvember. Hingað til hafa þeir Íslendingar sem hafa viljað slík réttindi þurft að sækja þau út fyrir landsteinana. Páll segir fjórmenningana alla starfa fyrir Köfunarskólann, www.kafa.is, og stóð skólinn að því að bjóða upp á þetta nám. Þó Þingvallavatn hafi ekki verið sérlega hlýtt þeg- ar farið var út í segist Páll lítið hafa fundið fyrir kulda. „Maður er í búningum, í undirgalla og með hanska og hettur, svo manni er ekkert kalt. Það er kannski þegar fólk fer að óttast að því verði kalt sem kuldinn kemur, en við höfum kafað í 25 stiga frosti í Silfru, sem er ekki nema 1–2 gráður, og manni verð- ur ekki kalt nema maður sé þar í yfir klukkutíma.“ Morgunblaðið/Ómar Luku kennaranámi í köfun FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur sett nýja reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Reglugerðin tekur til gæslu dagforeldra á börn- um í atvinnuskyni í heimahúsum, þ.e. daggæslu ungra barna fram að grunnskólaaldri. Reglugerðin öðlaðist gildi 1. nóv- ember og kemur í stað reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum frá árinu 1992. Að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins er með nýju reglugerðinni allt eftirlit og um- sjón með starfsemi dagforeldra eflt til muna í því skyni að tryggja öryggi og aðbúnað barnanna sem best. Reglugerðin var smíðuð af starfs- hópi sem félagsmálaráðherra skipaði í júní 2004 til að fjalla um drög að nýrri reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum sem lágu þá fyrir í ráðuneytinu. „Ég held að reglugerðin sé mjög góð, en tímabært var orðið að endur- skoða hana,“ segir Inga Hanna Dag- bjartsdóttir, er situr í stjórn Barna- vistunar, félagi dagforeldra, og var fulltrúi þeirra í starfshópi félags- málaráðherra. Segir hún fremur veigalitlar breytingar gerðar á end- urskoðaðri reglugerð, en breyting- arnar snúa aðallega að ákvæðum um húsnæði, þ.e. að börnin fái sérað- stöðu, leikföng, leiktæki og öryggis- atriði á borð við reykskynjara og ör- yggishlið fyrir stigum, sem dagforeldrar eru afar sáttir við, að sögn Ingu Hönnu, enda sjálfsagt og eðlilegt. Dagforeldrar geta aftur boðið upp á hálfsdagspláss Ekki var gerð nein breyting á leyfilegum fjölda barna á hvert dag- foreldri og er hámarksfjöldi barna eftir sem áður fimm börn. Að sögn Ingu Hönnu eru dagforeldrar afar ánægðir með að samkvæmt nýju reglugerðinni verður skörun í há- deginu leyfð, sem er í samræmi við það sem gerist á leikskólum. Það þýðir að milli kl. 12–13 mega vera sjö börn hjá dagforeldrum. „Þetta þýðir að nú getum við aftur boðið foreldr- um upp á hálfsdagspláss, en það máttum við ekki áður þar sem börnin máttu ekki skarast í hádeginu þótt þau væru bara sofandi.“ Að sögn Ingu Hönnu er hins vegar eitt atriði í nýju reglugerðinni sem dagforeldrar eru ekki sáttir við og það er aukið eftirlit með dagforeldrum sem boðað er. „Við teljum þetta bæði óþarft og kostnaðarsamt fyrir sveitarfélögin,“ segir Inga Hanna og bendir á að dagforeldrar hafi hingað til komið vel út úr slíku eftirliti. Í nýju reglugerðinni er kveðið á um a.m.k. þrjár óboðaðar heimsókn- ir á ári af óháðum aðila, en að sögn Ingu Hönnu er ráðgert að í kjölfarið komi síðan umsjónarfóstrur í heim- sókn. „Við erum þannig að tala um að lágmarki sex heimsóknir á ári, sem þýðir í reynd eftirlit annan hvern mánuð, en til samanburðar má nefna að eftirlitið er aðeins einu sinni á ári á leikskólum. Við teljum hrein- lega ekki þörf á þessu stóraukna eft- irliti,“ segir Inga Hanna og bendir á að áður fyrr hafi eftirlitið falist í ein- um til tveimur heimsóknum á ári. Segist Inga Hanna ekki skilja þörf- ina fyrir aukið eftirlit og bendir á að eftirlitsheimsóknirnar trufli starf dagforeldra, setji daginn úr skorðum og geri börnin óróleg. Eftirlit og umsjón efld til muna Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GUÐLAUG Þorsteinsdóttir hefur hálfs vinnings forskot á Lenku Ptácníkovú á Íslandsmóti kvenna í skák þegar 6 umferðum er lokið af 10. Guðlaug vann Guðlaugu Hörpu Ingólfsdóttur í 6. umferð í gærkvöldi en Lenka vann Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur. Guðlaug hefur 4,5 vinninga, Lenka 4 vinninga, Guðfríður Lilja er með 2 vinninga, Harpa 1,5 vinninga og Sig- urlaug Friðþjófsdóttir er án vinn- ings. Íslandsmót kvenna í skák Guðlaug með forystu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.