Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Sjöfn, ekki hélt ég að kallið kæmi svona fljótt. En eng- inn veit sinn nætur- stað, eins og þar stendur. Ég kynnt- ist þér fyrir fáum árum þegar börnin okkar fóru að vera saman og eru komin tæp fjögur ár síðan. Ég eignaðist yndislega tengdadóttur og náðum við mjög vel saman. Þú komst að heimsækja mig fyrir rúm- um þrem vikum síðan og leist ljóm- andi vel út, hress og kát. Hlakkaðir mikið til að fá litla krílið í heiminn. Þú ætlaðir að sauma þetta og hitt og gera ýmislegt þegar þar að kæmi. Þegar þetta kom upp á sagði Samúel minn: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Elsku Sjöfn, Guð veri með þér. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Elsku Hreggi, börn, tengdabörn og barnabörn. Ég votta ykkur sam- úð mína. Megi Guð vera með ykkur. Kær kveðja. Freyja. Mig langar að minnast í fáum orð- um Sjafnar systur minnar, sem nú er fallin frá í blóma lífsins. Í okkar uppvexti var alltaf líf og fjör á heim- ilinu, af mörgu væri að taka sem ekki verður tíundað hér. Við bræð- urnir vorum sjö og Sjöfn okkar eina systir, hefur hún því ávallt átt sér- stakan stað í mínu hjarta. Þar sem stutt var á milli okkar í aldri þá stofnuðum við heimili og eignuð- umst börn á svipuðum tíma og hefur verið góður samgangur þar á milli. Gott var að koma á þeirra fallega heimili, Sjafnar og Hreggviðs. Sjöfn var stórkostleg húsmóðir, hvort sem það var eldamennska, saumaskapur eða annað sem laut að heimilinu. Alltaf var Sjöfn boðin og búin þegar einhvern vantaði aðstoð. Hún hafði gott lag á að láta fólki líða vel og koma því til að hlæja með sinni ein- stöku orðheppni og léttleika. Hafðu þökk fyrir allt, kæra vina. Elsku Hreggviður, Magnús, Vign- ir, Sara, Fríða og Samúel, ég og fjöl- skylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur í ykkar miklu sorg. Smári Jóhannsson. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann nú þegar við erum að kveðja Sjöfn eða Sjöbbu frænku eins og ég kallaði hana, en hún lést hinn 27. október sl. JÓNÍNA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Jónína Sjöfn Jó-hannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 23. mars 1953. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 4. nóvember. Lát hennar bar mjög brátt að og mað- ur er varla búinn að átta sig á því að hún sé farin. Sjöbba var eina systir hans pabba og hans bræðra og einka- dóttir Jóa afa og Fríðu ömmu. Hún hef- ur alltaf verið ein af mínum uppáhalds- frænkum þó samskipti okkar hafi verið frek- ar fátækleg undanfar- in ár. Það var búið að standa lengi til hjá mér að bæta úr því en maður stend- ur alltaf í þeirri trú að maður eigi nægan tíma framundan fyrir allt slíkt, en það er nú víst ekki þannig eins og við erum rækilega minnt á núna. En það var alltaf gaman að hitta Sjöbbu, alltaf stutt í hláturinn hjá henni og hún sá yfirleitt spaugi- legar hliðar á öllu. Hún og Fríða amma hlógu alveg eins, með sama dillandi hlátrinum. Enda voru þær mjög líkar, sérstaklega í útliti. Báð- ar lágvaxnar með dökkt hár og dökka húð og mér fannst Sjöbba alltaf vera að líkjast ömmu meira og meira með árunum. Ég man líka eft- ir því þegar ég var yngri hvað ég var montin af því að vera frænka hennar því mér fannst hún alltaf svo sæt. En hún var ekki bara myndarleg í útliti heldur var hún mjög mynd- arleg húsmóðir og átti alltaf fallegt og smekklegt heimili. Mér finnst mikill missir að henni frænku minni því hún var skemmtilegur karakter sem setti svip sinn á fjölskylduna okkar. Mestur er þó missir þeirra Hregga, Magga, Vignis, Fríðu og þeirra fjölskyldna. Ég bið góðan Guð að styrkja þau og hugga, og þó að hún fái ekki að vera með Fríðu sinni og taka þátt í að fagna komu hennar fyrsta barns sem væntanlegt er í byrjun næsta árs, þá fylgist hún örugglega með, bara annars staðar frá. Elsku Sjöbba. Það hafa án efa verið fagnaðarfundir hjá ykkur ömmu og afa og Magga frænda. Þú skilar góðri kveðju. Ég kveð þig með söknuði, Guð geymi þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kolbrún Þórlindsdóttir. Elsku Sjöfn. Alltaf er erfitt að kveðja í hinsta sinn. Ég kveð þig með nokkrum orðum. Þú varst klettur fjölskyldunnar. Ákveðin, þrjósk, skemmtileg og sterkur persónuleiki einkenndi þig. Það lék allt í höndunum á þér sem viðkom heimilishaldi, hvort sem það var matreiðsla, bakstur, föndur eða saumaskapur. Þú gast töfrað fram dýrindisveislu af þinni alkunnu snilld. Þegar við systurnar vorum tíu ára gafst þú okkur Don Cano- galla sem þú saumaðir á okkur. Þessi minning er mér mjög kær því þú gladdir okkar litlu hjörtu mikið með þessari gjöf. Ég var alltaf í þessum galla. Þó svo að gallinn væri orðinn allt of lítill var ég samt í hon- um. Þegar ég flutti heim frá Dan- mörku tókstu á móti mér með ís- lenskri kjötsúpu sem var algjör himnasæla, því það er alltaf gott að fá íslenskan mat þegar maður hefur verið erlendis. Alltaf var ég velkom- in til ykkar Hregga hvort sem það voru jól eða virkur dagur. Enda var það ómetanlegt að fá að vera hjá ykkur um jól og áramót þegar ég bjó í bænum. Sunneva var litli sól- argeisli ykkar Hregga. Endalaust gastu dundað með henni. Betri ömmu er ekki hægt að fá. Sorglegt að þú skulir missa af börnunum sem eru rétt ókomin, því þú hlakkaðir svo til fæðingar þeirra en ég veit að þú munt fylgjast með. Síðustu ár voru þér erfið. Þú barðist við illvígan sjúkdóm sem heltók þig. Ef maður gefst ekki upp fyrir honum þá hefur maður ekkert val. Sjúkdómurinn ræður alltaf ferðinni. Þú vildir ráða ferðinni en hafðir lítið um það að segja. Þú reyndir þitt besta en þú tapaðir alltaf orustunni við Bakkus. Þó að allir legðust á eitt, bæði fjöl- skyldan og vinir, dugði það ekki til. Þetta setti mark sitt á líf fjölskyld- unnar. Ég gleðst yfir að hafa fengið að kynnast þér. Hvíldu í friði. Elsku Hreggi bróðir, Maggi, Vignir, Fríða og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Óla. Elsku Sjobba. Þegar Hreggi hringdi í mig og sagði mér frá því að þú værir komin á spítala þá flugu margar hugsanir í gegnum huga minn. Þó svo ég vissi að þessi hring- ing myndi koma, þá er maður aldrei tilbúin. Ég veit að allir eru sammála þegar ég segi að þú varst yndisleg kona, brosið þitt og hlátur yljaði manni um hjartarætur. Þú varst snillingur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, enda sást það á fjöl- skyldu þinni og heimili. Allt föndrið, saumaskapurinn og matseldin, það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn og þaðan fór maður aldrei svangur. Þegar pabbi lést komuð þið norður og hjálpuðuð til við undir- búning fyrir jarðarförina, ég man þegar þú og fleiri konur stóðuð á haus í bakstri og við systur sátum hjá ykkur og sleiktum kremafgang- ana þangað til að okkur var orðið illt. Þegar ég var tíu ára saumaðir þú á mig og systur mína bláa og hvíta Don Cano-galla, ég var meira og minna í honum á tvö ár og þótt svo að gallinn væri orðin allt of lítill þá var ég samt í honum. Þegar ég var lítil þá leit ég á þig sem Guð al- máttugan, þú varst svo skemmtileg og gaman að vera nálægt þér. Sumarið ’84 þá fóru þið hjónin til Spánar og Maggi og Vignir voru hjá okkur á Laugarbakka, þvílík gleði. Þegar þið komuð til baka færðir þú okkur Ólu rauð úr og þetta litla úr á ég enn. Þrátt fyrir að við byggjum hinum megin á landinu þá höfðum við gott samband og ég kom reglu- lega í heimsókn, það var eins og að koma á sex stjörnu hótel að koma til ykkar, þið dekruðuð mig svo. Árið ’97 fóruð þið til London og ég fékk það hlutverk að passa húsið sem ég klúðraði stórlega, því ég og Fríða héldum svakalegt partí, við skemmt- um okkur konunglega og daginn áð- ur en þið komuð heim þá vorum við Fríða sveittar við að þrífa og ég man eftir að Vignir kom til okkar og sagði alvarlega: „Þið vitið að mamma og pabbi koma heim á morgun,“ og við sögðumst vita það. Vignir svaraði: „Stelpur, þið gerið ykkur grein fyrir því að mamma er með röntgenaugu fyrir ryki.“ Við svitnuðum enn meira. Þegar þau komu heim brosandi og hress, stóð- um við Fríða í fínpússaða húsinu með bros á vör. Þú gekkst til okkar, faðmaðir okkur og sagði: „Hæ, elsk- urnar mínar, og hvað gekk hér á?“ Ég var hjá ykkur nokkrum sinn- um um jól og áramót og þvílík veisla og endalaus hlátur. Ég man hversu fegin þú varst þegar Hreggi, Maggi og Vignir voru búnir að skjóta upp flugeldunum því hamagangurinn og lætin voru gífurleg, þeir feðgar eru ansi flugeldaglaðir og oftast er þetta á við góða flugeldasýningu. Ég dvaldi hjá ykkur um tíma sumarið 2001 og við tókum einn skvísudag, fórum til Reykjavíkur, kíktum í búðir, versluðum heilan helling af bráðnauðsynlegum óþarfa og enduðum svo á því að fá okkur að borða á Ítalíu. En á leið okkar að veitingahúsinu sáum við mann með skikkju arka niður Laugaveginn. Okkur fannst þessi sjón frekar fynd- in og þú kallaðir til hans hey Bat- man, og svo hlógum við okkur mátt- lausar. Já, það var stutt í hlátur hjá þér og ég mun sakna hans sárlega. Ég þakka fyrir að fá að hafa kynnst þér. Þín verður alltaf saknað og þér aldr- ei gleymt. Elsku stóri bróðir, Maggi, Vignir, Sara, Fríða, Sammi, þið eigið alla mína samúð. Sæunn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF BALDVINS fyrrum bóndi á Brún, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg H. Valgarðsdóttir, Jóhann Ólafsson, Vordís B. Valgarðsdóttir, Steingrímur Svavarsson, Sylvía S. Valgarðsdóttir, Uni Pétursson, Dóróthea K. Valgarðsdóttir, Hermína Ó. Valgarðsdóttir, Matthías Eiðsson, Hjálmfríður Ó. Valgarðsdóttir, Ívar Jónsson, Friðrika S. Valgarðsdóttir, Magnþór Jóhannsson, Guðrún P. Valgarðsdóttir, Frímann Jóhannsson, Hersteinn K. Valgarðsson, Ólöf Árnadóttir, Benjamín B. Valgarðsson, Rósa Kristín Níelsdóttir, Hanna B. Valgarðsdóttir, Baldur Jónsson, Rafn Valgarðsson, Halldóra Árnadóttir, barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, MARGRÉT G. MARGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis í Stífluseli 9, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. nóvember og hefst athöfnin kl. 15.00. Helga Ingibjörg Sigurðardóttir, Magnús E. Baldursson, Helena Drífa Þorleifsdóttir, Atli H. Sæbjörnsson, Þórarinn F. Þorleifsson, Hugrún Hrönn Þórisdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI ÞÓRIR GUÐMUNDSSON rafvirki frá Arnarhóli, Gaulverjabæjarhreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á líknarfélög. Jóna Sigríður Tómasdóttir, Guðmundur Ingi Bjarnason, Kolfinna Guðmundsdóttir, Tómas Valur Hlíðberg, Marianne Beck, Rafnar Hlíðberg, Saida Rumapea, Jórunn Dóra Hlíðberg, Agnar Sigurbjörnsson og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.