Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Í MARS árið 2003 kom eitthvað yfir Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu. Hún byrjaði að skrifa bók. „Ég bara byrjaði,“ segir hún í viðtali við Tímarit Morgunblaðs- ins í dag. „Ég veit ekki alveg hvað varð til þess, en augljóslega voru skrifin sprottin af einhverri þörf, því orðin hreinlega spýttust frá mér.“ Hún kveðst hafa verið ákaflega feimin með textann lengi vel og þegar hún sýndi manni sínum, Stefáni Karli Stefánssyni leik- ara, sýnishorn hafi hún verið viðkvæm fyrir við- brögðum hans. „Hann sýndi mér reyndar mik- inn stuðning og hvatti mig áfram við skrifin en ég lagði mig fram við að mistúlka svör hans og móðgaðist stundum herfilega og jafnvel henti heilu köflunum og skrifaði ekkert í nokkra mánuði. En hugmyndin togaði í mig. Samskipti barna og fullorðinna. Hvernig börn sjá hlutina í algerlega fölskvalausu ljósi. Hvað þeirra skilningur á lífinu er gjarnan vanmetinn af hálfu fullorðinna. Sögur af fólki, einmana manneskjum. Sorg- in og þá kannski helst viðskilnaður við barnæskuna, foreldrana og það sem er liðið og farið frá okkur. Þetta var kannski það sem ég var að reyna að skoða og skrifa um.“ Og nú er bókin komin út og heitir Í fylgd með fullorðnum. Höfundurinn tekur fram að hún sé skáldsaga en ekki ævisaga. „Það eru vissulega líkindi við mitt eigið líf í bók- inni, enda er að mínu mati allt sem maður skapar, hvort sem það er skrifað eða leikið á sviði, að mestu leyti sprottið hjá manni sjálfum.“ | Tímarit Leikkona snýr við blaðinu VONIR standa til þess að Réttargeðdeildin á Sogni verði a.m.k. tvöfölduð eftir að Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað að skipa starfshóp til að huga að uppbygg- ingu á Sogni nýlega. Þar eru nú vistaðir átta ein- staklingar sem úrskurðaðir hafa verið ósakhæfir af dómara sökum geðsjúkdóms. Ráðherra heim- sótti Sogn á dögunum, ásamt Rósu Aðalheiði Georgsdóttur, sem beitti sér fyrir stofnun Kær- leikssjóðs Sogns á síðasta ári, og Björgólfi Guð- mundssyni, formanni bankaráðs Landsbankans, sem hefur styrkt sjóðinn og ávaxtað. in verði áfram á Sogni, og ljóst að þörf sé á stækkun. Vonir standi auk þess til þess að takist að ráða geðlækni á Heilbrigðisstofnunina, sem muni þá, ásamt Magnúsi, sinna bæði Sogni og Litla-Hrauni. „Þróunin var sú lengi vel að rýmin [á Sogni] voru ekki full, og í einhverjum tilvikum voru þar fangar af Litla-Hrauni um tíma. Nú er þróunin hins vegar sú að ósakhæfum er að fjölga, öll rýmin eru setin af ósakhæfu fólki og einstaka sinnum hafa verið þrengsli og þurft að nota við- talsherbergi,“ segir Jón. Hann segir að rætt hafi verið um viðbyggingu, og starfshópurinn muni skoða hvernig sé best að standa að málum. Lík- legt sé að þurfi að stækka, en ekki ljóst hversu mikið. Hópurinn á að skila af sér sem fyrst. „Við vonumst auðvitað eftir viðbyggingu, sem verði sérstaklega hönnuð fyrir þetta hlutverk,“ segir Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni. Hann segist vona að þessi endurskoðun þýði að réttargeðdeildin verði tvöfölduð í það minnsta. Þar er í dag gert ráð fyrir plássi fyrir sjö ein- staklinga, en átta dvelja þar nú. Fjölga þyrfti starfsfólki verulega Magnús segir ljóst að ef af stækkun verði þurfi að fjölga starfsfólki verulega, en sérfræðiþjón- ustu megi að miklu leyti samnýta með Litla- Hrauni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að honum þætti einsýnt að réttargeðdeild- Starfshópur ráðherra á að huga að uppbyggingu Réttargeðdeildarinnar að Sogni Yfirlæknir vonast til að deildin verði tvöfölduð Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli var opnað í gær, laugardag, í fyrsta sinn á þessum vetri og fjölmenntu Akureyringar og skíðafólk víðar af landinu í fjallið strax í gærmorg- un. Þar var sunnan gola, hiti rétt undir frostmarki og frábært skíða- færi í þurrum snjó, að sögn Guð- haldið. Byssurnar sem keyptar voru til snjóframleiðslu í Hlíð- arfjalli eru komnar á staðinn og sagði Guðmundur Karl að snjó- framleiðslan hæfist eftir 2 vikur. Með náttúrulegum snjó og fram- leiddum til viðbótar, ætti því að vera hægt að bjóða upp á bestu að- stæður í fjallinu í vetur og þá er þetta aðeins spurning um tíðar- farið. nefndar Skíðasambands Íslands, var fyrstur í lyftuna að þessu sinni og er þetta í þriðja sinn frá árinu 2000 sem hann er fyrstur í lyftuna við upphaf skíðavertíðar. Skömmu síðar var bæjarstjórinn á Akur- eyri, Kristján Þór Júlíusson, mættur á svæðið í fullum her- klæðum. Guðmundur Karl sagði að útlitið fyrir veturinn væri gott og hann er bjartsýnn á fram- mundar Karls Jónssonar, for- stöðumanns Skíðastaða. Stólalyftan Fjarkinn var í gangi í gær og einnig toglyfta, upp að skíðahóteli, sem aldrei var gang- sett í fyrravetur vegna snjóleysis. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur ekki verið opnað jafn snemma frá árinu 1981 en þá voru lyftur gang- settar 26. október. Guðmundur Jakobsson, formaður alpagreina- Morgunblaðið/Kristján Skíðafólk fjölmennti í Hlíðarfjall Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is SKÝRSLA um berglagarannsóknir milli lands og Eyja sem bíður kynningar af hálfu Vegagerðarinnar felur m.a. í sér að leki í bergi næst Heimaey er meiri en menn hafa áætlað, þótt ekki sé meira um bergsprungur þar en annars staðar að sögn Hreins Har- aldssonar hjá Vegagerðinni. Skýrslan felur í sér úttekt á jarðlögum en fer lítið inn á svið jarðgangagerðar. Á næstu 4–6 vikum verður hins vegar farið í að meta jarðgangagerð m.a. út frá niðurstöðum skýrslunnar. Rannsóknirnar ganga út á að skoða hversu langt er niður á fast berg en reiknað er með að göng þurfi að liggja 40–50 metra undir yfirborði bergsins á hafsbotni. Einnig eru skoðaðar gerðir bergsins, styrkleiki þess og þéttleiki. Ljóst er að dýrara og erfiðara verður að grafa göngin ef bergið er lekt og veikt, en þessi atriði verða vegin og metin á næstu vikum. Meiri leki í bergi næst Heimaey en áætlað var BÚNINGAR Sollu stirðu og Íþróttaálfsins úr Latabæ seldust upp í Bandaríkjunum fyrir hrekkjavöku, að sögn Ágústs Freys Ingasonar, talsmanns Lata- bæjar. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir búningar eru á boðstólum fyrir hrekkjavökuna þar í landi. Segir Ágúst að vörur tengdar þáttunum séu smám saman að koma á markað í Bandaríkjunum, búið sé að gefa út mynddisk og geisladisk og svo muni vörur frá Fisher Price leikfangaframleið- andanum koma á markað nú fyrir jólin. Latibær er fjórða vinsælasta barnaefnið í sjónvarpi í Banda- ríkjunum á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Nielsen Media Research en í hverri viku horfa 4,4 milljónir áhorfenda á þáttinn. Þá hefur verið samið um sýningarrétt á Latabæ í 48 lönd- um auk Bandaríkjanna. Nú síðast voru þættirnir frumsýndir í Bret- landi á BBC og á sama tíma á stöð Nickelodeon í Bretlandi og telst það einstakt þar sem þessar stöðvar hafa ekki gert slíka samn- inga áður. Var ákveðið að leggja samkeppnissjónarmið til hliðar og hafa velferðarsjónarmið barna að leiðarljósi. Eru börn og fjölskyld- ur þeirra þannig hvött til hreyf- ingar og heilbrigðs lífernis. Latabæjarbúningar seldust upp fyrir hrekkjavöku Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is NOKKUR grömm af sveppum og amfeta- míni fundust í bíl við hefðbundið eftirlit í fyrrinótt samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi. Voru fjórir menn handteknir en þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Hafa mennirnir ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur. Fíkniefni fundust í bíl ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.