Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 63 DAGBÓK Má bjóða þér góðverk? ÉG sá frétt í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 2. nóv. sl. á bls. 6 og var fyrirsögnin „Má bjóða þér góð- verk?“. Fjallar fréttin um 3 drengi á Egilsstöðum sem gengu í hús og buðu góðverk. Eins kom fram að þeir styrktu eitt barn á Indlandi. Fannst mér þetta svo fallegt. Vil ég vekja athygli fólks á þessu því það er mikið kvartað yfir unglingum nú til dags en þetta sýnir hvað ungling- ar geta gert. Finnst mér þetta mjög athyglisvert og finnst að meira ætti að gera af því að virkja börn og unglinga til að gera svona góðverk. Ellen. Baugsmálið endalausa ALVEG er það með ólíkindum hvað fólk getur endalaust fjallað um Baugsmálið. Frá sjónarhóli almúg- ans er þetta ekki annað en blóðug barátta á milli hákarla, sem á með- an láta okkur litlu fiskana í friði. Það sem hins vegar skiptir okkur öll mestu máli er verðsamráð olíufé- laganna, því það varðar hag hvers mannsbarns. Læðist að mér grunur að verið sé að reyna að þegja það í hel með fjaðrafokinu í Baugsmálinu. Hvernig væri að þessir frétta- menn héldu máli olíufélaganna gangandi svo það fyrnist ekki. Hildur Harðardóttir. Styðjum við Sólvang ÉG skora á bæjarbúa í Hafnarfirði að leggja krafta sína saman og styðja það að Sólvangur verði stækkaður þannig að hægt sé að bjóða þeim einstaklingum sem þar dvelja mannsæmandi húsnæði. Það hljóta allir bæjarbúar að vita að Sólvangur hefur alltaf tekið inn þá sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Það er ekki lengur bjóðandi fólki að búa ekki í sérbýli og þurfa að deila stofu ásamt öðrum. Ég vil að bæjarfélagið sjái um tvær heilbrigð- isstofnanir í bænum, Sólvang og St. Jósefsspítala. Eins skora ég á heilbrigðisráðherra að gera eitthvað í málinu. Hafnfirðingur. Sigurlín er týnd SIGURLÍIN er svört og hvít 6 mánaða læða, smávaxin. Hún týnd- ist frá Vogatungu 95 í Kópavogi sl. þriðjudag. Hún er merkt og með bláa ól og bjöllu. Þeir sem hafa orð- ið varir við hana vinsamlega hafið samband í síma 822 7726. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.isHM í Portúgal. Norður ♠DG2 ♥KDG7 A/Enginn ♦K ♣ÁD1065 Vestur Austur ♠105 ♠973 ♥9 ♥108432 ♦G986 ♦105432 ♣KG7432 ♣ – Suður ♠ÁK864 ♥Á65 ♦ÁD7 ♣98 Þegar litið er á hendur NS sést fljótlega að sjö grönd er besti samn- ingurinn, en hitt er ennfremur ljóst að sjö spaðar er einnig góð slemma, sem ætti að vinnast undir venjuleg- um kringumstæðum. En þegar horft er til beggja átta kemur á daginn að kringumstæður eru langt frá því að vera venjulegar – austur er með eyðu í laufi, svo út- spil í laufi hnekkir sjö spöðum. Spilið er frá raðkeppninni í Estoril og flest NS-pörin enduðu í sjö gröndum, oft eftir viðkomu í sjö spöðum, sem austur doblaði til út- spils, en norður breytti í sjö grönd. Útspilsdobl eru sannarlega ekki ókeypis! Ítalinn Bocchi fann hins vegar ódýra leið til að vísa á rétta útspilið án þess að afhjúpa sitt rétta eðli. Það var í viðureign við aðra bandarísku sveitina í raðkeppninni: Vestur Norður Austur Suður Duboin Moss Bocchi Gitelman – – Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Dobl (!) 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Moss og Gitelman spila Standard og tvö lauf er krafa í geim. Eftir að Moss tekur undir spaðann á þriðja þrepi taka við fyrirstöðusagnir og síðan spyr Gitelman um lykilspil með fjórum gröndum. Svarið á fimm lauf- um sýnir eitt lykilspil (1.430 svör) og þá notar Bocchi tækifærið og doblar með eyðuna! Leið NS liggur síðan upp í sjö spaða, sem austur getur nú passað rólegur, því hann hefur þegar bent makker á rétta útspilið. Duboin hlýddi makker og kom út með lauf, svo slemman fór einn nið- ur, en hinum megin sögðu Ítalir sjö grönd og unnu. Kannski hefði norður átt að stýra sögnum í sjö grönd, en það er auð- velt að vera vitur eftir á – og mun auðveldara ef austur doblar sjö spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is www.kontakt.is Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 • www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Sérfræðingar þínir í fyrirtækjaviðskiptum. H O R N /H a u k u r / 2 0 5 2 Skemmtifundur í Glæsibæ í dag kl. 15.00 Nokkrir af bestu ungu harmonikuleikurum landsins leika, m.a. Oddný Björgvinsdóttir, Rut Berg, Sólberg Valdimarsson og Ari Magnússon. Kaffikonur sjá um veitingar að vanda. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R GRUNNSKÓLANEMENDUR NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska o.fl. Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskóla. sími 557 9233, www.namsadstod.isNemendaþjónustan sf. Hópmeðferð - Innsæismeðferð Í nóvember hefst hópmeðferð fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja efla samskipti, starfsgetu, sköpunargleði, bæta andlega og líkamlega líðan. Í hverjum hópi verða 8-10 manns sem mætir 3 sinnum í viku. Meðferðin byggir á „psychoanalytiskum“ grunni, þ.e. kenningum sálgreiningar sem hafa verið þróaðar með tilliti til hópa. Að meðferðinni stendur þverfaglegt teymi. Í teyminu eru Anna K. Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, Halldóra Halldórsdóttir, listmeðferðarfræðingur, Hanna Unnsteinsdóttir, félagsráðgjafi, Ragnheiður Indriðadóttir, sálfræðingur. Ráðgefandi geðlæknir starfar við teymið. Nánari upplýsingar eru veittar frá mánudegi til fimmtudags í símum 557 1438 og 553 9655 frá kl. 18:00 til 19:00. geymið auglýsinguna SNERRA hefur gefið út Upplifðu Ísland ljós- myndabók eftir Hauk Snorrason ljósmyndara með Íslandsmyndum af ýmsum toga. Bókin skipt- ist í 5 kafla og er þema bókarinnar að upplifa Ís- land á sem fjölbreytilegastan hátt; að upplifa Ísland úr lofti, upplifa dýralífið, listaverk nátttúrunnar, bæ og borg og svo æfintýrin. „Að upplifa æfintýrið er að upplifa ísland af hestbaki, skíðum, flúðasigl- ingum, kajökum, gönguferðum, jeppa- ferðum og fl. Listaverk náttúrunnar er kafli með listrænum ljósmyndum, nokkuð sem lítið hefur sést af í Íslandsbókum til þessa. Bókin er því skemmtileg blanda af landslagmyndum, útivist, mannlífi og dýralífi,“ segir í kynningu útgefanda. Texti bókarinnar er eftir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing og formála ritaði Ómar Ragnarsson fréttamaður. Aðalhönnuður bókar- innar er Gísli B. Björnsson. Upplifðu Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.