Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 27 M IX A • fí t • 5 0 9 7 2 Starfsmenntaverðlaunin 2005 Starfsfólki Landsvirkjunar er það mikill heiður að fyrirtækið hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2005 fyrir öflugt fræðslustarf. Þessi viðurkenning er Lands- virkjun og þeim sem þar starfa hvatning til að halda áfram á sömu braut. Starfsmenntaráð og Mennt standa að afhendingu Starfsmenntaverðlaunanna ár hvert, en þau eru hugsuð sem hvatning fyrir þá sem þykja vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar. Starfsmenntun er ein af undirstöðum framþróunar í atvinnulífinu. Með því að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi er hægt að bæta verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna. Kærar þakkir! Rjúpnaveiðitíminn er nú u.þ.b. hálfn-aður og margir veiðimenn búnir aðleggja byssuna á hilluna eftir aðhafa náð „kvótanum“ fyrr en þeir gerðu kannski ráð fyrir. Ýmsar tröllasögur hafa verið á kreiki með- al veiðimanna um gríðarlegt magn af fugli og víst er að margir veiðimenn hafa háð erf- itt stríð við samvisku sína um að hætta veið- um þó nóg væri af rjúpu og drjúgt eftir af deginum. Þá er hollt að minnast þess að eng- inn er að bjarga lífi sínu með veiðum, þetta er útivist og sportveiðar eingöngu og magnið skiptir ekki máli þó vissulega sé það hægara sagt en gert þegar veiðigleðin grípur menn. Góðu fréttirnar eru þó þær að langflestir veiðimenn hafa stillt veiðum sínum vel í hóf og menn eru almennt mjög vel meðvitaðir um afleiðingar þess að stunda hömlulausar veiðar, þá verður gripið í taumana ofanfrá og veiðarnar bannaðar að nýju eða takmark- aðar enn frekar svo erfiðara verður að stunda þær en nú er. Sölubannið virðist líka hafa skilað tilætluðum árangri því sann- arlega munar um það þegar rjúpur eru ekki lengur til sölu í verslunum eða á villibráð- arhlaðborðum veitingahúsanna; sölu á fáein- um fuglum á milli einstaklinga er aldrei hægt að koma í veg fyrir og skiptir engum sköpum í stjórnun rjúpnaveiðanna. Fjöl- miðlar ættu einnig að huga að ábyrgð sinni í þessu efni og hlaupa ekki eftir ýkjusögum um uppsprengt verð svo menn fái ekki of- birtu í augun yfir hugmyndum um vænt- anlegan gróða. Önnur hlið á sölubanni á rjúpum er sú að önnur villibráð verður eft- irsóttari fyrir vikið og verða yfirvöld að huga að því að ekki verði gengið of nærri öðrum veiðifuglastofnum nú í framhaldinu. Er nán- ast fremur tímaspurning hvenær sala á allri villibráð verður bönnuð til að koma böndum á magnveiði hvar sem bólar á henni. Það er einnig ljóst að rjúpnaveiðin nýtur mun meiri athygli almennings og aðhalds fjölmiðla eftir að hún var leyfð að nýju en fyrir bannið. Magnveiðimönnum er því erf- iðara um vik að stunda iðju sína og vonandi verða sem fæstir til þess að kaupa rjúpur af þeim sem veitt hafa langt umfram eigin þörf. Eftirlit stjórnvalda hrekkur skammt ef al- menningur tekur ekki þátt í veiðistjórn- uninni með því að höfða til samvisku veiði- manna og leiða má líkum að því að margar fjölskyldur hafi hreinlega tekið þá ákvörðun að hafa annað í jólamatinn en rjúpur eftir að hafa vanist því um tveggja ára skeið. Sá er hér ritar lýsir í raun yfir von sinni um að eft- irspurn eftir rjúpum minnki ef það mætti verða til þess að draga úr veiðunum því hóf- legar veiðar eru eina leiðin til að tryggja að hægt verði að stunda rjúpnaveiðar um ókomin ár. Frá því rjúpnaveiðitíminn hófst 15. októ- ber hefur veiðimönnum staðið til boða að skrá dagsveiði sína inn á rafræna veiði- dagbók Veiðistjórnunarsviðs Umhverf- isstofnunar. Áki Ármann Jónsson for- stöðumaður Veiðistjórnunarsviðs segir að veiðimenn hafi brugðist vel við þessari nýj- ung og færslur séu nú orðnar um 300. „Tilgangurinn með veiðidagbókinni er að sjá hvert heildarmagn veiðanna er en einnig að átta sig á veiðiálaginu og hvernig það skiptist eftir dögum. Það kemur kannski fáum á óvart að álagið er mest um helgar og að menn eru að veiða 1 rjúpu á klukkutíma að meðaltali,“ segir Áki Ármann. Hann segir að veiðimenn virðist almennt virða tilmælin um að veiða ekki fleiri en 15 rjúpur en þó verði að gera ráð fyrir skekkju sem stafi af því að þeir sem veiði meira skrái ekki veiðina. „Það sem kemur mest á óvart við veið- arnar í haust er að menn eru ekki að sjá eins mikið af rjúpum og búist var við. Ólafur Nielsen fuglafræðingur hélt erindi á Húsa- vík á ársfundi Náttúrustofu á föstudags- kvöldið og þar kom fram að hlutfall fullorðinna fugla í veiðinni það sem af er tímabilinu væri hærra en gera mátti ráð fyrir. Þessar rannsóknir Ólafs byggjast á því að veiðimenn sendi honum væng af hverjum fugl sem veiddur er því af vængjunum eru fuglarnir aldursgreindir. Því meira af vængjum sem veiðimenn senda inn því skýrari mynd fæst af áhrifum veið- anna á stofninn í haust þegar borið verður saman við niðurstöður af talningum á rjúp- um næsta vor. Ég vil því hvetja veiðimenn til að senda sem mest af vængjum svo sem skýrastar niðurstöður fáist.“ Talning á gæsum Núna um helgina, 5. og 6. nóvember, verða grágæsir taldar á Bretlandi. Arnór Sigfússon fuglafræðingur sem hefur stundað rannsóknir á gæsum hérlendis um árabil og hefur því beðið fuglaáhugamenn og veiði- menn að fylgjast vel með um helgina af eft- irfarandi ástæðum. „Það er mikilvægt að vita hvort eitthvað verulegt magn af gæsum sé enn hér á landi svo unnt sé að taka það með í reikninginn. Því vil ég óska eftir því að þeir veiðimenn sem verða varir við gæsir á næstu dögum láti mig vita. Gott væri að vita hvar og hve- nær menn sáu gæsir, og hve margar menn telja að þær hafi verið, nú og svo hvaða teg- und sást. Einnig er mikilvægt að heyra ef menn sjá engar gæsir þar sem þeirra væri annars von. Ég mun svo taka saman þær upplýsingar sem ég fæ og senda talning- araðilum á Bretlandi sem eru Wildfowl & Wetlands Trust auk þess sem ég mun senda þeim sem senda mér upplýsingar samantekt seinna.“ Upplýsingar má senda á arnor@vst.is eða hafa samband við Arnór í síma 894-9960. SKOTVEIÐI | MARGIR RJÚPAVEIÐIMENN BÚNIR AÐ LEGGJA BYSSUNA Á HILLUNA EFTIR AÐ HAFA NÁÐ „KVÓTANUM“ Rjúpnavængir og gæsatalning Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Ingó Rjúpnaveiðimenn eru hvattir til að senda Nátt- úrufræðistofnun væng af öllum felldum rjúpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.