Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 A 11 sprungu á sínum tíma. Þá eru ótaldir allir hin- ir sem hafa slasast. Þriðjungur sprengnanna sem sleppt var úr lofti sprakk ekki. Þeim var ekki hent úr nógu mikilli hæð. Við lendingu grófust margar þeirra niður og færðust jafn- vel úr stað við monsúnrigningar á regntíma- bilinu. Þegar bændur plægja land sitt dúkka þær síðan upp. Skóflan eða hakinn rekst í sprengjuna og voðinn er vís. „Flestir sem lenda í þessu eru bara venju- legt fólk eins og ég og þú. Það kemst í snert- ingu við sprengjur eða sprengjubrot þegar það ræktar landið eða leitar til dæmis að eldi- viði. Stór hluti fórnarlamba er líka börn sem vita ekki að sprengjurnar eru hættulegar,“ segir starfsmaður hjá Uxo Lao, vinalegur karlmaður á miðjum aldri. Ógnvekjandi tölfræði Tölfræðin í Laos er ógnvekjandi. Í 10 af 18 héruðum landsins er mikill fjöldi sprengna. Könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að í 25% af byggðarlögum landsins væri enn fjöldi ósprunginna sprengna. „Búið var að samþykkja að ekki yrði barist í Laos. Stríðið hérna fór fram í laumi því heimurinn mátti ekki vita af því að verið væri að brjóta samningana. Þetta var hins vegar ekkert laumuspil fyrir fólkið á svæðinu sem missti ættingja, já og útlimi – og gerir enn,“ hvíslar heimamaður að mér eftir heimsóknina til Uxo Lao. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, styrkir starfsemina og ég ákveð að heilsa einnig upp á fólk þar á bæ. Ungur karlmaður bendir á að vandamálin vegna sprengnanna séu óteljandi. „Laos er bláfátækt land og margir hafa varla í sig og á. Fólk sveltur við hliðina á svæðum sem hægt væri að nota til hrísgrjónaræktunar,“ segir hann og fórnar höndum. Ég kinka kolli. Það er ekkert grín að sprengjur liggi eins og hráviði í landi þar sem 80% íbúa vinna við akuryrkju. Laos er eitt af fátækari ríkjum heims. Mér er bent á að mikil þörf sé á skólum, sjúkrahúsum og öðru en slíkt sitji á hakanum vegna fjármagns- skorts. Fjármagnið fari heldur í að sprengju- hreinsa – enda sé það grundvallaratriði. Sprengjur úr löngu liðnum átökum hindri þann- ig alla framþróun og komi í veg fyrir bætt lífs- kjör. Málmur úr sprengjum leið til að lifa af Héraðið Xiang Khouang fékk yfir sig einna mest af sprengjum á sínum tíma. Þangað held ég með rútu og virði bergnumin fyrir mér lands- lagið. Á stórkostlegum bæjarstæðum standa stráhús á stultum. Fjallgarðar mynda tignar- lega umgjörð um græna skóga og fallegar hæðir. Laos er afar hæðótt land. Þegar nær dregur áfangastað verða sviðnir blettir í landslaginu áberandi. Þetta eru blettir eftir sprengjur sem hafa sprungið. Þarna vex ekki neitt. Víða má sjá sprengjuhylki og hvers kyns málm úr sprengjunum notaða á alla mögulega vegu. „Blessuð vertu, þegar ég var lítill strákur og flugvélarnar sveimuðu hérna yfir, fórum við vinirnir í þann leik að giska á hvaða flugvél henti sínum farmi fyrst niður. Sá sem gat rétt vann,“ segir heimamaður á áfangastað og tek- ur bakföll af hlátri. „Maður varð náttúrlega að reyna að hafa húmor fyrir þessu.“ Ég dvel nokkra daga í héraðinu og verð allt- af jafnhissa þegar ég rek augun í sviðinn blett. Þetta eru óhugnanleg minnismerki. Það er kaldhæðnislegt að það sem hent var yfir heimamenn til að valda skaða, skapi fyrir þá allra fátækustu leið til að skrapa saman fáein- um aurum. Þeir safna sprengjuhlutunum sam- an og selja málminn. Þetta er hættulegt verk og margir láta við það lífið. Aðrir springa í loft upp þegar þeir hætta sér út á hrísgrjónakur sem ekki hefur verið hreinsaður. Eitthvað verður fólk að borða og eitthvert land verður það að rækta. Hversu lengi er hægt að bíða eft- ir sprengjuhreinsun? Verðmætamat Bandaríkjanna og Frakklands Á 21. öld í Laos hefta meira en 30 ára gamlar sprengjur daglegt líf. Eftir því sem ég hugsa meira um málið og tala við fleiri, verð ég reið- ari. Hvað á það að þýða af Bandaríkjaher að dreifa hálfu tonni af sprengjum yfir hvern heimamann í landi sem heita átti hlutlaust? Hvað áttu Norður-Víetnamar með að vera hér með sitt lið? Frakkar voru heldur ekki barnanna bestir þegar þeir reyndu að vinna Laos aftur eftir seinni heimsstyrjöldina og grófu fjölda jarðsprengna í jörðu. Þar sem ég þramma um stræti höfuðborgarinnar og sé fyr- ir mér sviðna bletti í landslagi verð ég foxill. Í höfði mér glymja orð hjálparstarfsmanns sem ég ræddi við daginn áður. „Frakkar og Bandaríkin gefa fé til sprengju- hreinsunarinnar og það er gott og vel. Þeir láta hins vegar ekki nándar nærri nóg. Voru það ekki þeir sem komu þessu fyrir hérna?“ sagði viðmælandi minn, skýr og ákveðin kona. Hún bætti við: „Veistu, Bandaríkjamenn eyða sex sinnum meira í að grafast fyrir um örlög týndra hermanna úr átökunum í Víetnam en í sprengjuhreinsun í Laos. Maður horfir á þetta og getur ekki annað en hugsað hvort sé mik- ilvægara, að leita að dánum bandarískum her- mönnum eða að koma í veg fyrir að fólk í Laos í dag láti lífið?“ Ég spurði konuna hvort Bandaríkjastjórn hefði að minnsta kosti ekki lýst einhverri ábyrgð á hendur sér í málinu. Hún hristi höf- uðið. „Ó, nei. Það litla sem hún gerir lítur hún á sem góðgerðarstarfsemi, en ekki nokkuð sem henni beri nein skylda að gera. Ég spyr nú bara: Á maður ekki að hreinsa upp eftir sig, eða hvað?“ Höfum við lært af mistökunum? Þar sem ég þramma inn í búddahof hugsa ég um orð konunnar. Meira en helmingur lands- manna í Laos er búddatrúar. Í djúpum þönk- um um þjóðir heims, hernaðarútgjöld og víg- búnað virði ég fyrir mér fallegt búddalíkneski. Höfum við lært af atburðunum í Laos? Ja, klasasprengjur eru enn notaðar. Þær virka nefnilega svo vel. Þær ná að valda svo ansi miklum skaða. Og jarðsprengjur? Á hverju ári er um tveimur milljónum nýrra jarðsprengna komið fyrir um víða veröld. Það getur kostað ekki nema nokkra tíkalla að koma slíkri sprengju fyrir en tugi þúsunda að taka hana upp. „Og á hverjum bitnar þetta síðan allt saman? Jú, óbreyttum borgurum, börnum að leik – fólki eins og í Laos,“ muldra ég og lít fast í augu Búdda. Gott ef hann blikkar mig ekki og virðist vera hjartanlega sammála. Morgunblaðið/Sigríður Víðis valda enn skaða „Maður horfir á þetta og getur ekki annað en hugs- að hvort sé mikilvægara, að leita að dánum banda- rískum hermönnum eða að koma í veg fyrir að fólk í Laos í dag láti lífið?“ Það magn sprengna sem dreift var yfir Laos sam- svarar fullum flugvélar- farmi sem losaður er á átta mínútna fresti, allan sólarhringinn – í níu ár. Niðurstaðan er hálft tonn af sprengjum á hvern heimamann. Gripahús gert úr sprengjuhylkjum. Málmurinn í sprengjunum er verðmætur og nýttur til allra mögulegra hluta. sigridurv@mbl.is  Pathet Lao-hreyfingin í Laos var stofnuð árið 1950 með stuðningi kommúnísku hreyfing- arinnar Viet Minh í Víetnam. Bandaríkjastjórn horfði með skelfingu á uppgang kommúnista í Víetnam og var hrædd um að kommúnistar næðu álíka áhrifum í Laos. Hún studdi konungs- stjórnina í Laos gegn kommúnistum í landinu. Árið 1960 var norður- og austurhluti Laos þó kominn undir stjórn Pathet Lao.  Í Víetnam hófust átök á milli Bandaríkja- manna og kommúnista í Norður-Víetnam. Í sam- komulagi sem skrifað var undir árið 1962 í Genf í Sviss var því lýst yfir að Laos skyldi vera hlut- laust í átökunum og að þar skyldi ekki barist. Bandaríkjamenn hófu í framhaldinu að draga sig út úr Laos en Norður-Víetnamar, sem hreiðrað höfðu um sig á kommúnískum svæðum í Laos, fóru hvergi.  Árið 1964 kom bandaríski herinn sér fyrir í Taílandi og bandarískir flugmenn hófu að fljúga yfir Laos á leið sinni til og frá Norður-Víetnam. Dæmi voru um að þeir tæmdu úr flaugum sínum yfir Laos til að koma aftur frá Víetnam án farms. Auk þess að varpa sprengjum yfir Laos bjuggu Bandaríkjamenn til og studdu her sem sam- anstóð að mestu leyti af Hmong-þjóðflokknum í Laos og barðist beint gegn Pathet Lao.  Vegna samninganna, sem fallist hafði verið á í Genf og sögðu til um að í Laos skyldu ut- anaðkomandi hermenn ekki vera, varð stríðið að fara leynt. Það komst því ekki í heimsfréttirnar og margir töldu að einungis væri barist í Víet- nam. Stríðið í Laos fékk raunar seinna meir nafnið Laumustríðið (The Secret War). Norður- Víetnamar hirtu lítið um samningana frá Genf en Bandaríkjamönnum var í mun að líta ekki illa út gagnvart alþjóðasamfélaginu. Til að komast framhjá samningunum breytti bandaríski herinn flughermönnum tímabundið í svokallaða „borg- aralega flugmenn“. Þar sem þeir máttu ekki líta út eins og hermenn flugu þeir inn á stríðssvæðið í stuttermabolum og með kúrekahatta og sól- gleraugu. Þeir höfðu dulnefnið Hrafnarnir. Mann- fall hjá Hröfnunum var gríðarlegt, allt upp í 50%. Stríðið var svo mikið laumuspil að það var aldrei nefnt opinberlega í neinum talstöðvasam- skiptum. Menn vísuðu einfaldlega til aðgerðanna í Laos sem Hinna vígstöðvanna (The Other Theater).  Staðurinn Long Tien varð aðalbækistöðvar Hmong-hersins sem Bandaríkjastjórn studdi. Long Tien varð önnur stærsta borgin í Laos og þar var á tímabili einn af mest notuðu flugvöllum í heimi. Borgin kom hins vegar hvergi fram á korti og var aldrei nefnd öðruvísi en með dulnefnum. Aðrir staðir í Laos sem höfðu herflugvelli voru sömuleiðis nefndir dulnefnum. Um tíma voru þeir 400 talsins.  Norður-Víetnamar höfðu á tímabili 70.000 manns í landinu, þrátt fyrir að það væri ólöglegt samkvæmt samningunum frá 1962. Þeir notuðu sömuleiðis austurhluta landsins til flutninga frá Norður-Víetnam til Suður-Víetnam. Sú leið fékk yfir sig gríðarlegt magn sprengja frá Bandaríkja- her. Þar var auk þess dreift eitri sem enn í dag finnst í vatni á svæðinu.  Þegar Saigon í Víetnam féll árið 1975 náðu kommúnistar endanlega völdum bæði í Víetnam og í Laos og þar ríkja þeir enn. Í stjórnarskránni í Laos er reyndar hvergi vísað til kommúnisma og í landinu finnst hvorki stytta af Marx né Lenín. Kommúníska byltingin í Laos er sögð hafa grund- vallast á þjóðernishyggju frekar en kommún- ískum hugsjónum. Bent hefur verið á að vegna þess að Norður-Víetnamar voru þeir einu sem voru tilbúnir að hjálpa fólki í Laos í baráttu þess fyrir frelsi frá Frökkum, hafi hugmyndir þeirra hlotið stuðning. Laumustríðið sem bannað var að heyja Íbúar Laos kalla landið sjálfir Lao. Það voru Frakkar sem bættu s-inu aftan við. Laos var frönsk nýlenda. Þegar landamæri landsins voru dregin voru það Bretar, Kínverjar og Síamveldið (Taíland), sem gerðu samning sín á milli, án samráðs við fólk í Laos. Við veru Frakka í landinu lærðu margir heimamenn frönsku og þar má í dag fá baguette-brauð og finna fólk þar talar frönsku. Í seinni heimsstyrjöldinni tóku Jap- anir Laos og neyddu konung landsins til að lýsa yfir sjálfstæði frá Frökkum. Við það réðust Frakkar á Laos og lýstu landið aftur franska nýlendu. Nokkru síðar varð til hreyfingin Pat- het Lao, sem hafði það að markmiði að frelsa Laos frá Frökkum. Pathet Lao þýðir „Land Lao-fólksins“. Landið fékk loks sjálfstæði frá Frökkum árið 1953. Lao eða Laos?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.