Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 69 TÓNLIST Íslenskar plötur Lúdó og Stefán - 45 rokkár  Lúdó sextett og Stefán skipa hér þeir Stefán Jónsson (söngur), Arthur Moon (bassi, söngur), Elfar Berg (píanó, hljóð- gervill), Hans Jensson (saxafónar, söng- ur), Þorleifur Gíslason (saxafónar), Hall- varður S. Óskarsson (trommur, söngur) og Vilhjálmur Guðjónsson (gítar). Lög og textar eru eftir ýmsa höfunda, innlenda sem erlenda. Útsetningar og upptökur voru í höndum Þorleifs Gíslasonar. Þor- leifur og Vilhjálmur Guðjónsson hljóð- blönduðu. Lúdó gefur út. ROKKSVEITIN Lúdó er nánast jafngömul rokkinu sjálfu, var stofn- uð örfáum árum eftir að Haley, Presley og félagar höfðu hrundið þessu langlífa æði af stað. Lúdó hef- ur verið starfandi síðan og leikið reglulega á hljóm- leikum þó minna hafi verið um plötuútgáfu. Reyndar er meira en aldarfjórðungur síðan að síðasta plata kom út. Úr þurrkinum hefur nú verið bætt en kveikjan að þess- ari plötu var endurútgáfa „Rauðu plötunnar“ fyrir fjórum árum, sem SG gaf upprunalega út árið 1976. Lúdó halda sig hér eðlilega við það sem þeir kunna best og hafa einbeitt sér að á löngum ferli, það er rokk og ról eins og það var fram- ið á sjötta áratugnum. Inn á milli eru síðan tvö skandinavísk stuð- ballalög, tvö frumsamin lög og svo perla þeirra Oddgeirs Kristjáns- sonar og Ása í Bæ, „Ég veit þú kemur“. Upphafslagið, „Djamma og fríka út“ er eitt þeirra frumsömdu, er eftir Þorleif Gíslason, saxafónleika sveitarinnar. Lagið í gamaldags rokkstíl og textinn hreint ævintýra- legur þar sem segir af stuðbolta sem ætlar að sletta ærlega úr klaufum, drekka viskí af stút og verða „kærulaus og kúl“. Í texta segir m.a.: „Ég hitti píj’ og sagði „jú æ fíl“ en svarið var „jú hev nó sexapíl“! Þetta hnoð er að sjálf- sögðu í stíl við það sem tíðkaðist (og tíðkast reyndar enn) í rokk- textagerð en bæði lag og texti fara þó á endanum fram úr sér í vitleys- isgangi. Hitt frumsamda lagið, „Hún æpti“, er svipað að gæðum. Þessi beint-af-augum hráleiki gerir plötuna á köflum nokkuð áhlýðilega en þess á milli er eins og hún koðni hálfpartinn niður. „Litli Jón“ („The Hucklebuck“) og „Komdu ljúfan“ („Be My Guest“) eru dæmi um kraftlítinn og flatan flutning sem einkennir plötuna í of miklum mæli. Einnig finnst mér skandinavíska sveiflutvennan, „Töfrar“ („Frid og gammen“) og „Æskuvinir“ („Samma tid samma plats“) vera illa á skjön við annað efni á plötunni. Tvennan er þó sæmilega sungin af trymblinum Hallvarði S. Óskarssyni. Stefán Jónsson er einn merkasti rokk- söngvari Íslendinga, baritónröddin er ákveðin en hlý og er unun á að hlýða þegar vel er. Á þessari plötu er söngröddin þó oftast fremur stirðbusaleg einhverra hluta vegna. Lúdó ná sér best á strik í „Um hól og tún“ („Bony Maronie“) sem rokkar bara nokkuð feitt en best er þó lokalagið, „Ástin“ („Feelings“). Það er bæði fallega sungið og vel útsett, undirspilið nær vel þeim ljúfsára anda sem lagið býr yfir. Umslagshönnun plötunnar er af- skaplega klén og eins er leiðinlegt að sjá lagatitla beygða undir enska setningarfræði. Þannig stendur „Ég Veit Þú Kemur“ í stað „Ég veit þú kemur“. Talsvert er þá um stafsetningarvillur í bæklingi. Það er efalaust glatt á hjalla er rokkstríðshestarnir í Lúdó skemmta á tónleikum en á plötu þessari er stuðið ekki að komast nægilega vel til skila. Tölt um langan veg Arnar Eggert Thoroddsen stund“ og þorpsrómantíkin „Bær- inn minn“. Hljóðfæraleikur er lýtalaus, gít- arleikarar standa sig einkum vel, en eru sex talsins svo ómögulegt er að ráða í það hver á í hlut hverju sinni. Hlynur Þór Valsson blæs líka vel í munnhörpu í tveimur lögum. Allur frágangur er fagmannlegur, hljómur góður og umbúðir vel úr garði gerðar. TÓNLIST Geisladiskur Matti Óla – Nakinn  Geislaplata Matta Óla. Matti Óla flytur eigin lög og texta ásamt hljómsveit. Flytjendur eru Matti Óla, Hallbjörn V. Rúnarsson, Hlynur Þór Valsson, Kristinn Hallur Einarsson, Ólafur Ingólfsson, Ólaf- ur Þór Ólafsson, Smári Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristinn Jónsson og Pálmar Guðmunds- son. Upptökur og hljóðblöndun fóru fram í Upptökuheimili Geimsteins. Matti Óla gefur sjálfur út. EINHVERRA hluta vegna er al- gengast að þeir sem fást við tónlist hefji ferilinn ungir, jafnvel sem unglingar. Þó fá auðvitað aðrir áhugann síðar og stunda þá hugs- anlega tónlistina á öðrum forsendum, eða a.m.k. sínum eigin. Matti Óla er einn þeirra og gefur í haust út sína fyrstu breið- skífu, Nakinn, með eigin lögum og textum. Matti Óla tilheyrir helst söngva- skáldum, textarnir eru áberandi og tónlistin auðheyranlega samin á kassagítar. Útkoman minnir oft á einherja á borð við Hörð Torfa, trúbadorhlið Bubba Morthens og Halla Reynis svo eitthvað sé nefnt, þó er tónlistin nær öll flutt af full- skipaðri hljómsveit. Blúsrokk og gítarpopp er ráðandi en víða komið við, mjúkum bassa og kassagít- urum er blandað við rafmagnsgít- ara, orgel, munnhörpu og svo rödd Matta sem rífur meira í hlustirnar en framangreind hljóðfæri sam- anlögð. Það er óhjákvæmilegt að hnjóta um röddina, sem er mjó og rifin, næstum kreist úr barka söngvar- ans. Í útvarpsviðtali nýlega sagðist Matti hafa verið varaður við því að syngja sjálfur, en annað hafi ekki komið til greina. Sem er sjálfsagt, tónlistin er hans og ef röddin er hluti af henni þá er það einfaldlega svo. En það þýðir á hinn bóginn ekki að öðrum lítist endilega á, röddin venst illa að mati þess sem skrifar, án þess þó að hún sé fölsk. Fleira hefði mátt fara betur, flytjandinn er að stíga sín fyrstu skref og diskurinn ber þess vitni, þótt ekkert sé beinlínis athugavert við lagasmíðar eða útsetningar þá er niðurstaðan oft litlaus og upp- skriftafylgin. Matta háir það sama og mörgum nýherjum, óháð aldri, að hann er enn að móta sig og tón- listina. Best tekst honum upp þar sem kassagítarinn nýtur sín, í t.d. lögunum „Bara einu sinni“ og „Nakinn“, en verr í reggílaginu Rúsínur sem er óáhugavert. Textar á disknum eru ágætir, fjalla um hversdaginn á kíminn og einlægan hátt til skiptis, t.d. „Hin heilaga Gísli Árnason Hversdags- rómantík, rifinni röddu Áður óþekkt lag, sem Bítillinnfyrrverandi John Lennon samdi á áttunda áratugnum ásamt félaga sínum Bruce Bierman, verð- ur gefið út á næstunni. Þetta kemur fram í vefútgáfu Jótlandspóstsins. Bierman, sem er lítt þekktur rokkari, kynntist Lennon í New York á áttunda áratugnum og fljót- lega fóru þeir að semja og taka upp lög saman. Að sögn Bierman var hann einskonar lærisveinn Lennons. Hann segir Lennon hafa kunnað að meta það að Bierman sýndi tónlist hans mikinn áhuga og að hann vildi læra af honum. Bierman kveðst ekki bara hafa viljað sjást með Lenn- on á almanna- færi. „Hann fyr- irleit allt slíkt. Tónlistin sem við sköpuðum saman segir meira en ég get tjáð í orðum,“ segir Bierman. „Ef fólk er forvitið um það sem ég gerði með Lennon þá mun ég örugg- lega finna leið til þess að deila því með fólki. Ég er ekki að reyna að græða á Lennon á neinn hátt,“ segir Bierman. Á vefsíðunni www.newlennon.com er hægt að heyra brot af lögunum „Central Park“, „Surprise“ og „Lonely Tear“ sem voru tekin upp á árunum 1974 til 1977. Fólk folk@mbl.is Leikhúskjallarinn 2005 Frá 24. nóvember til 22. desember Jólahlaðborð Leikhúskjallarans er í sérflokki; hátíðlegt andrúmsloft, fallegar jólaskreytingar, girnilegt sælkerahlaðborð, vönduð skemmtiatriði og bráðfjörugur dansleikur! Staðarhaldari, Örn Árnason, tekur á móti gestum í fordrykk Bjargræðiskvartettinn flytur þekktar jólaperlur Kjallarabandið leikur fyrir dansi Forréttaborð: Sinnepssíld, tómatsíld, einiberjasíld, reyktur og grafinn lax með piparrótarsósu og dillsósu, villijólapaté með berjasósu, rækjuturn, gæsaconfit á salati með berjadressingu, hreindýracarpaccio, rúgbrauð, laufabrauð og smjöri. Aðalréttaborð: Lambalæri í kryddhjúp með villisveppasósu, roastbeef með bernaise-sósu, Hamborgar- hryggur með rauðvínssósu, hangikjöt með uppstúf, kartöflugratín, sykurbrúnaðar kartöflur, grænmeti og salat. Eftirréttir: Heit eplakaka, Sherry souffle, kirsuberjakaka og riz à la mande með hindberjasósu. M ATS E Ð I L L Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 585 1295 Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikhuskjallarinn@leikhusid.is Salnum, Kópavogi í kvöld kl. 20:00 Regína Ósk, Friðrik Ómar og Jóhann Friðgeir Miðasala í síma 5 700 400 og á www.salurinn.is AÐEINS ÞETTA EINA SKIPTI! ATH! Tinganelli Ég flýg frjáls Auk Leone og hljómsveitar koma fram:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.