Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is til Saalbach-Hinterglemm 4. febrúar - 1 vika / 11. febrúar - 1 vika / 4. febrúar - 2 vikur Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda árið 2006 er til Saalbach - Hinterglemm í Austurríki. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins rétt við skíðalyfturnar. Saalbach - Hinterglemm oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Farastjórar eru með hópnum og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið fyrir þá sem vilja. Verð: 104.900kr. ámann í tvíbýli í 1 viku Verð: 154.500kr. ámann í tvíbýli í 2 vikur Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is – Láttu mig bara fá það sem þið sjálf mynduð fá ykkur að borða, segi ég glaðhlakkaleg og fæ mér sæti á fjöl- förnum veitingastað í Doha í Katar. Maður verður að gera eins og heima- fólk. Andartaki síðar siglir kjötkássa á borðið og með henni brauð og te. – Takk kærlega. Hvaða kjöt er annars í þessu? spyr ég þjóninn og nikka til eldri manns á næsta borði. – Þetta eru hjörtu og lifur, svarar þjónninn. – Já, já, einmitt. Flott er, hiksta ég og brosi skakkt til gamla mannsins. Hjörtu og lifur í morgunmat. Gott á þig stúlka. Lokað Þjóðminjasafn Með fullan maga af soðnum inn- yflum ákveð ég að leita uppi Þjóð- minjasafnið í borginni. Ég er kort- laus og spyr mig áfram. Fornleifafræðingarnir Abdul Aziz Abdullah og Adel Al Awadi heyra á tal mitt við verslunareiganda, þar sem ég spyr til vegar. Þeir taka í höndina á mér og tilkynna mér að safnið sé lokað. Unnið sé að endur- bótum. „Þjóðminjasöfn eru sem sé lokuð víðar en á Íslandi,“ muldra ég og kynni mig. Þetta er vorið 2004. Það vill til að mennirnir vinna á safninu. „Okkur þykir voðalega leiðinlegt að það sé lokað núna en þú getur komið með okkur og fengið að sjá skrifstofurnar. Við erum á leiðinni þangað,“ segja þeir og benda á stórt hús neðar í götunni. Þetta er safnið. Þeir halda augljóslega að ég sé for- fallinn Þjóðminjasafnsaðdáandi sem þrái að sjá skrifstofur þess. Mér finnst það bráðfyndið, leiðrétti það ekki neitt og skelli mér með þeim. Félagarnir eru nýkomnir frá Egyptalandi þar sem þeir hjálpuðu til við fornleifarannsóknir. Hvenær sé ég sprengjurnar? Aziz og Adel tala afbragðs ensku og eru yfirmáta kurteisir. Í útliti eru þeir hins vegar eins og vestræna staðalmyndin af hryðjuverkamanni. Báðir eru í hvítum skósíðum kuflum með þykkt yfirvaraskegg. Aziz er með rauðan arabaklút á höfði en Adel hvítan. Aziz verður stórkost- lega skuggalegur þegar hann setur upp svört sólgleraugu og talar arab- ísku háum rómi við vin sinn. Á leið á skrifstofurnar tökum við lyftu með stórum spegli. Ég á erfitt með að lyppast ekki niður af hlátri þegar ég sé myndina af mér og hryðjuverkamönnunum, beygi mig niður og þykist vera að hósta. Vettvangskönnun mín á skrifstof- unum leiðir hvorki af sér sprengju- kynni né fund á sinnepsgasi, en ég fæ bæði te og kaffi og er kynnt fyrir öllu starfsfólkinu. Fleiri menn birt- ast í kuflum með klúta um höfuðið og tala arabísku sín á milli. Ég tek í margar hendur og svara spurning- um um Ísland. Að lokum er ég leidd inn á skrif- stofu yfirmannsins. Hann heitir Mo- hammed Said Al Bloshi. Þessi lítur út fyrir að vera heilinn á bak við allt saman – aðalhryðjuverkamaðurinn. Hérna hljóta þau að vera, gjöreyð- ingarvopnin. Viti menn, hryðjuverkamaðurinn heimtar að láta mig fá gjöf frá safn- inu: Bók um Katar á geisladiski. Fullkomið. Þetta er allt það sem mig vantar um land og þjóð og ég var ein- mitt án ferðabókar. Svo er geisla- diskur líka léttari en bók. Jólabókaflóð um vor Ég ljóma upp og þakka fyrir mig. Jólin eru hins vegar ekki liðin því hinar ýmsu harðspjaldabækur sigla nú á borðið. Ég stari á bunkann, brosið frýs og ég tek ákvörðun á sek- úndubroti um að minnast ekki einu orði á að ég ferðist í raun með bak- poka og þurfi að bera allt á öxlum mér. Bókasafn mitt margfaldast að stærð á einu andartaki. Í bókahillu framtíðarheimilis míns mun leynast gullmolinn The Traditonal Arcit- hecture in Qatar eftir Mohammad Jassim Al-Kholaifi. Á arabísku. Þar verður einnig hin níðþunga bók Architecture of the old Palace, Qatar National Museum eftir sama höfund. Eru þá ótaldar bækurnar Mission archélogique francaise à Qatar á frönsku – verst að ég tala ekki frönsku – og A Study of Qatari-Brit- ish relations 1914–1945 eftir Dr. Yousof Ibrahim Al-Abdulla. Ég veit ekki hvað ég á að segja, íhuga að segja þeim frá íslenska jóla- bókaflóðinu og að þetta sé bara eins og það, en hætti mér ekki út í eitt- hvað „christmas books flood“ og segi bara takk aftur og aftur. Síðan fáum við okkur meira te. Hringdu heim, stúlka Adel þarf á endanum að ná í dóttur sína í skólann en Aziz bíður mér í há- degismat. Hann á eiginkonu og átta börn. Ég skammast mín fyrir ótukt- ina í mér en ræð ekki við mig, þar sem ég rogast hlæjandi að bíl hans með bókastaflann í fanginu og skima eftir gjöreyðingarvopnunum. Næstu daga eyði ég töluverðum tíma með þeim félögum sem fórna höndum þegar þeir heyra hversu langt er síðan ég heyrði síðast í for- eldrum mínum í síma. Ég malda í móinn og segi að ég hafi hreinlega samband í gegnum Netið þegar ég sé á ferðalögum. Á endanum heimta þeir að ég hringi úr farsíma Aziz heim til Íslands og hlæja og skríkja þegar þeir heyra hvað foreldrar mín- ir verða glaðir. Þeir eru nefnilega svo umhyggju- samir, vinir mínir hryðjuverkamenn- irnir. Svo skilningsríkir. Svo mjúkir menn, þessar elskur. sigridurv@mbl.is Í lyftu með hryðju- verkamönnum Morgunblaðið/Sigríður Víðis Vinur minn hryðjuverkamaðurinn. Fornleifafræðingurinn og átta barna faðirinn Abdul Aziz Abdullah í Katar. Svipmynd frá Katar Sigríður Víðis Jónsdóttir ’Bílaauglýsingar nú á dögumsnúast aftur á móti meira um félags- og ástarþarfir vænt- anlegra eigenda.‘Úr grein Gunnars Hersveins, upplýs- ingafulltrúa Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar, í Morgunblaðinu þar sem hann minnir á vitundarvakningu Umhverf- issviðs: Virkjum okkur! ’En því miður vill danska rík-isstjórnin fyrir alla muni gæta þess að stjórnvöld í Bandaríkj- unum séu ánægð með hana.‘Danski þingmaðurinn Frank Aaen um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hann segir að ef Danir aðhafist ekkert vegna flugsins séu þeir meðsekir um mannréttindabrot. ’Við værum alveg til í það efeinhver myndi treysta okkur fyrir laginu sínu. Við höfum allavega reynsluna.‘Addi Fannar Haraldsson í Skítamóral um það hvort hljómsveitin gæti hugsað sér að taka þátt í Eurovision. ’Við neitum að svara.‘Talsmaður bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, er hann var spurður hvort rétt væri að stofnunin starfrækti leyni- leg fangelsi undir meinta hryðjuverka- menn í átta ríkjum, m.a. í Austur- Evrópu. ’Eruð þið stjórnmálamenn aðganga af göflunum?‘Forsíðufyrirsögn þýska dagblaðsins Bild eftir að í l jós kom að enn er mikil óvissa um myndun samsteypustjórnar stóru flokkanna í landinu, rúmum sex vikum eftir þingkosningar. ’Þeir eru ekki endilega aðskjóta til að hræða fólk heldur hreinlega til að drepa.‘Kristbjörg Gísladóttir, kristniboði í Add- is Ababa í Eþíópíu, þar sem fjöldi fólks hefur verið drepinn í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga. ’Það vaknar upp í manni barn-ið – það er gaman að fá verð- laun, og það er sú barnslega kennd sem kviknar hjá mér.‘Ragnhildur Gísladóttir í viðtali við Morgunblaðið í t i lefni af því að henni voru afhent Íslensku bjartsýnisverðlaun- in. ’Það eru ótrúlegir hlutir aðgerast í myndlistinni.‘Gabríela Friðriksdóttir þegar hún tók við heiðursverðlaunum Myndstefs. ’Mér finnst hún vera gott inn-legg.‘Jón Kristinsson heilbrigðisráðherra í samtali við mbl. is um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á þjónustu við aldr- aða. Ummæli vikunnar Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.