Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Verðlaunasýning Vesturports á Litla sviðinu í kvöld! Brim M ikill hiti er í frönskum úthverfum sem og frönskum stjórnmál- um þessa dagana. Það sem í upphafi voru skrílslæti af- skiptra hópa hefur breyst í margra daga óeirðir í úthverfum Parísar og hefur innanríkisráðherra Frakk- lands, Nicolas Sarkozy, verið sakaður um að kynda undir bál reiðinnar hjá þeim fjölda ungmenna sem stendur að baki óeirðunum. Athyglisvert þykir að aðilar innan ríkisstjórnarinnar virðast nota at- burðina sem stökkpall fyrir forseta- kosningarnar árið 2007 í stað þess að takast á við raunveruleg félagsleg og efnahagsleg vandamál sem margir telja að séu orsök óeirðanna. Forsaga málsins er sú að 27. októ- ber létu tvö ungmenni lífið í lögreglu- eftirför. Atburðirnir í Saine-Saint- Denis norðaustan við París hafa vak- ið reiði en þó hvergi nærri jafnmikla reiði og viðbrögð ríkisstjórnarinnar sem í fyrstu neitaði að lögreglan ætti þátt í því hvernig dauða ungmenn- anna bar að. Nokkrum dögum síðar fór atburðarásin að taka á sig skýrari mynd. Svo virðist sem lögreglan hafi veitt þremur ungmennum tilefnis- lausa eftirför og að þau hafi leitað skjóls í rafstöð þar sem tvö þeirra hlutu banvænt raflost. Lögreglan er sökuð um að hafa vitað um hættuna og ekki komið ungmennunum til bjargar í tæka tíð. Ummæli innanrík- isráðherrans Sarkozy að morgni 28. október, þar sem hann gengur að því vísu að ungmennin hafi átt þátt í til- raun til innbrots og að lögreglan hafi á engan hátt tengst dauða þeirra, þykja einnig bera vott um fordóma og sinnuleysi stjórnvalda gagnvart af- skiptum hópum sem búa í úthverfum höfuðborgarinnar. Sarkozy, sem þykir harður í horn að taka, hafði nokkrum dögum áður lofað að losa íbúa Argenteuil-úthverf- isins við „óþjóðalýð“ og „götustráka“ sem yllu ástandi sem ekki yrði lengur þolað í úthverfum Parísar. Þykja þessi ummæli í besta falli vanhugsuð og lýsa vanþóknun á ungum íbúum úthverfanna sem oft glíma við mikið atvinnuleysi og erfiðar félagslegar aðstæður. Einnig er Sarkozy gagn- rýndur fyrir að æsa upp óeirðasegg- ina með ógnunum um aukið lögreglu- vald og niðrandi orðum í stað þess að reyna að stilla til friðar og koma með varanlegar lausnir á vandamálunum sem hafa grafið um sig í þessum sam- félögum. Tvöfalt meira atvinnuleysi Úthverfin sem um ræðir eru nefnd „viðkvæmu úthverfin“ og eru í kring- um París. Þau eru 751 talsins og þar búa um 5 milljónir manna. Meðal þessara hverfa eru einhver hverfi innan Val-d’oise- og Saine-Saint- Denis-héraðanna en þar hafa óeirð- irnar verið hvað verstar. Óeirðasegg- irnir eru ungt fólk, sem glímir við mikið atvinnuleysi og erfiðar fé- lagslegar aðstæður. Þá gildir einu hvort fólk er útskrifað eftir 5 ára há- skólanám eða ómenntað, reiðin virð- ist einnig brjótast út hjá þeim sem hafa góða menntun en finnst sér vera mismunað þar sem erfiðlega gengur að komast á atvinnumarkaðinn þegar komið er úr „viðkvæmu“ úthverfi. At- vinnuleysi á þessum slóðum er yfir 20% sem er tvöfalt hærra en annars staðar í Frakklandi. Einnig er hátt hlutfall íbúanna innflytjendur og um 12% skólabarna eru af erlendum upp- runa, en 4% í öðrum frönskum skól- um. Ekki er nægilegur stuðningur í þessum skólum til að koma til móts við sérþarfir barnanna sem mörg glíma við námsörðugleika og hætta því ung námi. Vegna fátæktar og mikils atvinnuleysis virðist framtíðin ekki mjög björt, mikið er um afbrot og gengi úr mismunandi hverfum takast reglulega á með tilheyrandi of- beldi og óspekt sem skapar ófremd- arástand fyrir aðra íbúa hverfanna. Gripið hefur verið til einhverra að- gerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Í sumum tilvikum er boðið upp á heimavistarskóla fyrir börn á grunn- skólaaldri sem gerir þeim kleift að stunda nám en einnig að komast úr daglegu umhverfi sem getur haft nei- kvæð áhrif á þau og hefur verkefnið sýnt góðan árangur. Bæjaryfirvöld- um viðkvæmu hverfanna er gert kleift að ráða fjölda stuðningsfull- trúa, félagsráðgjafa og leiðbeinenda sem eru unglingum innan handar og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Einnig stendur til á næstu þremur árum að jafna við jörðu um 30 þúsund híbýli í svokölluðum turnum, blokk- um sem hýsa þúsundir manna á tug- um hæða. Í stað þeirra verður íbúun- um boðið upp á vænlegri vistarverur í raðhúsum eða félagslegum íbúðum því turnblokkirnar þykja ekki sér- staklega vistvænar. Ekki er þó nóg að gert og nýleg skýrsla á vegum félagsmálaráðu- neytisins sýnir að leggja verður áherslu á menntun unga fólksins, at- vinnutækifæri, gott húsnæði og bar- áttu gegn upplausn ungmenna og af- brotum til að ná árangri í bættu líferni í úthverfunum. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum kynna hvernig hún ætlar sér að ná þessum mark- miðum. Lögreglan harkaleg Í óeirðunum sem hafa staðið í rúma viku hefur algjört ófremdarástand ríkt í úthverfum Parísar. Kveikt hef- ur verið í bílum, strætisvögnum, ruslatunnum og lögreglustöðvum, til stimpinga hefur komið milli lögreglu og misstórra hópa ungmenna, óeirða- seggir hafa ráðist að slökkviliðs- mönnum, blaðamönnum og lögreglu með steinum og bareflum og lög- reglumenn segja að skotið hafi verið að þeim. Táragasi var beitt inni í mosku fyrr í vikunni og lögreglan er sökuð um óþarfa hörku og virðing- arleysi. Ástandið er alvarlegt og eld- fimt og haft er eftir Nicolas Sarkozy í Le Monde á fimmtudag að spennan hafi verið að magnast undanfarin misseri og þessar óeirðir séu óhjá- kvæmileg afleiðing þess. Ótímabær dauði ungmennanna í Clichy-sous- bois var aðeins kornið sem fyllti mæl- inn. Frá því í janúar á þessu ári hafa um 70 þúsund tilvik óeirða og götu- ofbeldis verið skráð í þéttbýlum Frakklands og mikið er um að ráðist sé á lögreglu. Einnig hafa stríð milli svokallaðra hverfagengja verið að færast í aukana og ekki er vitað um ástæður þessa. Erfiðlega gengur að takast á við vandann þar sem meiri- hluti vandræðaunglinganna er undir lögaldri og einnig hefur sú ákvörðun stjórnvalda að leggja niður hverfis- lögregluna verið gagnrýnd. Lög- regluyfirvöld sem takast á við þessa hópa eru ekki í stakk búin til þess að vinna nægilega vel á vandanum og undir leiðsögn innanríkisráðherrans bregðast þau við af mikilli hörku. Villepin gegn Sarkozy Í fyrstu leit ekki út fyrir að frönsk stjórnvöld væru að bregðast nægi- lega fljótt við og óeirðirnar færðust í vöxt með hverri nóttinni sem leið. Íbúum úthverfanna fannst málefnum þeirra ekki sinnt og ríkistjórnin var harðlega gagnrýnd fyrir að eyða tíma í persónulegar árasir í stað þess að takast strax á við alvöruvandamál. Dominique De Villepin forsætis- ráðherra og fylgismenn hans hafa ítrekað gagnrýnt innanríkisráðherr- ann Sarkozy opinberlega, nú síðast Stjórnvöldum brigslað um fordóma og sinnuleysi Fréttaskýring | Óeirðirnar í úthverfum Parísar hafa beint kastljósinu að fé- lagslegum erfiðleikum íbúa úthverfanna. Fátækt og at- vinnuleysi er mikið og segir Sara Kolka, sem er í borg- inni, að stjórnvöldum sé að nokkru leyti kennt um hvernig komið er. Rík- isstjórnin hefur nú ákveðið að leita leiða til að finna varanlegar lausnir. Kveikt hefur verið í bílum, strætisvögnum, ruslatunnum og lög- reglustöðvum og til stimpinga hefur komið milli lögreglu og hópa ung- menna. Reuters Óeirðirnar hafa staðið í rúma viku og ríkir algjört ófremdarástand í "við- kvæmum" úthverfum Parísarborgar. ’Ótímabær dauði ung-mennanna í Clichy-sous- bois var aðeins kornið sem fyllti mælinn. Frá því í janúar á þessu ári hafa um 70 þúsund til- vik óeirða og götuof- beldis verið skráð í þétt- býlum Frakklands og mikið er um að ráðist sé á lögreglu.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.