Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hér verður gripið niður í frásögn skáldsins af unglingsárum sínum. Engu eirt Mitt í atvinnuleysinu bauðst fóstra mínum vinna á Sólbakka við Önundarfjörð. Þar var síldarverk- smiðja og talsverð atvinna. Fóstri minn var mjög laghentur maður og var ráðinn þangað sem beykir. En skömmu eftir að hann fór þangað lét yfirvaldið til skarar skríða og bauð upp húsið okkar (á Patreks- firði). Við komum auðvitað engum vörnum við. Þetta uppboð brenndi sig inn í barnsminni mitt, enda var ég á áttunda ári. Það var engu eirt, allt af okkur tekið og boðið upp, meira að segja nokkra kindur sem við áttum, og þær voru seldar á fæti á fjalli með lömbum sínum. Í Ostahúsi Við áttum ekki í annað hús að venda en fara til Önundarfjarðar til fóstra míns. Hann fékk inni fyrir okkur í merkilegu húsi á Flateyri sem heitir eða hét Ostahúsið og mér er sagt að standi enn. Bak við nafngift þess er saga. Maður nokk- ur er Jón hét var sendur til Nor- egs, eða styrktur til ferðar, til þess að læra ostagerð. Vestfirðingar hafa löngum haft það fyrir sið að klína uppnefnum eða viðurnefnum á menn og auðvitað fékk þessi nafni minn að kenna á því og var æv- inlega kallaður Jón ostapungur. Af því ég hét líka Jón og átti heima í þessu húsi fannst börnunum á staðnum tilvalið að nefna mig eftir honum og kölluðu mig því Jón osta- pung líka. Það var annað viðurnefn- ið sem ég hlaut í æsku. Hitt var á Patreksfirði, en þar var ég kallaður Jón sprettur. Það helgaðist af því að ég gekk sjaldan, heldur hljóp ævinlega þegar ég brá mér milli húsa, að ekki sé nú talað um þegar ég hljóp milli byggðarkjarnanna á Vatneyri og Geirseyri. Ostagerðin gekk ekki eins vel og vonast hafði verið til og því var henni hætt, en sterk ostalykt hékk áfram í húsinu. Ostahúsið var á þessum árum varla mannabústaður, enda ekki byggt sem íbúðarhús. Húsið var algerlega óeinangrað. Þar var því óskaplegur vetrarkuldi og svo mikill slagi að allt blotnaði. En þarna bjuggum við í rúmt ár og á þeim tíma fjölgaði enn í fjölskyld- unni. Þrátt fyrir lélegt húsnæði var þetta tiltölulega gott ár. Fóstri minn hafði vinnu og við sultum ekki. Við vorum vongóð og bjugg- umst við að eiga þarna heima í nokkur ár. Skólaganga blasti við mér og um vorið fór ég í skólann til að taka lestrarpróf. Það var þá sið- ur, að minnsta kosti úti á landi, að skólaganga hæfist er börn voru 10 ára, en vorið áður en þau settust á skólabekk þurftu þau að mæta í lestrarpróf svo að unnt væri að meta hæfileika þeirra. Ég var orðinn ágætlega læs og mér gekk vel í lestrarprófinu. Við urðum samferða út tveir strákar. Hinn var sonur skólastjórans, sem var Snorri heitinn Sigfússon, síðar á Akureyri. Þegar við komum út bauð hann mér brjóstsykur og sagði um leið: Við vorum bestir! Mikið varð ég hissa. Mér hafði aldr- ei dottið í hug að ég gæti verið bestur í einhverju. Og að sjálfur skólastjórasonurinn skyldi segja þetta! Víst hef ég oft fengið hrós á æv- inni, þótt á stundum hafi skamm- irnar verið meiri, en ég held að mér hafi aldrei þótt eins vænt um nokk- urt hrós og þetta á tröppum skóla- hússins á Flateyri. Auðvitað er þessi jafnaldri minn löngu búinn að gleyma þessu atviki, hafi hann nokkru sinni munað það, en ég hefi fylgst með honum gegnum lífið, enda auðvelt því hann varð þjóð- kunnur maður. Þetta var sem sé Jóhannes R. Snorrason, einn þekkt- asti flugmaður Íslendinga. Ásakaður fyrir þjófnað Dag nokkurn var fóstri minn beðinn um að vinna frameftir, fram á nótt. Hann gerði það, kannski illu heilli. Þá um nóttina var brotist inn á skrifstofu fyrirtækisins og pen- ingakassa þess stolið. Hann fannst síðan tómur á þeirri leið sem fóstri minn fór heim til okkar í þorpið. Fóstri minn var tekinn til yfir- heyrslu og það var gerð húsrann- sókn heima hjá okkur. Einhvern veginn fannst sýslumanninum eðli- legast að leita fyrst hjá okkur. Og það var gert af mikilli röggsemi, því mér er minnisstætt að útikamar sem var við Ostahúsið slapp ekki við nákvæma rannsókn réttvísinn- ar. Ekki veit ég hvers vegna svo hart var gengið fram við okkur. Kannski vegna þess að við vorum aðkomufólk og öreigar. Auðvitað fannst ekkert, enda fóstri minn flestum öðrum mönnum sem ég hefi þekkt ólíklegri til þess að brjótast inn. Raunar var þetta inn- brot ákaflega einkennilegt. Rúða var brotin í glugga á skrifstofunni en glerbrotin voru víst utan við gluggann. Eitthvað hefði lögreglu- mönnum nútímans þótt bogið við þetta. En fóstri minn missti vinn- una og þá var ekki um annað að ræða en snúa heim til Patreks- fjarðar, enn fátækari en við vorum þegar við fórum þaðan – og hús- næðislaus að auki. Verksmiðjan sjálf fór svo á hausinn. Hún hafði raunar verið á fallanda fæti eins og ég gat um áðan og svo hvarf síldin af miðunum. Málið upplýstist hins vegar aldrei og síðar meir hefi ég oft spurt mig að því í huganum hvort nokkuð hafi verið í peninga- kassanum, en um það getur auðvit- að enginn fullyrt nú. Vör Þegar við komum heim áttum við ekki í önnur hús að venda en heim til foreldra minna. Við vorum orðin sex í fjölskyldu og foreldrar mínir með mikla ómegð og ekki var nú húsið þeirra neitt stórhýsi né efnin mikil til að fæða fleiri munna. Í húsi foreldra minna var eitt her- bergi og ein stofa og svo eldhús. En þröngt mega sáttir sitja segir mál- tækið og einhvern veginn komumst við þarna fyrir í nokkurn tíma. Byggðin á Patreksfirði var á tveimur eyrum, Geirseyri og Vatn- eyri. Tveir menn voru aðalatvinnu- rekendur staðarins, hvor á sinni eyri. Á Geirseyri réði ríkjum Pétur Ólafsson útgerðarmaður og norskur konsúll, á Vatneyri Ólafur Jóhann- esson útgerðarmaður og franskur konsúll. Báðir þessir menn ráku svo verslanir og fiskverkun. Það var mjög mikið um komur erlendra skipa til Patreksfjarðar á þessum árum, enda gjöful fiskimið úti fyrir. Þessir tveir konsúlar flögguðu ávallt með fánum landa þeirra er þeir unnu fyrir og í raun sá ég bara þessa fána, þann norska og hinn franska í bernsku minni. Ég held ég hafi verið kominn nær fermingu þegar einhver lagði í þá fjárfest- ingu að kaupa íslenska fánann! Jón móðurafi minn hafði starfað hjá Pétri á Geirseyri og þar bjuggu þau afi og amma, en foreldrar mínir bjuggu hins vegar á Vatneyri. Fóst- urforeldrar mínir bjuggu á Geirs- eyri áður en við fórum til Flat- eyrar, og þar fengu þau lítið hreysi eftir að við höfðum búið nokkra stund heima hjá foreldrum mínum. Ég sagði hreysi, en þó ekki af neinni lítilsvirðingu. Þetta var sjó- búð niðri við flæðarmálið. Undir húsinu var steyptur grunnur, og hafði steypan verið lögð ofan á sjávarkambinn. En svo lágt stóð húsið að sjórinn flæddi alveg upp að þessari undirstöðu þegar hásjáv- að var og gróf fljótt undan henni. Var þá gripið til þess ráðs að bæta meiri steypu í. Niðri hafði verið saltaður fiskur, en hásetar sváfu uppi. Hún var eingöngu ætluð til íveru yfir sumarmánuðina. Niðri var svo lágt undir loft að þar gat meðalmaður tæplega gengið upp- réttur. Fóstri minn notaði það pláss til þess að hýsa tvær geitur og þrjár rollur sem hann eignaðist. Búslóð okkar var eins fátækleg og hugsast gat. Það hefði líka lítið þýtt að hafa vönduð húsgögn í þessu húsi, því þak þess var hriplekt og einangrun engin svo slaginn sá fyr- ir vætu á veturna, þótt engin væri úrkoman. Fyrir framan þetta litla hús, sem aldrei var kallað annað en Sjóbúðin eftir upphaflegu notagildi sínu, var svo auðvitað vör. Við hana hefi ég kennt mig. Þegar ég fór að yrkja fannst mér nafnið Jón Jónsson ekki vera líklegt til að vekja athygli og ekki skera sig á neinn hátt úr, svo ég fór að dæmi Jóhannesar úr Kötl- um að kenna mig við mitt bernsku- heimili. Jón úr Sjóbúð hefði tæpast þótt þjált skáldaheiti, svo ég kenndi mig við vörina framan við húsið.“ Bókarkafli Skáldið og rithöfundurinn Jón úr Vör ólst upp við sára fátækt og í verkunum gleymdi hann ekki uppruna sínum. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1937. Jón var bókavörður Bókasafns Kópavogs í áratugi. Magnús Bjarnfreðsson hefur ritað ævisögu hans, ber hún heitið Þorpsskáldið og er byggð á viðtölum, sem Magnús átti við skáldið gegnum tíðina, dagbókarbrotum þess og vitnisburði ýmissa samferðamanna. Uppvöxtur þorpsskáldsins Útgefandi Þorpsskáldsins er Bókaútgáf- an Hólar. Bókin er 210 bls. og prentuð í Odda. Jón úr Vör með fósturforeldrum sínum, Ólínu Jónsdóttur og Þórði Guðbjartssyni, við Sjóbúð árið 1968, en þá hafði húsið verið gert upp. Jón úr Vör heimsækir gamla vinnustaðinn sinn, Bókasafn Kópavogs, árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.