Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nú þegar aðeins rúmar sjövikur eru til jóla, hafahelstu titlar plötufyr- irtækjanna verið kunngjörðir. Svo virðist sem þessi jólavertíð ætli ekki að verða eftirbátur ann- arra þegar fjöldi titla er borinn saman (um 170 alls) og því má ætla að baráttan um söluna verði hörð – nú sem áður. Eðli plöt- umarkaðarins á Íslandi er að mörgu leyti ekki mjög ólíkt öðr- um erlendum markaðssvæðum. Eftir því sem líður á árið, fjölgar útgefnum titlum og í lok ársins eru þeir orðnir svo margir að að- eins stærstu stjörnurnar megna að skína í gegnum það kraðak sem neytandanum er gert að velja úr. Hins vegar má leiða rökum að því að á sama tíma og plötumark- aðir á stærri markaðssvæðum skiptast í fjögur tímabil (fjórð- unga) sem skipta á milli sín mis- stórum útgáfum eftir hávísinda- legum aðferðum, er hér á landi aðeins um tvö tímabil að ræða: Jólavertíðina sem nær yfir þrjá síðustu mánuði ársins, og svo hina níu mánuðina.    Á undanförnum misserum hafaóþekktari tónlistarmenn brugðist við æ erfiðari markaðs- aðstæðum með því að gefa út plötur sínar áður en jólavertíðin fer í gang. Margt mælir með þessu. Til dæmis er mun auðveld- ara að ná athygli fjölmiðla á fyrri hluta ársins en þeim seinni. Þá eru meiri líkur fyrir tónlist- armenn að komast að í hljóð- verum, fyrir minni kostnað jafn- vel og í heila fimm mánuði er hægt að kynna plötuna fyrir væn- legum kaupendum áður en sum- ardoðinn færist yfir þjóðina. Síð- ast en ekki síst má reikna með því að athygli plötufyrirtækisins á listamönnunum sé óskiptari þegar lítið er um útgáfur – en allur gangur mun þó vera á því. Ef litið er yfir tónlistarmark- aðinn á Íslandi má segja að um nokkuð heilbrigðan markað sé að ræða; Sena, Smekkleysa, 12 Tón- ar, Steinsnar, Geimsteinn og 21 12 myndu teljast til þeirra helstu sem nú starfa á markaði en auk þeirra má nefna nokkur minni út- gáfufyrirtæki, þó búast megi við að PlanB fyrirtæki Einars Bárð- arsonar eigi eftir að kljást við þau stærstu innan tíðar. Þar fyrir utan hefur það færst í aukana að tónlistarmenn gefi út á eigin vegum og geri síðan samninga við fyrirtækin um að dreifa plötunum í verslanir. Það hentar þeim tónlistarmönnum vel sem sjá fram á lítinn upptöku- og framleiðslukostnað og æ fleiri tónlistarmenn spyrji sig að því í dag hvort sá kostnaður sem plötufyrirtækið leggur til útgáf- unnar, réttlæti þá prósentutölu sem hún heimtar á móti af plötu- sölu.    Að sama skapi má hugsa sér aðplötufyrirtækin velti þessu sama fyrir sér og með núverandi uppgangi í efnahagslífi þjóð- arinnar, aukinni markaðsvitund og svo því vandamáli sem plöt- umarkaðurinn stendur frammi fyrir þegar það kemur að nið- urhali, má reikna með að krafan um hagræðingu sé orðin meiri en hún var fyrir örfáum árum. Þessu til stuðnings má draga þá markaðshlutdeild sem Sena (sem áður var Skífan) hefur á mark- aðnum, því að á sama tíma og plötufyrirtækið gefur út um þriðjung íslenskra platna er sölu- hlutdeild fyrirtækisins nær 70%. Ef til vill má leita margra skýr- inga á yfirburðastöðu Senu, en þó má sjá, þegar litið er á þá titla sem Sena gefur út í ár, að hér er aðallega um mjög sterka popp- titla að ræða; Helgi Björns, Jónsi, Sálin hans Jóns mín, Svala Björg- vins, Bjarni Ara, Hera, Jón Sig- urðsson, Írafár og fleiri, sem telj- ast til vinsældatónlistarmanna, eru í meirihluta á listanum. Og málið er einfaldlega það að þessir titlar seljast svo vel að fyrirtækið þarf ekki að gefa út nema um þriðjung titla til að ná meiri- hlutasölu á íslenskum plötumark- aði.    Þessar tölur hljóta að veranokkurt umhugsnarefni fyrir hin plötufyrirtækin sem sam- anlagt gefa út um 2⁄3 allra ís- lenskra titla en verða svo að láta sér um 30% af markaðssölunni nægja. Líkleg er hér um svipaða hluti að ræða og annars staðar í listaheiminum. Mörg fyrirtæki í listaiðnaði haga rekstri eftir smekk eða hugsjón og þá skiptir hagnaður ekki alltaf miklu máli. Það sem Sena verður hins veg- ar að varast er að missa ekki tengsl sín við grasrótina og þá listamenn sem landið munu erfa því að það kemur að því að Sigga Beinteins, Ðe Lónlí Blú Bojs og Bjarni Ara syngi sitt síðasta. Þá má reikna með því að þeir listamenn sem 12 Tónar, Smekk- leysa eða 21 12 fóstruðu, taki við og Sena endi sem útungunarstöð fyrir tökulagaplötur Idol-stjarna og Pottþétt-platna.    Reikna má með því að harkaná plötumarkaðnum eigi eftir að aukast í náinni framtíð og ef- laust kemur að því að annað stórt fyrirtæki á borð við hið sáluga Japis, rísi gegn Senu. Á þessari stundu eru engar sérstakar blik- ur í lofti sem benda til þess og menn virðast ennþá nokkuð sáttir við sitt. Oft þarf ekki nema einn vinsælan listamann hjá hverju plötufyrirtæki til að borga upp allt tapið sem verður af hinum tíu. Enn sem komið er virðast allir eiga einn slíkan að. Stríðið sem geisar um jólin ’Mörg fyrirtæki í lista-iðnaði haga rekstri eftir smekk eða hugsjón og þá skiptir hagnaður ekki alltaf miklu máli. ‘ AF LISTUM Höskuld Ólafsson Mikla vonir eru bundnar til Heitu lummana en ljóst að keppnin verður hörð. hoskuldur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Jólablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 25. nóvember Blaðið verður prentað á hvítan 60 gr pappír í sömu stærð og Morgunblaðið Meðal efnisþátta í Jólablaðinu eru: • Uppáhalds jólauppskriftir - fjöldi manns segir frá • Jólaföt á alla fjölskylduna • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum • Villibráð • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur • Grænmetisréttir á aðventunni • Smákökur • Girnilegir eftirréttir • Jólaföndur • Jólamarkaðir • Jólabjór og vínin Auglýsendur! Pöntunartími er fyrir klukkan 12 mánudaginn 21. nóvember Skilatími auglýsinga er fyrir klukkan 12 miðvikudaginn 23. nóvember Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.