Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐANwww.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Glæsilegt og fallegt einbýlishús á eftirsóttum stað, sunnanmegin í Kópavogi. Stór ræktaður garður og virðuleg aðkoma. Forstofa með góðum fataskápum. Stórt og rúmgott eldhús með upphaflegri vandaðri innréttingu. Borðstofa og stofa, parketlögð. Fallegur arinn. Á neðri palli er svefnherbergisálma með 4 svefnherbergjum, parket, útgangur á stórar skjólríkar suðursvalir. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Á neðri hæð er stórt herbergi, snyrting, tvær góðar geymslur ásamt þvottaherbergi. Sérinngangur er á neðri hæðina. Rúmgóður bílskúr og geymslur inn af honum. Eigninni hefur verið haldið vel við. Allar hitalagnir og flestir ofnar endurnýjaðir ásamt nýju þakefni. Stór ræktaður garður fylgir eigninni. Verð 46,0 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Davíðsson, sölumaður á Höfða, sími 897 1820. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Hrauntunga - Kópavogi Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa sérlega fallegu og vel hönnuðu 90 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð, ásamt sérstæði í bílageymslu, á þessum barnvæna stað í Seljahverfi. Verðtilboð. Róbert tekur vel á móti ykkur. GSM 695 4248. Opið hús í dag á milli 15 og 16 Engjasel 87 - íb. á 3. hæð t.v. Sérlega fallegt 245 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan og fokheldu að innan eða lengra komið. Teikningar og allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason hjá Höfða. Hjálmakur - Garðabæ Vorum að fá í sölu sérlega glæsilegt og vel hannað 320 fm einbýlishús á frábærum stað í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið verður afhent fullbúið að utan en fokhelt að innan eða lengra komið í samráði við kaupanda. Sérlega gott og fjölskylduvænt skipulag. Eign fyrir vandláta. Teikningar og nánari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason, sölumaður á Höfða. Akurhverfi í Garðabæ Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þessa fallegu og vel skipulögðu 112 fm 4ra-5 herbergja íbúð. Verð 22,9 millj. Georg og Linda taka vel á móti ykkur. Opið hús í dag á milli 14 og 16 Eskihlíð 10A, 3. h.h. Hlynur býður ykkur að skoða þetta glæsilega 90 fm endaraðhús. Húsið er á einni hæð auk rislofts. Falleg sólstofa. Timburverönd í garði. Parket og flísar eru á gólfum. Verð 23,9 millj. Laust strax. Opið hús í dag á milli 14 og 16 Víðiteigur 4 E - Mos. Í dag getur þú og þínir skoðað þessa glæsilegu 107 fm 4ra herbergja íbúð á einum besta stað í Hafnarfirði. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Sérþvottahús. Sólstofa. Verönd. Verð 23,9 millj. Davíð tekur vel á móti ykkur. Opið hús í dag á milli 14 og 16 Álfholt - jarðhæð - Hf. Glæsileg 906 fm heil húseign á sérlóð. Um er að ræða ca 700 fm jarðhæð sem skiptist annars vegar í sýningar- sal, lager, verslun o.fl. Hins vegar ca 206 fm skrifstofuaðstaða á 2. hæð. Rúmgóð, malbikuð lóð, frábær staðsetning og mjög gott auglýsingagildi. Uppl. gefur Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. FLATAHRAUN – HF. TIL LEIGU Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Til leigu þetta vandaða og glæsilega hús við Álfabakka í Mjódd Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Um er að ræða fyrrum höfuðstöðvar Visa. Húsið skiptist í kjallara, jarðhæð, 2. og 3. hæð. Húsið er staðsett á áberandi og góðum stað í næsta nágrenni við Strætó bs í Mjódd. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hentar vel undir hvers konar þjónustu og skrifstofurekstur. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 www.landsafl.is ÉG SEST fyrir framan sjónvarps- tækið og kveiki á fréttunum. Við mér blasir hver harmleikurinn á fætur öðrum. Stríð, hungursneyð, fátækt, hryðjuverk, náttúruhamfarir. Listinn er endalaus. Það er ákveðin uppgjöf sem kemur yfir mann. Sumir reyna að útiloka þessar óþægilegu stað- reyndir og hætta einfaldlega að hlusta. Aðrir verða dofnir gagnvart slíkum fréttamyndum. Svo eru það þeir sem ákveða að rísa upp og vinna að betri heimi en jafn- vel þeir falla stundum fyrir eigin efasemdum. ,,Það er jú svo fátt sem við getum gert.“ ,,Ein- staklingurinn má sín svo lítils.“ ,,Þetta er ekki heimurinn sem mig dreymir en það er ekkert sem ég get gert í því.“ Þetta eru stað- hæfingar sem ég hef heyrt allt of oft. Hvað- an kemur þessi firrta kynslóð? Fyrir nokkru fletti ég í gegnum gömlu sögubækurnar mínar. ,,Menn námu lönd, menn fóru í stríð, menn hertóku önnur lönd, menn kúg- uðu fólk, menn urðu enn voldugri á kostnað ann- arra, menn gerðu bylt- ingar, menn sköpuðu gjöreyðingarvopn, menn fóru í fleiri stríð.“ Ég leit aftur yfir bækurnar. Vantaði ekki eitthvað? Ég skoðaði þær vand- lega. Hvergi var minnst á Gandhi eða Mandela. Ég fann ekkert um Rósu Parks. Aðeins eina setningu um Martin Luther King og sú setning missti allt vægi þegar talað var um Malcolm X í sömu málsgrein. Hvern- ig stóð á því að litið var framhjá sigr- um mannsins fyrir friði og mannrétt- indum í gömlu sögubókunum mínum? Gat það verið? Var verið að kenna mér og öðrum kerfisbundið að ein- staklingurinn geti ekki breytt heim- inum? Það er stöðugt verið að mata okkur á upplýsingum um endalausa ósigra hins venjulega borgara. Ég hef ósjaldan verið sökuð um að vera barnslega trúgjörn þegar ég hef lýst yfir andúð minni á stríði og of- beldi og bent á að til séu aðrar leiðir. Þegar ég hef staðhæft að allt sé mögulegt eða lýst yfir að ég ætli að vinna að heimsfriði. Ég er ekki frá því að það sé svalt að vera bölsýnn á Ís- landi, að það sé litið á það sem ákveð- ið gáfumerki. En hverjir græða á því að ég haldi að ég geti ekki haft nein áhrif? Jú, valdhafar. Þeir sem stjórn- ast með heiminn og eru orsakavald- urinn að þeim hamförum sem ég lýsti í byrjun. Allt í einu lítur dæmið öðru- vísi út. Í skjóli minnar eigin firringar og vantrúar á mátt minn og megin er misvitrum ráðamönnum frjálst að halda áfram að stunda stríðsrekstur, að hvetja til hryðjuverka og að valda náttúrunni ómældum skaða. Erum það þá við draumóramennirnir sem erum barnslega trúgjarnir eða þeir sem trúa þeirri fásinnu ,,að það sé svo lítið sem við getum gert?“ Gandhi lýsti einu sinni yfir: ,,Ég hef ekki minnstu efasemd um að hver einasti maður eða kona gæti áorkað því sem ég hef áorkað ef hann eða hún myndi leggja á sig sama erfiði og rækta með sér sömu von og trú.“ Daisaku Ikeda sem hefur haldið nafni Gandhi á lofti sagði um stórmennið ,,Það voru margir sem virtu hann og heiðruðu nafn hans en þeir voru fáir sem deildu sannfæringu hans.“ Vonin um frið og betri heim getur einungis Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi kynslóðir Eyrún Ósk Jónsdóttir fjallar um heimsfréttirnar og það, sem maður verður vitni að, harm- leikjum og náttúruhamförum Eyrún Ósk Jónsdóttir Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.