Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 23

Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 23
MÁNUDAGUR 31. október 2005 5 Það dettur inn og út úr tísku að mála einn eða fleiri veggi á heimilinu í sterkum lit. Litir á veggjum í herbergjum geta haft áhrif á skapsveiflur heimilismanna svo það er ekki úr vegi að kynna sér aðeins hvað litirnir kalla fram. Rauður: tengist ástríðu, orku, hættu, hlýju og bjartsýni. Best er að hafa borðstof- una rauða því rauður er hvetjandi og örvar matarlystina. Rauði liturinn getur hins vegar verið yfirþyrmandi og leitt til höfuðverkja og er strang- lega bannaður í barnaherberginu. Bleikur: tengist ást og vellíðan. Bleikur fer best í svefnherberginu því hann getur líka verið örvandi. Bleikur getur orðið væminn og yfirþyrmandi og því er best að hafa dökkgrátt eða svart til mótvægis. Grænn: er afslappandi og skapar jafnvægi og fer best í svefnherberginu eða stofunni. Of mikil græn áhrif geta stuðlað að leti og framkvæmdaleysi og því er nauðsyn að hafa einn rauð- an púða eða svo til að hræra aðeins upp í orkunni. Blár: er róandi, örvar hugann, heldur matarlyst í skefjum og dregur úr martröðum. Hann á best heima á skrifstofum og baðherbergjum. Þess ber að gæta að blái liturinn verði ekki kaldur og fráhrindandi með því að velja lit með hlýjum undirtón. Gulur: tengist sólskini og orku og örvar rök- hugsun og skynsemi. Guli liturinn er fallegastur í eldhúsinu, borðstofunni eða herbergjum sem snúa í norður. Ekki er þó mælt með að hafa hann í svefnherberginu því hann getur leitt af sér tilfinningalegt umrót. Svartur: litur á veggjum ber vott um sérvisku og kallar á dramatík og angist. Ekki er mælt með að neitt herbergi sé málað í svörtum lit eingöngu heldur aðeins notaður til að milda sykur- sæta bleika og appelsínugula liti. Litir Veggir móta lund LITAVAL Í IBÚÐUM ER TÍSKUSVEIFLUM HÁÐ. Hægt er að fá allar gerðir hurða sem eldvarnarhurðir. Hver er munurinn á eldvarnar- hurðum og venjulegum hurðum og hvar eiga eldvarnarhurðir að vera. Samkvæmt Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins eiga allar hurðir á milli stórra eldrýma að vera eldvarnarhurðir. Hurðir á milli íbúðar og bílskúrs og allar hurðir inn á stiganga eru dæmi um hvar eldvarnarhurðir verða að vera. Hurðasérfræðingur Harðviðar- vals segir að í raun og veru sé hægt að fá allar gerðir hurða á þessu eldvarnarformi. Þær séu bara úr betra efni og eru mun massívari. Meira að segja er hægt að fá eldvarnarhurðir með glugg- um en glerið í þeim er úr sérstöku vírgleri. Mestu máli skiptir listinn sem er í kringum hurðina. Þegar reykur byrjar að leika um hann byrjar listinn að tútna út og kemur þannig í veg fyrir að reykur og eldur komist úr herberginu. Um er að ræða hurðir sem kallast B-30 og eiga þær að geta hamið eld og reyk í að minnsta kosti 30 mínútur. Júlíus Hafsteinsson, for- stjóri Parka, segir að nú sé mikil endurnýjun í eldri fjölbýlishúsum því aðeins um 20-30% þeirra hurða sem þar eru uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í dag. Ef ekki eru eldvarnarhurðir á þeim stöðum sem reglur segja til um þá getur það haft áhrif á tryggingar- mat ef tjón á sér stað. Júlíus segir að það sem helst standi í vegi fyrir endurnýjun sé sú staðreynd að eldvarn- arhurðir eru hjá flestum söluaðilum um 100% dýr- ari en venjulegar hurðir. Taka verður hins vegar með í reikninginn að slíkar hurðir eru mun vandaðri og endast leng- ur auk þess sem þær geta bjargað bæði eignum og lífum. Eldvarnarhurð eða ekki? Listinn kringum hurðirnar gegnir höfuðmáli í vörnum gegn eld og reyk. Eldvarnarhurðir líta alveg eins út og venjulegar hurðir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.