Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 23

Fréttablaðið - 31.10.2005, Síða 23
MÁNUDAGUR 31. október 2005 5 Það dettur inn og út úr tísku að mála einn eða fleiri veggi á heimilinu í sterkum lit. Litir á veggjum í herbergjum geta haft áhrif á skapsveiflur heimilismanna svo það er ekki úr vegi að kynna sér aðeins hvað litirnir kalla fram. Rauður: tengist ástríðu, orku, hættu, hlýju og bjartsýni. Best er að hafa borðstof- una rauða því rauður er hvetjandi og örvar matarlystina. Rauði liturinn getur hins vegar verið yfirþyrmandi og leitt til höfuðverkja og er strang- lega bannaður í barnaherberginu. Bleikur: tengist ást og vellíðan. Bleikur fer best í svefnherberginu því hann getur líka verið örvandi. Bleikur getur orðið væminn og yfirþyrmandi og því er best að hafa dökkgrátt eða svart til mótvægis. Grænn: er afslappandi og skapar jafnvægi og fer best í svefnherberginu eða stofunni. Of mikil græn áhrif geta stuðlað að leti og framkvæmdaleysi og því er nauðsyn að hafa einn rauð- an púða eða svo til að hræra aðeins upp í orkunni. Blár: er róandi, örvar hugann, heldur matarlyst í skefjum og dregur úr martröðum. Hann á best heima á skrifstofum og baðherbergjum. Þess ber að gæta að blái liturinn verði ekki kaldur og fráhrindandi með því að velja lit með hlýjum undirtón. Gulur: tengist sólskini og orku og örvar rök- hugsun og skynsemi. Guli liturinn er fallegastur í eldhúsinu, borðstofunni eða herbergjum sem snúa í norður. Ekki er þó mælt með að hafa hann í svefnherberginu því hann getur leitt af sér tilfinningalegt umrót. Svartur: litur á veggjum ber vott um sérvisku og kallar á dramatík og angist. Ekki er mælt með að neitt herbergi sé málað í svörtum lit eingöngu heldur aðeins notaður til að milda sykur- sæta bleika og appelsínugula liti. Litir Veggir móta lund LITAVAL Í IBÚÐUM ER TÍSKUSVEIFLUM HÁÐ. Hægt er að fá allar gerðir hurða sem eldvarnarhurðir. Hver er munurinn á eldvarnar- hurðum og venjulegum hurðum og hvar eiga eldvarnarhurðir að vera. Samkvæmt Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins eiga allar hurðir á milli stórra eldrýma að vera eldvarnarhurðir. Hurðir á milli íbúðar og bílskúrs og allar hurðir inn á stiganga eru dæmi um hvar eldvarnarhurðir verða að vera. Hurðasérfræðingur Harðviðar- vals segir að í raun og veru sé hægt að fá allar gerðir hurða á þessu eldvarnarformi. Þær séu bara úr betra efni og eru mun massívari. Meira að segja er hægt að fá eldvarnarhurðir með glugg- um en glerið í þeim er úr sérstöku vírgleri. Mestu máli skiptir listinn sem er í kringum hurðina. Þegar reykur byrjar að leika um hann byrjar listinn að tútna út og kemur þannig í veg fyrir að reykur og eldur komist úr herberginu. Um er að ræða hurðir sem kallast B-30 og eiga þær að geta hamið eld og reyk í að minnsta kosti 30 mínútur. Júlíus Hafsteinsson, for- stjóri Parka, segir að nú sé mikil endurnýjun í eldri fjölbýlishúsum því aðeins um 20-30% þeirra hurða sem þar eru uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í dag. Ef ekki eru eldvarnarhurðir á þeim stöðum sem reglur segja til um þá getur það haft áhrif á tryggingar- mat ef tjón á sér stað. Júlíus segir að það sem helst standi í vegi fyrir endurnýjun sé sú staðreynd að eldvarn- arhurðir eru hjá flestum söluaðilum um 100% dýr- ari en venjulegar hurðir. Taka verður hins vegar með í reikninginn að slíkar hurðir eru mun vandaðri og endast leng- ur auk þess sem þær geta bjargað bæði eignum og lífum. Eldvarnarhurð eða ekki? Listinn kringum hurðirnar gegnir höfuðmáli í vörnum gegn eld og reyk. Eldvarnarhurðir líta alveg eins út og venjulegar hurðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.