Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 18
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á gröl: þeina er hvít marmarastytta eítir Thorvaldsen. Hún heitir Vonin. Hinn 6. maí s. 1. var hins mikla brautryðjanda náttúruvís- indanna minnzt víða um heim og mjög að verðleikum. Margt get- um við enn af honum lært og framar öllu þá auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu, sem taumlaus tæknidýrkun er sem óðast að fyr- irgera. Alexander von Humboldt er einn þeirra andans jöfra, sem menning okkar hefur ekki ráð á að gleyma. Eysteinn Tryggvason: Hraði jarðskjálftabylgja í jarðskorpunni undir Islandi Eitt sinn var álitið, að jörðin væri svo samansett, að yzt væri til- tölulega þunn skurn úr storknuðu bergi, en þar undir væri bráðið berg, er fyllti mestan hluta jarðarkúlunnar. Þessi skoðun byggð- ist einkum á vitneskju manna um eldgos og var þá talið, að hraun það, sem kemur upp á yfirborð jarðar í eldgosum væri komið úr eldleðju þeirri, sem fyllti jörðina hið innra. Jarðskjálftarannsóknir síðustu áratuga hafa leitt í ljós, að mik- ill hluti jarðarinnar hagar sér sem fast efni gagnvart bylgjuhreyf- ingum jarðskjálfta. Fljótandi efni finnst fyrst á 2900 km dýpi. Ekki er þó allt þetta fasta lag nefnt jarðskorpa, heldjur er }dví skipt eftir eðliseiginleikum í jarðskorpu og möttul. Það er nokkuð misjafnt hve þykka menn telja jarðskorpuna, en frá sjónarmiði jarðskjálfta- fræðinnar er eðlilegt að setja neðri mörk hennar við flöt þann, sem kenndur er við jarðskjálftafræðinginn Mohorovicic (Mohorovicic discontinuity). Þar verður áberandi snögg breyting á hraða jarð- skjálftabylgja. Fyrir neðan þetta lag er hraði langbylgja 8.0—8.2 km/sek, en ofan þess, í jarðskorpnnni, er jiessi hraði allmismunandi eftir því hvar á jörðinni er mælt.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.