Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87 vitað sé. Styrkleiki jarðskjálftans mun hafa verið VI stig á Húsavík, IV stig á Tjörnesi, Aðaldal og Siglunesi, en III stig víða annars staðar um norðanverða Suður-Þingeyjarsýslu, í Eyjafjarðarsýslu norðan Hjalteyrar og í Fljótum. Annar kippur kl. 10 21 fannst á Húsavík og í nærliggjandi sveitum, og á Siglufirði og Siglunesi. Enn fannst jarðhræring á Húsavík kl. 20 01. Upptök þessara jarð- skjálfta virðast hafa verið í Skjálfanda, skammt undan landi við Húsavík. 8. nóvember kl. 07 31 fannst allsnarpur jarðskjálfti á Húsavík og Tjörnesi. Annar minni kippur fannst á Húsavík fyrr um morguninn. 5. desember seint um kvöldið liófust allmiklar jarðskjálltar á Norðurlandi. Fyrsti kippurinn kl. 23 56 fannst í Grímsey, Siglulirði og Fljótum í Skagafirði. Annar kippur heldur snarpari fannst á sömu stöðum kl. 24 00. 6. desember héldu jarðskjálftarnir á Norðurlandi áfram, og komu þrír kippir mestir kl. 10 13, 14 32 og 14 34. Kippir þessir fundust austast á Tjörnesi, syðst á Akureyri og vestast í Höfðakaupstað. Snarpastir voru þeir IV stig í Gríms- ey og sennilega einnig á Siglunesi, Siglufirði og sumstaðar í Fljótum í Skagafirði. Upptök þessara hræringa mældust á hafsbotni skammt suðvestur af Grímsey. Nú er það svo, að margir jarðskjálftar sjást á jarðskjálftamælum, þó að þeir ,,finnist“ hvergi. Oft eru þessir jarðskjálftar engu minni, en hinir, sem finnast, en þá eru upptök þeirra lengra frá dvalarstöð- um manna, eða að minsta kosti ekki í nágrenni þéttbýlla staða. Nú má, með talsverðri nákvæmni, ákvarða upptök jarðskjálfta hér á landi. Það hefur komið í ljós, að flestir þeir jarðskjálftar, sem nokk- uð kveður að, en ekki hafa fundizt, hafa átt upptök á tveimur svæð- um inni í óbyggðum. Annað þetta svæði nær yfir Mýrdalsjökul og Torfajökul, en hitt er í norðvestanverðum X'atnajökli, nánar tiltekið innan línu, sem hugsast dregin úr Kverkfjöllum um Grímsvötn, Tungnafellsjökul og Trölladyngju og aftur í Kverkfjöll. Ekki var vitað um jarðskjálfta á þessum svæðum, fyrr en starfræksla jarð- skjálftamælis á Akureyri var hafin, nerna í sambandi við eldgos. Til að sýna, hve mikinn hluta þeirra jarðskjálfta, sem mælast hér á landi, þessi áður óþekktu jarðskjálftasvæði leggja til, má geta þess, að á árunum 1954—1958 mældust alls um 150 jarðskjálftar hér á landi er voru stærri en 3i/£ stig (sjá Náttúrufr. 1954 bls. 5). Af þeim áttu 42 upptök á Vatnajökulssvæðinu og 18 á Mýrdalsjökuls- Torfa- jökulssvæðinu, en 43 áttu upptök á Reykjanessvæðinu (Reykjanes til Hengils) og 39 á Norðurlandssvæðinu, sem að mestu liggur á hafsbotni. Svo virðist, sem um helmingur jarðskjálftanna á Vatnajökulssvæð- inu hafi átt upptök mjög nálægt Grímsvötnum, en flestir hinir hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.