Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI framkvæmdur í Sovétríkjunum fóru villir vegar. Þeir höfðu tekið trú á hug- sjón verkalýðsríkisins sem þar væri venð að raungera og eins og slíkum mönnum hættir til lokuðu þeir augunum fyrir því sem miður fór hjá átrúnað- argoðum sínum og þeir vildu ekki sjá. Halldór Laxness segir í Skáldatíma að hann og samherjar hans hafi blekkt sjálfa sig til að neita því sem gerðist í Sovétríkjunum í stjómartíð Stalíns. Þetta er vissulega harmsaga. Kannski er eina leiðin til að forðast vonbrigði í stjórnmálum sú að vísa öllum hugsjónum frá sér og horfa einungis á stundarhag. Er það ekki þessi hugsunarháttur sem nú tröllríður vestrænum samfélögum? Af honum sprettur sú auðhyggja sem allt metur til peningaverðs og grundvallast í raun réttri á mannfyrirlitningu. Hún virðir engin húmanísk verðmæti. Við vitum ekki nema okkar samtíð fái seinna engu mildari dóm en nú er kveðinn upp yfir þeim sem á liðinni öld trúðu á kommúnismann og aðrar hugsjónir félagshyggju. En viðfangsefni manna í stjórnmálum er ávallt í því fólgið að samhæfa frelsi og mannréttindi borgaranna við samfélagslega ábyrgð og umhyggju fyrir náunganum, þannig að á hvorugu sé brotið. Hvergi hefur þetta tekist jafnvel og í þjóðfélögum Norðurlanda. Vonandi mun aldrei verða snúið baki við þeim hugsjónum sem mótað hafa hið norræna velferðarríki. * Einar Olgeirsson og Halldór Laxness voru ekki aðeins jafnaldrar. Leiðir þeirra lágu saman í pólitísku starfi og hugsjónum um langt skeið. Halldór gerðist sósíalisti í Ameríku í sömu mund og að þvf fór að hinn róttæki armur Alþýðuflokksins klyfi sig frá flokknum og Kommúnistaflokkurinn var stofn- aður. Halldór var raunar aldrei í þeim flokki þótt hann ætti samleið með honum í meginatriðum. Hann gekk fram fyrir skjöldu í áróðri fyrir samfylk- ingu verkalýðsins sem bar árangur í stofnun Sósíalistaflokksins 1938. Hall- dór varð þar flokksmaður og gegndi störfum á vegum flokksins. Hann sat í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir hann 1944-67 og í þjóðleikhúsráði átti hann sæti fyrir flokkinn frá upphafi þess 1948 til 1969, sagði sig úr því eftir að Sósíalistaflokkurinn hafði verið lagður niður, með þeim formála að hann hefði þá ekki lengur umboð til setu í ráðinu. En nokkru fyrr en leiðir þeirra Einars Olgeirssonar og Halldórs Laxness lágu saman sem flokksfélaga, hafði Einar vikið að skáldskap Halldórs með þeim hætti að athygli vakti og oft hefur verið vitnað til. Einar var mikill bók- menntaunnandi og í pólitískum skrifum hefur hann jafnan tilvitnanir í góð- skáldin á hraðbergi. Skáldskapurinn er þáttur í að efla baráttuhugann. Hin róttæku skáld nítjándu aldar skipa öndvegi í huga hans, Stephan G. Steph- ansson, Þorsteinn Erlingsson, og af sagnaskáldum Gestur Pálsson. Eftir að hann var kominn á fullan skrið í stjórnmálabaráttunni hafði hann mikinn hug á að hin róttæka verkalýðshreyfing eignaðist sín skáld og rithöfunda sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.