Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 134
132 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARl við stór hús: „Ókunnugur mundi þræta, jafnvel sverja fyrir að þar væri hús“ (18). Þannig er hús organistans á mörkum þess að vera til, svo óágengt er það. Þegar Ugla finnur loksins húsið þarf hún að finna dyrnar. Þær eru á bak- hlið þess, jafn öfugsnúnar og siðferðishugmyndir organistans. Maðurinn sjálfur kemur seint til dyra, er „grannvaxinn ... á næstumþví aungvum aldri" (18). Það sem Ugla tekur fyrst eftir eru augu hans sem eru hrein, vinhlý og sposk. Augun eru að almannatrú spegill sálarinnar og augu þessa manns eru vísbending um að hann sé góður maður. Síðan ávarpar Ugla organistann. Hann er ekki fyrri til að tala og fyrstu viðbrögð hans eru að hlæja „einsog hann væri að narrast að mér, eða kanski öllu heldur sjálfum sér, og þó elsku- lega“ (19). Það er ekkert ágengt við fas organistans. Öfugt við ýmsar persón- ur í síðari verkum Laxness fer hann ekki heldur undan í flæmingi þegar hann er spurður um hver hann sé.13 Hann horfir brosandi á Uglu og tekur henni með hlýju. Það er fyrst þegar minnst er á lúterstrú að hann fer að koma á óvart. Organistinn er svo óágengur að hann er ekki einu sinni á tilteknum aldri. Þegar hann snertir Uglu er hönd hans einhvern veginn alveg hlutlaus „og án straums svo ég roðnaði ekki einusinni þó hann þuklaði um kjúkurnar á mér“ (20). Þannig er þessi öfuguggi sem hafnar hugtökum á borð við öfughneigð og lauslæti nánast kynlaus vera, eða svo finnst Uglu. Og jafnvel þegar hann er farinn að kalla Lúter klámkjaft og ljúka orustunni við Vaterló í pútnahúsi heldur hann áfram að brosa og þurrkar af sér koss hinnar fögru og máluðu Kleópötru. Síðan kemur móðir hans inn og hann leiðir hana burt „með inni- legri blíðu“ og segir: „Ég er bamið hennar“ (22). Þannig skilgreinir hann sjálfan sig út frá móður sinni en ekki öfugt. Org- anistinn kastar ekki eign sinni á móður sfna heldur er hann hennar.14 Óá- gengni hans er þannig ýkt og er alveg þvert á ágenga og ögrandi orðræðu hans. Síðan fer hann að sýna Uglu næstum yfirdrifna gestrisni og alúð en þó einhvern veginn öðruvísi: „Hann hélt að mér fátæklegum bakníngunum eins- og gestrisin sveitakona, en hló að mér þegar ég gerði honum það til þægðar að smakka á því“ (23). Þannig er organistinn vinsamlegur við gesti sína en afhjúpar um leið það leikrit sem slík gestrisni er. Það er aldrei sagt hvort organistinn sé hávaxinn eða lágvaxinn, aðeins að hann sé grannvaxinn. Hann er svo þýður í fasi að hann virðist brothættur og veikburða. Ekki er loku fyrir skotið að hann sé beinlínis veikur en svo snemma í sögunni er lesanda ekki gefin nein ástæða til að ætla það. Þó að fas organistans einkennist af hlýju virðist hann nánast kaldlyndur þegar hann tal- ar um að það sé nautn að vera veikur (26). Kæruleysi hans er slíkt að það seinasta sem hvarflar að lesendum er væntanlega að hann geti verið að ræða eigið hlutskipti. Organistinn fléttar gjaman hversdagslegu tali um kaffi og annað smálegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.