Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 24
22 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI Síðar fluttust þeir hver í sitt herbergi, þegar þeir sáu að þeir höfðu efni á því. Þeir innrituðu sig allir í nám við Friedrich Wilhelm Universitát við Unter den Linden, Einar í þýska og enska bókmenntasögu og tungu, Kristinn í hagfræði og Stefán í sagnfræði.4) Sama haustið og Einar kom til Berlínar gekk hann í stúdentalið kommúnista í háskól- anum og varð þá um leið félagi í Kommúnistaflokki Þýskalands. Eftir að meirihluti flokks Óháðra sósíaldemókrata ákvað að ganga til sam- einingar við Kommúnistaflokkinn árið 1922, varð hann að raunveru- legum fjöldaflokki, sem lét mikið að sér kveða.5> Það átti við jafnt á sviði stjórnmálanna sem stéttabaráttunnar, en ekki síður í menningar- geiranum, því að margir af fremstu rithöfundum og listamönnum Þjóð- verja voru að einhverju leyti byltingarsinnaðir í stjórnmálum og ýmist félagar í Kommúnistaflokknum eða stóðu honum nærri. Þarna kynnt- ist Einar því í návígi, hve virkur stuðningur rithöfunda og listamanna við hagsmuna- og réttindabaráttu verkalýðsstéttarinnar gat skipt miklu máli. Einar tók virkan þátt í flokksstarfi og sótti flokksþing Kommún- istaflokksins, sem haldið var í Leipzig í febrúar 1923. Haustið 1923, þegar Kommúnistaflokkurinn var tímabundið í banni vegna misheppn- aðrar byltingartilraunar í Hamborg, tók Einar þátt í eina pólitíska leyni- fundinum, sem hann sat um dagana. Þeir félagamir tóku einnig virkan þátt í ýmsum fjöldaaðgerðum, sem kommúnistar efndu til, svo sem kröfugöngum 1. maí 1922 og 1923. Eftirminnilegust varð Einari mót- mælaganga vegna morðsins á Walther Rathenau, utanríkisráðherra Weimarlýðveldisins, í júní 1922.6) Hann var eitt fjölmargra fómar- lamba morðingja úr röðum ofstækisfullra, þýskra þjóðernissinna, sem mjög óðu uppi þessi misserin. Rathenau var iðjuhöldur af gyðinga- ættum og átti sitt pólitíska heimkynni í Þýska lýðræðisflokknum. Hann hafði einkum unnið sér til óhelgi að vilja standa við skuldbindingar Versalasamninganna. Það var víðtæk samfylking kommúnista, sósíal- demókrata og lýðræðissinna úr borgarastétt, sem stóð að þessari mót- mælagöngu. En það var ekki bara, að Berlín væri mikil pólitísk deigla og vett- vangur heimssögulegra atburða, heldur var hún þessi árin og hin næstu sannkölluð háborg menningar og lista, „um árabil var andlegur og menningarlegur miðdepill heimsins ekki við Signu heldur við Spree“.7) I Berlín voru gefin út 150 blöð og tímarit, þar voru starfrækt 35 leik- hús og 20 tónleikasalir. Lista- og menningarlífið einkenndist af frum- legri sköpunargáfu og sköpunargleði, ögrandi nýjungagirni og til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.