Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 34
32 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI hafði meirihluti alþingis hafnað tillögu um stofnun menntaskóla á Akureyri. Varð því að ráði að hefja kennslu í réttindalausri lærdóms- deild haustið 1924. Sigurður Guðmundsson leitaði eftir því, að vænt- anlegir nemendur lærdómsdeildarinnar fengju að loknu ársprófi 4. bekkjar að setjast í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík, en kennara- fundur MR synjaði þeirri beiðni. 22 nemendur hófu nám í framhalds- deildinni haustið 1924, næsta ár lásu 12 nemendur 5. bekkjarfræði og vorið 1927 fóru sex af þeim níu nemendum, sem þá sátu í 6. bekk, suður til að þreyta stúdentspróf. Þeir stóðust það allir, þótt þeim væri gert að skila öllu námsefni þriggja ára til prófsins. Þessi frammistaða sýndi ótvírætt, að kennarar Akureyrarskóla voru færir um að búa nem- endur undir stúdentspróf, og hún átti sinn þátt í að menntaskólamálið komst í höfn. Það gerðist þegar Jónas Jónsson lét það verða eitt sitt fyrsta embættisverk sem kennslumálaráðherra haustið 1927 að gefa út ráðherrabréf, sem veitti Gagnfræðaskólanum á Akureyri heimild til að brautskrá stúdenta. Einari var ætlað að kenna dönsku, ensku og þýsku í 4. bekknum, sem settist í skólann haustið 1924, og síðan í hinum bekkjunum, en einnig kenndi hann fornaldarfræði. Hafði hann mikla ánægju af að vinna að uppbyggingu og þróun hins nýja menntaskóla. Pálmi Hann- esson, síðar rektor MR, kom brátt að skólanum líka. Hann var á þessum árum eindreginn kommúnisti og tók mjög virkan þátt í starfi Jafnaðarmannafélagsins. Kveður Einar hann hafa verið sér nánastan af pólitískum félögum sínum á þessum árum, en einnig stóð hann í reglu- legu bréfasambandi við fornvin sinn og félaga, Stefán Pjetursson, sem enn var við nám erlendis.12) Aldarfjórðungi síðar, eftir að Sigurður Guðmundsson hafði látið af embætti og flust suður, hittust þeir Einar á förnum vegi í Austurstræti og tóku tal saman. Þá sagði Sigurður: „Alltaf fannst mér skólinn bestur hjá mér meðan ég hafði ykkur Pálma báða“. Þau orð eru til marks um, að leikið hefur ljómi um þessi fyrstu brautryðjenda- og baráttuár í huga hins aldna meistara. Einar gegndi kennarastarfinu við Gagnfræðaskólann til ársins 1928, er hann var ráð- inn einn af forstjórum Síldareinkasölunnar. Við starfslok hans komst Sigurður skólameistari svo að orði um feril hans við skólann: „Er skól- anum mikil eftirsjá að svo dugandi kennara, kappsömum og fylgnum sér í starfinu“.13) Starfsþrek og eldmóður Einars þessi árin hefur verið með hreinum ólíkindum, því að auk starfa sinna að kennslu, stjórnmálum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.