Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 140

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 140
138 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI sælu, sem vísað var til í upphafi, minna einnig talsvert á Nietzsche. Þegar organistinn ræðir hetjuskapinn verða honum Hitler og Göbbels að helstu dæmum um hetjur vorra daga. Um hetjur segir hann: Maður sem hættir öllu fyrir málstað sinn, meira að segja orðstímum ef málstaður hans bíður ósigur, ég veit ekki hver er hetja ef ekki hann ... Það er misskilnmgur að hetju- skapur eigi nokkuð skylt við þann málstað sem barist er fyrir. (210)27 Segja má að hér sé á ferð einn þáttur í langri sinfóníu Halldórs Laxness um hetjuskapinn sem lýkur í Gerplu. Samkvæmt organistanum eru hetjur ekki og geta ekki verið hugsjónamenn eða góðmenni og einnig þar gætir nokkurra áhrifa frá Nietzsche. Organistinn er enginn Nietzscheisti. Hins vegar líkist hann Nietzsche sjálf- um sem leitaðist við að skilja tungumálið sem vopn sem beita má á ýmsa vegu og ná frumlegum tökum á því. Um leið og Nietzsche reyndi að afhjúpa blekkingar þess krafðist hann endurmats allra gilda. A sama hátt snýr organ- istinn öllu á haus, dregur öll siðferðisleg gildi í efa og beitir tungumálinu sem skörpu vopni. Markmið hans er ekki endilega siðleysi heldur afhjúpun hefð- bundins siðgæðis.28 Hann er svo sannarlega enginn aðdáandi Hitlers, Görings eða Göbbels þó að hann kalli þá hetjur. Þó að organistinn segi ekki beinlínis hvað honum finnst virðist hetjuskapurinn jafnmikill fleinn í holdi hans og það sem í daglegu tali kallast siðferði. 6. Hver er hann? Strax í fyrsta atriði kynnumst við þversagnakenndu eðli organistans. Þessi hlýi og vinsamlegi maður er ögrandi og ágengur í tali. Um leið vita lesendur ekki alveg hverju þeir eiga að trúa, alveg eins og Ugla. Kleópatra segir: „Hann tal- ar aldrei satt“ (21). Er þá ekkert að marka það sem organistinn segir? Er hann aðeins að fíflast? En smám saman kynnist Ugla honum og hrífst af. Allir sem þekkja organistann hafa um hann góð orð þó að Kleópatra (sem segist sjálf heita Guðrún, kölluð Gunna eyðimörk) sé raunar heldur blendnari en aðrir. Snilld Halldórs Laxness við persónusköpun kemur skýrt fram í bókinni. Smám saman öðlast lesendur og Ugla æ skýrari og þó margræðari mynd af Árland-fjölskyldunni (nema frúnni, hana skilur Ugla greinilega aldrei og les- endur ekki heldur). Guðinn Brilljantín er í fyrstu stórhættulegur og óhugnað- urinn í sögunni er aldrei meiri en þegar hann ræðst á Uglu bak við hús. Sein- ast þegar hann sést í bókinni er hann á hinn bóginn fremur máttlítill bæjarbúi í sveitinni, sem þorir ekki annað en að skjóta hrút fyrir konu sína. En skýrist organistinn eftir því sem líður á Atómstöðina? Eiginlega ekki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.