Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 94
92 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI um þessi efni í fullri andstöðu við flokksforystuna getað haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir flokkinn, sem á sama tíma var undirlagður af átökum um skipulagsmál hreyfingarinnar. Þar var einkum tekist á um, hvort Alþýðubandalagið skyldi áfram vera samfylkingarsamtök eða hvort stofna ætti nýjan stjómmálaflokk upp úr því, en einnig greindi menn á um stefnu og gerð slíks flokks. Ljóst er, að ýmsir samstarfs- menn Sósíalistaflokksins í Alþýðubandalaginu hefðu grátið það þurrum tárum, þótt flokkurinn klofnaði, og við hlið nýs vinstri flokks hefði staðið eftir kommúnistaflokkur til að bera synd heimsins. Meðan þessu fór fram, átti sér þó stað hljóðlátt, en gagngert, endur- mat alls þorra íslenskra sósíalista á afstöðunni til Sovétríkjanna og framkvæmdar sósíalismans í Austur-Evrópu. Sú nýja afstaða kom afar skýrt fram í eindregnum stuðningi við „vorið í Prag“, þá lýðræðislegu endurnýjun, sem reynd var í Tékkóslóvakíu, og þá ekki síður í afdrátt- arlausri fordæmingu á innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í landið til að kveða hana niður. Alyktun framkvæmdanefndar Sósíalistaflokks- ins þessa efnis var birt sem leiðari í Þjóðviljanum daginn eftir innrás- ina, og sú áhersla, sem þar kom fram, á óskorað sjálfsforræði allra þjóða og nauðsyn þess að spyrða lýðræði og sósíalisma sem allra fastast saman, varð eins konar tannfé Alþýðubandalagsins, þegar það var stofnað sem formlegur stjórnmálaflokkur skömmu síðar, enda hafnaði það öllum flokkslegum tengslum við valdaflokka þeirra ríkja, sem stóðu að innrásinni. Afstaða Einars Olgeirssonar til innrásarinnar kom fram í yfirlýsingu, sem höfð var eftir honum í Þjóðviljanum. Þar kvaðst hann vera „algjörlega andvígur hernámi Tékkóslóvakíu“, enda ætti sú aðgerð sér „enga stoð í hugsjónum sósíalismans né samskipta- reglum sósíalistískra flokka“. Þá taldi hann það skyldu allra sósíalískra flokka að standa með Tékkóslóvökum. Einar fylgdi þessari gagnrýni síðan eftir með grein í Rétti skömmu síðar.35) A 16. þingi Sósíalista- flokksins haustið 1968 var samþykkt að leggja hann niður, enda yrði Alþýðubandalaginu breytt úr kosningabandalagi í formlegan, sósíal- ískan stjórnmálaflokk. Einar Olgeirsson studdi þessar breytingar af heilum hug. Afstaða hans við þau tímamót var í grundvallaratriðum sú sama og verið hafði 1930 og 1938: Að nýjar og breyttar aðstæður köll- uðu á nýtt form og nýtt inntak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.