Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 52
50 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI ystunnar um stuðning við sín sjónarmið, en vorið 1933 voru deilurnar komnar á svo alvarlegt stig, að það eina, sem deilendur gátu sameinast um, var að skjóta málinu undir úrskurð Alþjóðasambandsins.20) Sá úrskurður lá fyrir um haustið. Þar var tekin afstaða með vinstri arm- inum. Liðsoddar hans biðu þá ekki boðanna, og á næstu vikum og mánuðum hertu þeir mjög sóknina gegn „hentistefnunni“ í flokknum. Voru forsvarsmenn hægri armsins, þ.á m. Einar, knúðir til opinberrar sjálfsgagnrýni. Ráðandi öflum í flokknum þótti hún þó ekki ganga nógu langt og ekki taka af öll tvímæli um, að þeir hefðu tileinkað sér til fulls hina „réttu“ stefnu. Á útmánuðum 1934 hófust brottrekstrar úr flokknum. Meðal hinna brottreknu voru fornvinur Einars og samherji, Stefán Pjetursson, Hendrik Ottósson, brautryðjandi kommúnismans á íslandi, og Haukur Björnsson, náinn samstarfsmaður Einars. Ummæli í leiðara Verklýðsblaðsins hinn 12. mars 1934 eru til marks um í hvað stefndi: „Ábyrgðin á [pólitískum veikleikum flokksins] liggur fyrst og fremst hjá fél. Brynjólfi Bjarnasyni, pólitískum leiðtoga flokksins, sem sýnt hefur sáttfýsi við tækifærisstefnuna í flokknum og einkum þó við tækifærissinnaðar skoðanir og villur fél. Einars Olgeirssonar, sem ekki hefur gert nein fullnægjandi skref í átt til sjálfsgagnrýni...“ Þessi orð sýna annars vegar, að flokksformaðurinn var búinn að missa tökin á hinum áköfustu í hópi sinna fyrri stuðningsmanna, en hins vegar, að Einar átti brottrekstur úr flokknum yfir höfði sér. Spyrja má, hver framtíð flokksins hefði orðið, ef sú hefði orðið raunin. En nú dró að því, að veður skipuðust í lofti. Meðan „réttlínustandið“ gekk sinn gang hér heima, höfðu hafist umbrot á vettvangi Kominterns um stefnu sambandsins. Þær hræringar má einkum rekja til valdatöku nasista í Þýskalandi. Sú spurning hlaut að vera áleitin fyrir alla komm- únista og sósíalista, hvernig slíkt gat gerst í því landi, þar sem styrkur sósíalískrar verkalýðshreyfingar var mestur. Öllum mátti ljóst vera, að samfylking kommúnista og sósíaldemókrata, með verkalýðshreyfing- una að bakhjarli, var eina þjóðfélagsaflið, sem hugsanlega hefði getað komið í veg fyrir valdatöku nasista. Flokkarnir höfðu hins vegar ekki borið gæfu til samþykkis, heldur þvert á móti eldað grátt silfur saman. í kjölfar valdatökunnar voru báðir flokkarnir bannaðir og verkalýðssamtökin brotin á bak aftur. Borgarastyrjöldin í Vínarborg í febrúar 1934 og átök róttækra afla við fasista í París um svipað leyti hlutu líka að verða mönnum umhugsunarefni. Endurmat Kominterns á stefnu sinni var það langt komið vorið 1934, að sambandið taldi óhjá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.