Menntamál - 01.03.1954, Síða 31

Menntamál - 01.03.1954, Síða 31
MENNTAMÁL 25 un sína, matreiSslumenn, þjónar, stofustúlkur o. fl. Af efstu hæð hússins er ljómandi fagurt og gott útsýni yfir bæinn. Eins og vænta má, þá er dýrt að búa á hótelum í Miami. Var mér sagt, að dýrustu hótel-íbúðirnar kostuðu 200— 300 dollara á dag um aðalbaðgestatímann. En skólamenn hafa þá sérstöðu í gistihúsi þessu, að þeir fá ágætis-her- bergi fyrir 3—4 dollara. Þetta eiga þeir þeim að þakka, sem stofnuðu skólann. Ég dvaldi dymbilvikuna í Miami. Hvorki var frí í skól- um né skrifstofum fyrr en á föstudaginn langa. Fólk er árrisult þarna suður frá, og óspart var fólk á að eyða síð- degis- og kvöldstundum til þess að fræða mig. Mestum tíma varði ég til þess að kynnast störfum í fræðslumála- skrifstofunni og skipun skólamála yfirleitt. Ég skoðaði nokkur skólahús, en þau eru flest nýleg eða ný, rúmgóð, íburðarlaus en vel búin að kennslutækjum. Verið er að koma síma- og hátalarakerfi í kennslustofur sem flestra skóla, og víða geta a. m. k. gagnfræða- og menntaskólar haft eigið skólaútvarp. Stærð skólahverfa miðast við það, að barnaskólar (1.— 6. skólaár) verði eigi stærri en fyrir 600 börn, en gagn- fræðaskólar (7.—9. skólaár) nái yfir 4 barnaskólahverfi. Helzt vildu forráða- og skólamennirnir hafa skólahverfin a. m. k. helmingi minni! Mikið er gert fyrir nemendur, sem ekki eiga samleið með nemendum í venjulegum skólum, hvort heldur er sök- um andlegrar eða líkamlegrar vöntunar. En fyrir þessa nemendur eru byggð lítil skólahús, aðeins fáir tugir nem- enda í hverjum skóla. í Miami var verið að breyta námsskrám og reglugerð- um í samræmi við tillögur sérfræðinga í þeim efnum frá Peabody College í Nashville. Ég var á nokkrum umræðu- fundum í fræðslumálaskrifstofunni, sem f jölluðu um þetta. Bekkjakennarar, ,,fag“-kennarar og námsstjórar athug-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.