Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 31 hefur lagt sig allan fram um að leysa hvers skóla vandræði. Og það hafa þeir fundið, sem til hans hafa leitað, að mál- um þeirra hefur verið tekið af góðum hug. Ef meginreglur stangast á við góðvild hans, er honum ljúfara að láta góð- vildina ráða. Helgi Elíasson hefur ekki gegnt hlutverki sínu af neinni hálfvelgju. Honum er það mikið áhugamál, að íslending- ar skipi uppeldismálum sínum þann veg sem samboðið er menningarþjóð, og hann vill ekki láta sinn hlut eftir liggja í því efni. Helgi fræðslumálastjóri hefur ferðazt víða um lönd og kynnt sér rækilega alla tilhögun á stjórn fræðslumála. Hann er mikill kunnáttumaður í þeim efnum, enda er honum sýnt um að átta sig á því, sem hagkvæmt er í skipu- lagsháttum. Kvæntur er Helgi Hólmfríði Davíðsdóttur, ágætri konu og stórmyndarlegri húsfreyju. Eiga þau fjögur mann- vænleg börn. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.