Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 23

Menntamál - 01.08.1957, Page 23
MENNTAMÁL 117 4. Kennarinn verður að hafa hlotið hæfilega menntun og æfingu, svo að hann sé vel hæfur til að leysa verk sitt af hendi. 5. Æskilegt er, að ólærðir menn fái svo fljótt sem unnt er þá þjálfun, að þeir geti tekið við forystu fræðslustarfs- ins og mestum hluta ábyrgðar á stjórn þess. 6. Aðfengin hjálp er nauðsynleg í þeim efnum, sem sveitarfélagið getur ekki annazt sjálft. Að öðru leyti ættu heimamenn sjálfir að annast starfsemina og neyta þar framtakssemi sinnar og sjálfsbjargargetu. 7. Þótt gert sé ráð fyrir, að náiriSefni sé valið eftir þörfum sveitarfélagsins, á það aðeins við í upphafi starfs- ins. Lokamarkið ber að miða við þarfir þjóðarinnar. f samræmi við sérstakar umræður, sem fram höfðu farið, var nefndin samála um eftirfarandi atriði: 1. Það er hvorki gagnlegt né hyggilegt að setja reglu- gerðir, er ákveði skyldur kennara við samfélag það, er þeir starfa í. Hins vegar ætti Heimssamband kennara (WCOTP) að ráða kennarafélögum þeim, sem í heims- sambandinu eru, til að hafa það á stefnuskrá sinni, að kennarar taki þátt í viðleitni samfélagsins til menntunar og framfara. En sú þátttaka má þó eigi auka starfsbyrði kennaranna. Til þess, að þessi þátttaka kennara gæti orð- ið áhrifamikil, yrði að tryggja efnahagslega og félags- lega aðstöðu þeirra. Fyrsta skrefið í þá átt væri, að Heims- samband kennara hefði forgöngu um, að kennarafélög inn- an vébanda þess létu fram fara athugun á launahæð og launahlutföllum í hinum ýmsu löndum heims. 2. Rétt til menntunar ber að tryggja hverjum einstakl- ingi án greinarmunar. Menntunin á að vera við hæfi ein- staklingsins og þroska persónuleik hans að fullu og á auk þess að fullnægja kröfum um almenna menningu og nauð- synlega þekkingu á því starfi, sem hann hefur valið sér. c) Álit nefndar þeirrar, er íhugaði þriðja atriðið, fól í sér greinargerð um tvennt: 1) hvað væru vanyrkt lönd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.