Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Side 27

Menntamál - 01.08.1957, Side 27
MENNTAMÁL 121 Þegar þessi fjögur nefndarálit höfðu verið lesin og rædd á almennum fundi, skipaði þingið nefnd, er gera skyldi tillögur um ályktanir. Þegar þær tillögur höfðu verið birt- ar og ræddar á öðrum almennum fundi, voru þær sam- þykktar af þingheimi, að mestu óbreyttar. Fara ályktanir þingsins hér á eftir: I. ályktun. Eftir að þingið hefur íhugað efnið: Kennarastéttin og velferð þjóðfélagsins og komizt að þeirri tvímælalausu niðurstöðu, að kennarastéttin sé meðal þeirra aðilja, er mestan og gildastan þátt eigi í eflingu þjóðfélagsins, hvar sem hún starfar, hvort sem er í borgum, í sveitum, í van- yrktum löndum eða í iðnvæddum löndum, gerir það eftir- farandi samþykktir: 1. Það brýnir fyrir hverjum kennara, að hann — með allri fáanlegri aðstoð frá ríki, sveitarfélagi og hans eig- in stéttarfélagi — auki stöðugt starfshæfni sína, svo að hann geti fullnægt þörfum nemenda sinna við síbreytileg- ar aðstæður. 2. Það brýnir fyrir hverjum kennara, að hann sem borgari taki á sig sinn hluta af ábyrgð samfélagsins á lausn þeirra vandamála, sem varða sérstaklega hans hérað. 3. Það hvetur kennarafélög til að beina athygli allra þeirra aðilja, sem annast eiga velferð þjóðfélagsins, að þörfum fræðslustarfsins og fræðendanna og hvetur þau til að örva þessa aðilja — með samvinnu og aðstoð við þá — til að inna af hendi það framlag, sem þeim ber, til vel- ferðar börnum fyrst og fremst og þá þjóðfélaginu í heild. II. ályktun. Með því að þingið geri sér ljóst, að unnt er með alþjóð- legri samvinnu að stuðla að lausn þess vanda, sem ójafn- vægið milli framboðs og eftirspurnar kennara veldur í sumum löndum, og með því að þingið gerir sér ljóst, að sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.