Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 53

Menntamál - 01.08.1957, Page 53
MENNTAMAL 147 hljóðaaðíerð og orðmyndaaðferð. Stöfunaraðferðina telur hann úrelta með öllu, um það séu lestrarfræðingar (lás- metodiker) sammála. í Svíþjóð varð hún að víkja fyrir hljóðaaðferðinni, sem nú er þar einráð að kalla. Orð- myndaaðferð er þar varla beitt. Hinar tvær, hljóðaaðferð og orðmyndaaðferð, verða því viðfangsefni rannsóknarinnar, og gerir höfundur þeg- ar í byrjun nánari grein fyrir því, hvaða gerð þessara að- ferða hann velur. Það er nauðsynlegt, að við gerum okk- ur nákvæma grein fyrir þessu, því að mjög eru skoðanir manna skiptar um það, hvernig beita skuli þessum að- ferðum. Næslund ákvarðar hvora aðferðina um sig þannig. Hljóðaaðferðin á að vera algerlega „synthetisk“. Börn- unum er ætlað að læra mörg hljóð, áður en þau byrja að hljóða orð. Áherzlan hvílir á lestrartækninni, ,,formal“ æfingum, en tiltölulega seint er farið að vekja athygli barnsins á orðinu sem heild og á merkingu þess (bls. 86). Orðmyndaaðferðin á að vera algerlega „analytisk“, byrja á heilum orðum, en leiða síðan athyglina að hljóð- unum og nota þau í áframhaldandi lestrarkennslu. Næs- lund segir þó, að greining orðanna eigi að bíða, þangað til hún komi sjálfkra^a fram hjá að minnsta kosti nokkr- um nemendum (bls. 87). Ég mun síðar ræða nánar, hvaða þýðingu þessi sér- staka ákvörðun aðferðanna hefur fyrir niðurstöðuna. Börnunum 20 var skipt í tvo hópa, þannig að tvíbura- systkinin lentu sitt í hvorum hópi. Börnin voru á 7. ári, þegar rannsóknin hófst, en ekki fræðsluskyld fyrr en haustið 1953. Sami kennari kenndi báðum hópunum. Hann var leikinn í hljóðaaðferð, en einnig vel kunnugur orð- myndaaðferð. Um þetta segir Næslund. „Það er alkunna, að æfingin ræður ekki alltaf mestu um árangur kennsl- unnar. Við tilraunakennslu verður sjálf vitundin um til- raunina kennaranum aukin hvöt, eins og menn hafa bent
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.