Hlín - 01.01.1922, Page 65

Hlín - 01.01.1922, Page 65
lega duglegir menn eða konur nema með áreynslu og sjálfsafneitun. Sumstaðar var siður að fá vinnukonunum ullarpoka að haustinu, úr ullinni áttu þær að vinna annaðhvort þráð og ívaf eða þá voð, þær sem búnar voru að læra að vefa, og veitti það áhuga og metnað við starfið. — Prjá fyrstu veturna, sem jeg var í Eyjum, varð jeg að sitja á kistli við hliðina á húsmóðurinni og taka ofan af og kemba uil, mjer leiddist það, en jeg held að jeg hafi lært það til fulls. — Svo fjekk jeg að spinna togþráð, tvöfaldan, ívafið líka tvöfalt, síðustu árin fjekk jeg minn ullarpoka og að skila voðinni, fjekk að læra að vefa. Ekki var það skóli, en jeg þykist kunna að koma ull í voð, öðru máli að gegna áð koma því í fat. Þar hugsa jeg, að mörg nýgifta konan hafi haft sömu söguna að segja, að kunna lítið eða ekkert í því að sníða eða sauma. En hún mátti til, ekki voru saumastofurnar að hlaupa til, svo hún varð að sauma upp á manninn og börnin og flest það sem heimilið með þurfti. Jeg man hvert happ mjer fanst, ef einhver góðkunningi kom úr kaupstað, að fá að skoða föt hans og taka snið af þeim, til þess að geta ofurlítið fylgst með, sauma svo alt í höndum. — Þegar jeg loksins fjekk saumavjel, þá sparaði hún mjer að mestu leyti vinnukonu, og saumaði jeg þó fletra en það vanalega, jeg saumaði líka seglin á bátana og skinn- fötin á piltana. Eins og geta má nærri var lítill tími til skemtana, einstaka sinnum var spilað á spil, en helst voru tíðkaðir útileikir,(hnappleikurog skollaleikurjog skautaferðir.Glímur voru mikið iðkaðar og fleiri aflraunir. Þegar eyjamenn rjeru í Dritvík undir Jökli, höfðu þeir þrjá steina að reyna afl sitt á: Fullsterk, Hálfsterk og Aumingja, og áttu menn að koma þeim á stall, og munu fáir hafa komið Fullsferk á stall, en Ijett veittist þórarni í Látrum það. — Það var ekki fyr en eftir 7 — 8 ára dvöl niína í Eyjum,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.