Hlín - 01.01.1954, Side 131

Hlín - 01.01.1954, Side 131
Hlín 129 unni, og lagði yfir sig. Fallegra sjal hef jeg ekki sjeð á æfi minni, og aldrei hef jeg sjeð fallegri gluggablóm en jómfrúrósirnar hennar og nellikkurnar hvítu og bleikrauðu og dimmrauðu og fuksíumar rauðu og hvítu með löngu, blárauðu duftþráðunum. Stóru stofugluggarnir voru fullir af blómum á sumrin, og í insta glugganum stóð gömul, hankabrotin postulínskrukka, snjóhvít með gyltum röndum um stjettina og hálsinn, en full af vatni sem volgnaði í sólinni áður en blómin voru vökvuð með því. (Sjálf var „frúin mín“ eins og ilmandi íslensk blásóley vaxin móti sól og suðri. — Hugur minn hefur ætíð litið Garð í Aðal- dal ástaraugum, af því að þar óx hún upp.) — Jeg þakka Guði mínum fyrir árin, sem hún fóstraði mig og alt sem hann gaf mjer í henni, fyrir allan unaðinn, sem jeg naut við samveru okkar og æskuvinina mína alla í Viðey, og líka fyrir söknuðinn, sem það vakti mjer að fara þaðan. Það varð mjer alt að kjölfestu í litla lífsbátnum mínum, og hann þurfti hennar með, það greiddi mjer skilning á barnssálinni og mannssálinni, og jeg held, að jeg eigi það þessari reynslu að þakka, að jeg hef aldrei síðan bundið þá ást við neinn stað, að mjer yrði erfitt að skilja við hann, þó jeg hafi fest yndi víðast þar sem jeg hef verið um æfina. Jeg mun hafa verið á 13. ári, þegar jeg í fyrsta sinn gat hark- að af mjer að skilja við eyjuna mína með tárum. Nú stendur hún allra ljósast fyrir mjer, þaðan sem við sátum seint á sumri í kvöldkyrðinni uppi í Naustabrekku. Sjórinn lá spegilsljettur og framundan fjörunni syntu æðar og blikar með ungahópana sína. — Yfir á höfninni lágu skip með ljósin úti á bugspjótinu og franska herskipið bljes í hornið sitt um leið og flaggið var dregið ofan. Við vestur lá hafið opið og sólarlagið varp regnbogaöldum sínum hátt upp á himininn og yfir á djúp þess hlóð kvöldroðinn gullhrönn við gullhrönn — og mitt í geisladýrðinni stóð jökull- inn í purpuralitaða ísfeldinum sínum — með beru, upplyftu enni. — Fyrir norðri, austri og suðri stóð fjall við fjall við sjón- deildarhringinn. Þau lækkuðu, teygðu sig fram á ný, hófu brjóst og axlir og böðuðu sig í blávakanum. Esjan gnæfði hæst við norðrið, breið og mikil, dimmblá og svartblá niður eftir giljun- um, en ofan við sjóinn lá grængyltur blær yfir túnunum með litlu bæjunum á, þar sem sveitafólkið lifði lífi sínu hverju sem viðraði.-------- 9 o
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.