Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 26

Morgunn - 01.12.1941, Page 26
124 M OR GUN N ina. Við höfum því rétt til að líta svo á, að frásögnin um dauðadóminn, er leiddi af synd mannsins, hafi sannindi að geyma, eins og líka hinir aðrir þættir dæmisögunnar. Við sjáum þar þann sannleika, að syndin breytir eðlis- hætti þess náttúrlega atburðar, sem dauðinn er. „Jafn- skjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja“. Sektar- gjöldin koma þegar í stað, því að afleiðingin er andlegur dauði. Syndin er andleg hrörnun og af andlegri hrörnun leiðir doða hins æðra lífs. Maðurinn fallinn lifir eftir hold- inu, og vitund hans takmarkast af því, sem skilningar- vitin greina, en þar með fylgir sú óumflýjanlega afleið- ing, að endir hins líkamlega lífs verður í hans augum tjón. Hún verður niðurlæging og glötun. Orðin „mold ert þú, og til moldar skalt þú aftur hverfa“, votta það, að mað- urinn skynjar niðurlægingu sína og tjón, þegar hann hefir fallið fyrir tilhneigingum dýrseðlis síns. „Það er eins eðlilegt að deyja eins og að fæðast“, segir Bacon lávarður. En sú skoðun, að dauðinn sé eðlilegur at- burður, sem ekki beri að óttast, er ekki í samræmi við þá trú, að dauðinn sé laun syndarinnar. Væri því þannig hátt- að, þá væri það ekki eins eðlilegt að deyja eins og að fæðast. Náttúruvísindin og rannsóknirnar hafa nú gert mann- kyninu sannleikann ljósari. Eitt hinna miklu áforma í hlutverki Krists er að uppfyllast: líkamsdauðinn er tekinn að sjást í réttu ljósi. Og enda þótt synd og dómur séu eftir sem áður órjúfanlega tengd sem orsök og afleiðing, er þó ekki lengur litið á sjálfan dauðann sem hegningu. Hann er einn þátturinn í skipun heimsins, tilsettur af hinni óendanlegu speki skaparans. Ekki er um það að deila, að við hann er margt það tengt, sem hryggir áhorfendurna. í mörgum tilfellum hefir spilling mannsins valdið sjúkdómum og glæpum, sem gera atvikin að dauðanum óeðlileg. Það eru atvik, sem ekki heyra til hinni náttúrlegu skipun. Það er jafn- vel svo, að þar sem dauðinn orsakast af kvalafullum sjúk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.