Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Qupperneq 9

Morgunn - 01.06.1976, Qupperneq 9
SVO SEM MAÐURINN SAIR . . . 7 Hvers vegna er ég hér? Hvert er för minni heitið? Hvers vegna þjáist ég? Hver er hinn sanni skyldleiki minn við aðra menn og þeirra við mig? Og hvernig erum vér almennt tengd- ir hinum mikla samleik náttúruaflanna, og ef til vill hinu æðsta valdi utan vor og i kring um oss? Þetta eru upprunalegustu og elstu spurningar mannkyns- ins. Fáum vér ekki svör við þeim, er þá ekki endanlega til- gangslaust að leita lausnar frá þjáningum, hvort sem þær eru andlegs eða líkamslegs eðlis? Ef ekki er hægt að útskýra hvernig á þjáningunni getur staðið, þá hefur ekkert verið útskýrt. Þangað til gerð hefur verið grein fyrir þjáningu hinn- ar minnstu pöddu, hefur ekki verið gerð grein fyrir neinu, og skilningur vor á lífinu er ófullkominn. Frá örófi alda hafa jafnvel frumstæðustu menn spurt þess- ara mikilvægu spurninga. Þeir hafa horft upp á tign himins- ins og fundið á sér, að barátta og sorgir mannsins væru ekki eins auðvirðileg og virtist. Þeir fundu tilgang í því að til væri alheimslegur skyldleiki milli stjarna og manna. Eða þeir hafa orðið einhvers varir í skógunum og sagt, að allir lifandi hlutir hefðu anda og maðurinn líka, og að þessi andi mannsins lifði og þjáðist aðeins skamma hríð á jörðinni og sneri til hamingju- samari og friðsælli heimkynna að þessu lífi loknu. Eða þeir hafa fundið innri skynjun á réttu og röngu, og komist að þeirri niðurstöðu, að með sama hætti hljóti einnig að vera rétt og rangt í samvisku alheimsins, og á einhverjum fjarlægum sviðum staður þar sem umbun og refsing fari fram. Uppi hafa verið þúsundir skoðana og skýringa í þessa átt; sumar ærið frumstæðar, aðrar fágaðri og skynsamlegri. Nú á tímum draga menn fram lífið um heim allan og berjast hetjulega gegn erfiðleikunum, sökum þess að þeir treysta því að einhvers konar skýring í þessa átt sé sönn. Sumir vitna til Muhameðs; aðrir styðjast við kenningar Buddha, Móse, .Tesú eða Krishna. Og svo eru þúsundir sem trúa því, að utan þarfarinnar til þess að halda lífi, eigi mannlegt líf sér enga skýringu; og svo eru að lokum þeir, sem eru steinhættir að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.