Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Síða 31

Morgunn - 01.06.1976, Síða 31
SVO SEM MAÐURINN SÁlR . . . 29 Fyrst framan af velti Cayce því fyrir sér, hvort hann hefði gefið þessar upplýsingar sökum þess að Lammers tryði á endurholdgun og hefði með einhverjum hætti sefjað huga hans í þessum efnum. En staðreyndirnar bentu ekki til þess. 1 fyrsta lagi hafði Lammers alls ekki notað orðið endur- holgun, þegar hann stakk upp á fyrsta dálestrinum. Hann hafði beðið um stjörnuspá, og ekkert annað. Og djúpvitund Cayces hafði svo komið fram með upplýsingar um fyrra líf. Við þetta bættist svo að megnið af hinum merkilega réttu upplýsingum um bláókunnugt fólk, sem síðar komu fram, var þess eðlis að það var með öllu ómögulegt að Cayce eða Lammers gætu vitað nokkuð um það. Ef hér var einungis um sefjun frá Lammers að ræða, sem endurspeglaðist með ein- hverjum dularfullum hætti í huga Cayces, þá hefðu þessar upplýsingar tæplega geta verið í fullu samræmi við óþekktar sannreyndir, sem síðar mátti staðfesta. Þegar öll kurl voru til grafar komin, þá sannfærðist Cayce smám saman um sannleiksgildi þess efnis sem fram kom í líflestrunum og skýringum þeim á mannlegum örlögum, sem í þeim fólust. Það sem þó átti rikastan þátt í því að sannfæra hann, var hinn alkristilegi andi, sem birtist hvarvetna í dá- lestrunum, og lýsti sér bæði í þvi í hve bróðurlegum hjálpar- anda ráðleggingar voru gefnar og hvernig kristilegar hug- sjónir komu fram innan ramma endurholdgunarkenningar- innar. f næslum hverjum dólestri komu fram ritningargreinar eða vitnað var til einhverra ábendinga Krists. Ef til vill var langtíðasta tilvitnunin i hin fleygu orð Póls postula: „Eins og þér sáið, svo munuð þér og uppskera,“ og orð Krists: „Og eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Stundum var um að ræða beinar tilvitnanir, en stundum var lagt út af þeim, eins og: „Lát ekki, lát ekki blekkjast; misskildu ekki; Guð lætur ekki að sér hæða; því sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera. Maðurinn hittir í sífellu sjálfan sig fyrir. Gerðu því gott, eins og Hann sagði, þeim sem hafa sýnt þér fyrirlitningu og með því vinn- urðu sigur á sjálfum þér.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.