Fréttablaðið - 01.07.2011, Side 26

Fréttablaðið - 01.07.2011, Side 26
2 föstudagur 1. júlí núna ✽ Grill og gaman augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 SKÍNANDI STJARNA Fyrirsætan og leikkonan Rosie Huntington- Whiteley klæddist þessum silfraða kjól við frumsýningu kvikmyndarinnar Transformers í Berlín. NORDICPHOTOS/AP H ið sígilda skómerki níunda áratugsins, Dr. Martens, hóf í vor að selja sína fyrstu fata- og fylgihlutalínu fyrir bæði kynin. Við hönnun línunnar var inn- blástur fenginn frá nútíma tísku- fyrirmyndum sem gjarnan klæð- ast Dr. Martens skóm, allt frá fyrirsætunni Agyness Deyn til leikkonunnar Jessicu Alba. Á sama tíma var litið til þæginda og sniða breskra vinnufata en fata- línan samanstendur af skyrtum, skyrtukjólum, stuttermabolum og peysum úr bómull. Litaval er mjög hefðbundið með bláum, gráum og rauðleitum tónum ásamt röndum og hinu sígilda köflótta vinnufata- munstri. Áhugasamir Íslendingar geta keypt vörurnar á vefsíðunni www. drmartens.com eða í verslunum Dr. Martens í Englandi, Bandaríkj- unum og Asíu. - hþt Fyrsta fatalína Dr. Martens: Bresk vinnuföt í nýjum búningi H ljómsveitin Steed Lord leikstýrir og leikur í nýrri auglýsingu fyrir sænska tískumerkið WeSC. Auk þess heyrist lag sveit- arinnar, Don‘t Hurt Love, í auglýs- ingunni. Auglýsingin er fyrir sólgleraugu sem WeSC hannar í samstarfi við ítalska fyrirtækið Super. Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitar- innar, segir tökurnar hafa gengið vel og að fyrirtækin tvö séu him- inlifandi yfir afrakstrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steed Lord situr fyrir í auglýsing- um WeSC því hljómsveitin hefur unnið náið með fyrirtækinu undan farin ár. „Samstarf okkar hófst árið 2007 þegar við vorum beðin um að taka þátt í laga- keppni á vegum WeSC, Vice Ma- gazine og Universal Records. Við gerðum það og unnum og höfum setið fyrir í öllum auglýsingum og bæklingum þeirra síðan þá. Fyrir- tækið notar aðeins venjulegt fólk, listamenn og snjó- og hjólabretta- fólk í auglýsingar sínar af því að það hentar stefnu fyrirtækisins betur.“ Annars er það að frétta af sveit- inni að hún lauk nýverið tökum á nýju tónlistarmyndbandi sem unnið var í samstarfi við dans- höfundinn Sonyu, sem er þekkt úr sjónvarpsþáttunum So You Think You Can Dance. „Síðan erum við að fara í það stóra verk- efni að semja og taka upp næstu plötu. Við höfum ekki gefið út plötu í fullri lengd síðan Truth Serum kom út árið 2008 og við hlökkum mikið til að takast á við það verkefni,“ segir Svala. - sm STEED LORD LEIKUR OG LEIKSTÝRIR AUGLÝSINGU: LEIKSTÝRA AUGLÝSINGU Steed Lord Danssveitin Steed Lord er búsett í Los Angeles. Hljómsveitarmeðlimir léku og leikstýrðu nýrri auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC. Þessi köflótti skyrtukjóll úr smiðju Dr. Mar- tens minnir óneitanlega á bresk vinnuföt. 572 3400 Sumarsprengja Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Þú færð bolina hjá okkur fyrir helgina Afabolir langerma S-L 6 litir kr. 2.450 Pottlok kr. 1.950 5 litr Sólgleraugu kr. 1.250 Kínaskór 10 litir st.37 - 41 kr. 990 Afabolir stutterma S - 3XL 8 litir kr. 2.250 Stutterma bolir kr. 1690 S - 3XL Golfbolir S -L 8 litir kr. 2.250 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Á HVERS MANNS VÖRUM Þetta varagloss frá L‘Occitane er úr nýrri línu fyrirtækisins. Með varagljáan- um verða varirnar þaktar lituðum gljáa sem klístrast þó ekki. Varaglossið gefur svo vörum hverrar og einnar ein- stakan lit sem ræðst af náttúrulegum lit varanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.