Fréttablaðið - 01.07.2011, Page 47

Fréttablaðið - 01.07.2011, Page 47
FÖSTUDAGUR 1. júlí 2011 35 Spjátrungurinn Liam Gallagher segir að hann sé hræddur við hljómsveitina Muse og að tónlist hennar sé „fjandi hrollvekjandi skítur“. Gallagher, sem fer nú fyrir hljómsveitinni Beady Eye, lýsti þessu yfir í viðtali við karla- tímaritið GQ. Hann sagðist virða Muse, en bætti við að rödd söngvarans Matts Bellamy væri sér ekki að skapi. „Ég óttast Muse,“ sagði hann. „Fólk kann að meta þessa stráka, þeir spila þó á gítar, en þegar ég heyri rödd hans hugsa ég: „Ahh! fari hann til fjandans.“ Gallagher óttast Muse ÓTTASLEGINN Liam Gallagher þolir ekki söngrödd Matts Bellamy, söngvara Muse. NORDICPHOTOS/GETTY Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkuna sína á Rík- harði III í Old Vic- leikhúsinu í London. Óskarsverðlauna- hafinn leikur þennan frægasta þorpara Shake- speares með fót- inn í stálspelku, haltrandi með staf. Leikritið er látið gerast í nútímanum og annast Sam Mendes leik- stjórnina. Hann stýrði einmitt Spacey þegar hann fékk Ósk- arinn fyrir hlut- verk sitt í Amer- ican Beauty árið 1999. Eftir að sýningum á Ríkharði III lýkur í London verður leikritið sýnt víða um heim. Frábær frammistaða Leikkonan Denise Richards ætt- leiddi á dögunum nýfædda stúlku sem hefur fengið nafnið Joni. Richards á fyrir tvær dætur með leikaranum og vandræðageml- ingnum Charlie Sheen en þau skildu árið 2006. Miklar forræð- isdeilur hafa staðið á milli þeirra en deilurnar leystust í fyrra og deila þau nú forræði. Langt er síðan Richards var áberandi á hvíta tjaldinu en lík- lega einbeitir hún sér núna að því að vera einstæð þriggja barna móðir. Einstæð og ættleiðir ÞRIGGJA BARNA MÓÐIR Denise Richards lætur það ekki á sig fá að vera einstæð og hefur ættleitt þriðju stelpuna sína en hún á tvær fyrir með leikaranum Charlie Sheen. Laugavegurinn verð- ur opnaður sem göngu- gata í dag og af því til- efni munu verslunin Spúútnik og skemmti- staðurinn Dillon halda heljarinnar garðpartí í Dillon-garðinum yfir helgina. Skemmtiatriði verða fyrir alla fjöl- skylduna; tónleikar, trúðar, andlitsmálning, eldgleypir og grillaðar pylsur. Tónleikadagskráin hefst klukk- an fjögur í dag og lýkur ekki fyrr en á miðnætti. Tónleikarnir verða þó ekki allir utandyra heldur fær- ist gleðskapurinn inn á Dillon um tíuleytið. Dagskrá laugardags- ins hefst klukkan þrjú og stendur til klukkan sex. Meðal þeirra sem koma fram á morgun eru Haffi Haff, Lára og hljómsveitin Sykur auk fjölda annarra lista- manna. Þess má geta að 40% afsláttur verður í Spúútnik á Laugavegi umrædda helgi og sér- stakt tilboð á blómakjólum svo hægt verði að skarta sínu fegursta í garðveislunni. - hþt Lára í garðpartíi LÁRA RÚNARSDÓTTIR Goðsagnakenndir tón- leikar hljómsveitarinnar Nirvana á bresku tónlist- arhátíðinni Reading frá árinu 1992 verða sýndir á Reading og Leeds-tónlist- arhátíðunum í sumar. Kurt Cobain og félagar fá risaskjá undir tónleika sína kvöldið sem Leeds- hátíðin hefst og kvöld- ið sem Reading-hátíðin endar. Tónleikarnir þóttu meðal bestu tónleika Nirvana og komust í frétt- irnar á sínum tíma þar sem Cobain rúllaði sér inn á sviðið í hjólastól og kom fram í hvítum spítala- sloppi. Tania Harrison, tals- maður hátíðanna, segir að upprunalega hafi átt að sýna tónleikana í þrívídd. Ekki var hægt að fram- kvæma það, en hún vonast þó til að hægt verði að gera það á næsta ári á 20 ára afmæli hátíðanna. „Þetta var svo ótrúleg frammi- staða sem svo margir hafa ekki séð,“ sagði hún. „Við urðum hreinlega að sýna þessa tónleika. Þetta var ein af þessum stundum sem breyttu öllu.“ Nirvana á Reading NIRVANA Víking – þegar allra veðra er von. ALVÖRU GÚMMÍLAÐI VIKING NAVY / VIKING RED st. 19-41 VIKING FLOWERFLY / VIKING FOOTBALL st. 19-34 VIKING CIRCLE / VIKING RETRO st. 25-41 VIKING NEW SPLASH st. 19-34 VIKING ADVENTURE / VIKING BALLERINA st. 21-35 VIKING ALIEN / VIKING ANGEL st. 19-26 VIKING GÚMMÍSKÓRINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.